Góð kaka fengin að láni gefin áfram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2017 09:00 Ljúffengur eftirréttur yfir páskahátíðina. Vísir/AntonBrink „Það er lítið mál að gera þessa ostaköku. Hún er hræðilega einföld og hrikalega góð. Svo er aukameðlæti með henni ef einhver vill spreyta sig, en takið eftir að það þarf að gera hvíta súkkulaðið daginn áður,“ segir Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari. Hann brást vel við þegar hann var beðinn um uppskrift að ljúffengum eftirrétti sem prýtt gæti páskaborð.Vigdís May Diem Vo, konditor.Vísir/Anton BrinkLeifur er nýbúinn að opna nýjan veitingastað, Marshall restaurant og bar á Grandagarði. Þar er Vigdís May Diem Vo konditor hans hægri hönd þegar kemur að kökum og það er hún sem á flest handtökin við kökuna sem hér birtist mynd af.Leifur Kolbeinsson kokkur í önnum í eldhúsinu. Vísir/GVASagan á bak við kökuna En Leifur lumar á lítilli sögu á bak við þessa köku. „Ég fékk þessa köku lánaða með góðum hætti á litlum veitingastað í San Sebastian á Spáni. Staðurinn heitir Lavina og á matseðlinum hjá mér skíri ég kökuna Ostakaka Lavína. Þetta er er lítill tapasbar og nánast það eina sem veitingamaðurinn gerir er að afgreiða þessa köku. Það er alltaf fullt þarna, alla daga og öll kvöld.“Ein fögur og ljúffeng.Vísir/Anton BrinkLeifur sýnir í raun ótrúlegt örlæti með því að gefa þjóðinni hlutdeild í þessu ævintýri. Hann útskýrir það svona. „Af því ég fékk kökuna lánaða svo fallega hjá Lavina þá gef ég hana áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið
„Það er lítið mál að gera þessa ostaköku. Hún er hræðilega einföld og hrikalega góð. Svo er aukameðlæti með henni ef einhver vill spreyta sig, en takið eftir að það þarf að gera hvíta súkkulaðið daginn áður,“ segir Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari. Hann brást vel við þegar hann var beðinn um uppskrift að ljúffengum eftirrétti sem prýtt gæti páskaborð.Vigdís May Diem Vo, konditor.Vísir/Anton BrinkLeifur er nýbúinn að opna nýjan veitingastað, Marshall restaurant og bar á Grandagarði. Þar er Vigdís May Diem Vo konditor hans hægri hönd þegar kemur að kökum og það er hún sem á flest handtökin við kökuna sem hér birtist mynd af.Leifur Kolbeinsson kokkur í önnum í eldhúsinu. Vísir/GVASagan á bak við kökuna En Leifur lumar á lítilli sögu á bak við þessa köku. „Ég fékk þessa köku lánaða með góðum hætti á litlum veitingastað í San Sebastian á Spáni. Staðurinn heitir Lavina og á matseðlinum hjá mér skíri ég kökuna Ostakaka Lavína. Þetta er er lítill tapasbar og nánast það eina sem veitingamaðurinn gerir er að afgreiða þessa köku. Það er alltaf fullt þarna, alla daga og öll kvöld.“Ein fögur og ljúffeng.Vísir/Anton BrinkLeifur sýnir í raun ótrúlegt örlæti með því að gefa þjóðinni hlutdeild í þessu ævintýri. Hann útskýrir það svona. „Af því ég fékk kökuna lánaða svo fallega hjá Lavina þá gef ég hana áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið