Allir þurfa súrefni til að lifa Elfa Dröfn Ingólfsdóttir skrifar 6. apríl 2017 07:00 Í andrúmsloftinu eru ýmsar lofttegundir og af þeim er súrefni um 21%, sem dugar vel til að anna þörfum heilbrigðra. Aftur á móti búa yfir 500 manns á Íslandi við þann veruleika að þurfa daglega viðbótar súrefnisgjöf. Sjúklingar sem koma í lungnaendurhæfingu á Reykjalund fá mat á því hvort súrefnisskortur er til staðar. Sumir þurfa súrefni allan sólarhringinn en öðrum dugar að hafa viðbótarsúrefni við áreynslu og/eða á næturnar. Við langvarandi súrefnisskort er hætta á versnun annarra sjúkdóma, sem veldur auknu álagi fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Eingöngu er hægt að gefa súrefni í formi lofts en þá þarf að nota búnað/hjálpartæki sem annaðhvort geymir súrefnið sem lofttegund í kút (súrefniskút) eða þjappar því jafnóðum saman (súrefnissía) og gefur í hærri prósentu en er til staðar í andrúmsloftinu. Allir sem nota súrefni á Reykjalundi fá hóp- eða einstaklingsfræðslu, þar sem þeim gefst kostur á að ræða um reynslu sína af því að nota viðbótarsúrefni. Farið er yfir bjargráð varðandi súrefnisnotkunina og reynt að styðja fólk í þeirri breytingu sem óneitanlega fylgir. Oft kemur það fram í umræðunni að búnaðurinn/hjálpartækið sem fólk fær úthlutað veldur þeim erfiðleikum í daglegu lífi, s.s. að fara út úr húsi, í félagsstarf, ferðalög og jafnvel í vinnu. Súrefniskútar eru þungir og notandinn þarf að gera áætlanir um ferðir sínar og vita hve lengi kúturinn endist. Súrefnisgjöfin sjálf er þannig orðin hindrun við virkni í daglegu lífi.Ekki til nóg af ferðasúrefnissíum Óskastaða flestra er að fá búnað sem er léttur, endingargóður og þægilegt að ferðast með. Því miður er staðan ekki þannig hér á Íslandi því ekki er til nægjanlegur fjöldi af ferðasúrefnissíum. Mörgum finnst þeim vera mismunað þegar þeir sjá að aðrir í sömu stöðu fá léttan búnað, eða búnað sem þeir sjálfir óska sér. Stuðla þarf að aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuaðila og stjórnvalda og hafa þá í huga „lög um réttindi sjúklinga“ (1997 nr. 74 28. maí). Mikilvægt er að meta þörf hvers og eins súrefnisþega þannig að hægt verði að bjóða öllum þá bestu mögulegu meðferð og búnað sem völ er á á hverjum tíma. Allir þurfa nefnilega súrefni til að lifa. Með góðri samvinnu um þetta mikilvæga réttlætismál má búast við virkari þátttöku súrefnisþega í daglegu lífi, bæta lífsánægju þeirra, þrek og úthald. Þannig má bæta árum við líf sjúklinga og lífi við árin og draga úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið því með viðeigandi meðferð má fækka veikindadögum, heimsóknum á heilsugæslu og innlögnum á sjúkrahús. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í andrúmsloftinu eru ýmsar lofttegundir og af þeim er súrefni um 21%, sem dugar vel til að anna þörfum heilbrigðra. Aftur á móti búa yfir 500 manns á Íslandi við þann veruleika að þurfa daglega viðbótar súrefnisgjöf. Sjúklingar sem koma í lungnaendurhæfingu á Reykjalund fá mat á því hvort súrefnisskortur er til staðar. Sumir þurfa súrefni allan sólarhringinn en öðrum dugar að hafa viðbótarsúrefni við áreynslu og/eða á næturnar. Við langvarandi súrefnisskort er hætta á versnun annarra sjúkdóma, sem veldur auknu álagi fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Eingöngu er hægt að gefa súrefni í formi lofts en þá þarf að nota búnað/hjálpartæki sem annaðhvort geymir súrefnið sem lofttegund í kút (súrefniskút) eða þjappar því jafnóðum saman (súrefnissía) og gefur í hærri prósentu en er til staðar í andrúmsloftinu. Allir sem nota súrefni á Reykjalundi fá hóp- eða einstaklingsfræðslu, þar sem þeim gefst kostur á að ræða um reynslu sína af því að nota viðbótarsúrefni. Farið er yfir bjargráð varðandi súrefnisnotkunina og reynt að styðja fólk í þeirri breytingu sem óneitanlega fylgir. Oft kemur það fram í umræðunni að búnaðurinn/hjálpartækið sem fólk fær úthlutað veldur þeim erfiðleikum í daglegu lífi, s.s. að fara út úr húsi, í félagsstarf, ferðalög og jafnvel í vinnu. Súrefniskútar eru þungir og notandinn þarf að gera áætlanir um ferðir sínar og vita hve lengi kúturinn endist. Súrefnisgjöfin sjálf er þannig orðin hindrun við virkni í daglegu lífi.Ekki til nóg af ferðasúrefnissíum Óskastaða flestra er að fá búnað sem er léttur, endingargóður og þægilegt að ferðast með. Því miður er staðan ekki þannig hér á Íslandi því ekki er til nægjanlegur fjöldi af ferðasúrefnissíum. Mörgum finnst þeim vera mismunað þegar þeir sjá að aðrir í sömu stöðu fá léttan búnað, eða búnað sem þeir sjálfir óska sér. Stuðla þarf að aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuaðila og stjórnvalda og hafa þá í huga „lög um réttindi sjúklinga“ (1997 nr. 74 28. maí). Mikilvægt er að meta þörf hvers og eins súrefnisþega þannig að hægt verði að bjóða öllum þá bestu mögulegu meðferð og búnað sem völ er á á hverjum tíma. Allir þurfa nefnilega súrefni til að lifa. Með góðri samvinnu um þetta mikilvæga réttlætismál má búast við virkari þátttöku súrefnisþega í daglegu lífi, bæta lífsánægju þeirra, þrek og úthald. Þannig má bæta árum við líf sjúklinga og lífi við árin og draga úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið því með viðeigandi meðferð má fækka veikindadögum, heimsóknum á heilsugæslu og innlögnum á sjúkrahús. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun