Hvað gerir Bjarni? Kristján Guy Burgess skrifar 5. apríl 2017 07:00 Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði verið forsætisráðherra í tvo mánuði hafði hann átt einkafundi með framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna og NATO, æðstu ráðamönnum ESB, forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi og lögmanni Færeyja. Hann hafði fundað með forseta Finnlands og forsætisráðherra Rússlands. Bjarni Benediktsson hefur nú verið forsætisráðherra jafn lengi en hefur ekki enn átt fund með neinum þjóðarleiðtoga. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með forsætisráðuneytið í hátt í tvo áratugi yfir síðustu aldamót, gættu forsætisráðherrar hans þess að þeir hefðu tökin á efnahagsmálunum og þjóðaröryggismálunum. Nú stýrir Benedikt Jóhannesson efnahagsmálunum og Guðlaugur Þór Þórðarson fer með varnar- og öryggismál. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur á árinu átt fundi með forsætisráðherrum Danmerkur og Noregs og forsetum Eistlands og Rússlands. Það eru frávik frá íslenskri hefð að forsætisráðherra leiki svo smátt hlutverk í alþjóðasamskiptum þjóðarinnar. Hann gerði vissulega góða ferð til New York og Washington til að vekja athygli á alþjóðlegri jafnréttisbaráttu en á hvorugum staðnum hitti hann æðstu ráðamenn. En hvað er til ráða? Framundan eru risastórar áskoranir þar sem forsætisráðherra verður að gera sig gildandi. Samskipti við stærstu útflutningsmarkaði eru að taka miklum breytingum. Það verður að tryggja aðgengi sjávarafurða að breskum markaði, markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja í Bretlandi verður að festa, réttindi íslenskra námsmanna í Bretlandi eru í hættu. Bjarni Benediktsson verður að óska eftir fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hið fyrsta til að tryggja hagsmuni Íslendinga við útgöngu Breta úr ESB. Í slíkri ferð á hann að hafa með sér sérstaka sendinefnd úr viðskiptalífinu, háskólasamfélaginu og vísindageiranum og hitta í leiðinni alla helstu ráðamenn og hagsmunaaðila. Þá skipuleggi hann fundi með Donald Tusk og Jean-Claude Juncker hjá Evrópusambandinu til að passa upp á að rödd Íslendinga heyrist þegar EES-samstarfið breytist við útgöngu Breta. Það er ekki eftir neinu að bíða, en Bjarni þarf að fara af stað. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði verið forsætisráðherra í tvo mánuði hafði hann átt einkafundi með framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna og NATO, æðstu ráðamönnum ESB, forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi og lögmanni Færeyja. Hann hafði fundað með forseta Finnlands og forsætisráðherra Rússlands. Bjarni Benediktsson hefur nú verið forsætisráðherra jafn lengi en hefur ekki enn átt fund með neinum þjóðarleiðtoga. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með forsætisráðuneytið í hátt í tvo áratugi yfir síðustu aldamót, gættu forsætisráðherrar hans þess að þeir hefðu tökin á efnahagsmálunum og þjóðaröryggismálunum. Nú stýrir Benedikt Jóhannesson efnahagsmálunum og Guðlaugur Þór Þórðarson fer með varnar- og öryggismál. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur á árinu átt fundi með forsætisráðherrum Danmerkur og Noregs og forsetum Eistlands og Rússlands. Það eru frávik frá íslenskri hefð að forsætisráðherra leiki svo smátt hlutverk í alþjóðasamskiptum þjóðarinnar. Hann gerði vissulega góða ferð til New York og Washington til að vekja athygli á alþjóðlegri jafnréttisbaráttu en á hvorugum staðnum hitti hann æðstu ráðamenn. En hvað er til ráða? Framundan eru risastórar áskoranir þar sem forsætisráðherra verður að gera sig gildandi. Samskipti við stærstu útflutningsmarkaði eru að taka miklum breytingum. Það verður að tryggja aðgengi sjávarafurða að breskum markaði, markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja í Bretlandi verður að festa, réttindi íslenskra námsmanna í Bretlandi eru í hættu. Bjarni Benediktsson verður að óska eftir fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hið fyrsta til að tryggja hagsmuni Íslendinga við útgöngu Breta úr ESB. Í slíkri ferð á hann að hafa með sér sérstaka sendinefnd úr viðskiptalífinu, háskólasamfélaginu og vísindageiranum og hitta í leiðinni alla helstu ráðamenn og hagsmunaaðila. Þá skipuleggi hann fundi með Donald Tusk og Jean-Claude Juncker hjá Evrópusambandinu til að passa upp á að rödd Íslendinga heyrist þegar EES-samstarfið breytist við útgöngu Breta. Það er ekki eftir neinu að bíða, en Bjarni þarf að fara af stað. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun