Hvað gerir Bjarni? Kristján Guy Burgess skrifar 5. apríl 2017 07:00 Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði verið forsætisráðherra í tvo mánuði hafði hann átt einkafundi með framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna og NATO, æðstu ráðamönnum ESB, forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi og lögmanni Færeyja. Hann hafði fundað með forseta Finnlands og forsætisráðherra Rússlands. Bjarni Benediktsson hefur nú verið forsætisráðherra jafn lengi en hefur ekki enn átt fund með neinum þjóðarleiðtoga. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með forsætisráðuneytið í hátt í tvo áratugi yfir síðustu aldamót, gættu forsætisráðherrar hans þess að þeir hefðu tökin á efnahagsmálunum og þjóðaröryggismálunum. Nú stýrir Benedikt Jóhannesson efnahagsmálunum og Guðlaugur Þór Þórðarson fer með varnar- og öryggismál. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur á árinu átt fundi með forsætisráðherrum Danmerkur og Noregs og forsetum Eistlands og Rússlands. Það eru frávik frá íslenskri hefð að forsætisráðherra leiki svo smátt hlutverk í alþjóðasamskiptum þjóðarinnar. Hann gerði vissulega góða ferð til New York og Washington til að vekja athygli á alþjóðlegri jafnréttisbaráttu en á hvorugum staðnum hitti hann æðstu ráðamenn. En hvað er til ráða? Framundan eru risastórar áskoranir þar sem forsætisráðherra verður að gera sig gildandi. Samskipti við stærstu útflutningsmarkaði eru að taka miklum breytingum. Það verður að tryggja aðgengi sjávarafurða að breskum markaði, markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja í Bretlandi verður að festa, réttindi íslenskra námsmanna í Bretlandi eru í hættu. Bjarni Benediktsson verður að óska eftir fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hið fyrsta til að tryggja hagsmuni Íslendinga við útgöngu Breta úr ESB. Í slíkri ferð á hann að hafa með sér sérstaka sendinefnd úr viðskiptalífinu, háskólasamfélaginu og vísindageiranum og hitta í leiðinni alla helstu ráðamenn og hagsmunaaðila. Þá skipuleggi hann fundi með Donald Tusk og Jean-Claude Juncker hjá Evrópusambandinu til að passa upp á að rödd Íslendinga heyrist þegar EES-samstarfið breytist við útgöngu Breta. Það er ekki eftir neinu að bíða, en Bjarni þarf að fara af stað. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði verið forsætisráðherra í tvo mánuði hafði hann átt einkafundi með framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna og NATO, æðstu ráðamönnum ESB, forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi og lögmanni Færeyja. Hann hafði fundað með forseta Finnlands og forsætisráðherra Rússlands. Bjarni Benediktsson hefur nú verið forsætisráðherra jafn lengi en hefur ekki enn átt fund með neinum þjóðarleiðtoga. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með forsætisráðuneytið í hátt í tvo áratugi yfir síðustu aldamót, gættu forsætisráðherrar hans þess að þeir hefðu tökin á efnahagsmálunum og þjóðaröryggismálunum. Nú stýrir Benedikt Jóhannesson efnahagsmálunum og Guðlaugur Þór Þórðarson fer með varnar- og öryggismál. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur á árinu átt fundi með forsætisráðherrum Danmerkur og Noregs og forsetum Eistlands og Rússlands. Það eru frávik frá íslenskri hefð að forsætisráðherra leiki svo smátt hlutverk í alþjóðasamskiptum þjóðarinnar. Hann gerði vissulega góða ferð til New York og Washington til að vekja athygli á alþjóðlegri jafnréttisbaráttu en á hvorugum staðnum hitti hann æðstu ráðamenn. En hvað er til ráða? Framundan eru risastórar áskoranir þar sem forsætisráðherra verður að gera sig gildandi. Samskipti við stærstu útflutningsmarkaði eru að taka miklum breytingum. Það verður að tryggja aðgengi sjávarafurða að breskum markaði, markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja í Bretlandi verður að festa, réttindi íslenskra námsmanna í Bretlandi eru í hættu. Bjarni Benediktsson verður að óska eftir fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hið fyrsta til að tryggja hagsmuni Íslendinga við útgöngu Breta úr ESB. Í slíkri ferð á hann að hafa með sér sérstaka sendinefnd úr viðskiptalífinu, háskólasamfélaginu og vísindageiranum og hitta í leiðinni alla helstu ráðamenn og hagsmunaaðila. Þá skipuleggi hann fundi með Donald Tusk og Jean-Claude Juncker hjá Evrópusambandinu til að passa upp á að rödd Íslendinga heyrist þegar EES-samstarfið breytist við útgöngu Breta. Það er ekki eftir neinu að bíða, en Bjarni þarf að fara af stað. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar