Dæmalaus ósvífni Kristín Björk Jónsdóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 Ósvífnasta „dópingsvindl“ sem þú veist um. Með þessari dæmalausu ósvífni endaði nýjasta greinin þín sem þú skrifaðir þann 16. mars síðastliðinn. Það er óþolandi að sitja stöðugt undir ásökunum þínum, nú síðast nærri 16 árum eftir að ég var sýknuð af Lyfjadómstóli ÍSÍ. Svo virðist sem þú hafir aldrei áttað þig á kjarna þessa máls, eða það sem verra er, viljir ekki gera það andstætt betri vitund. Ég er körfuknattleikskonan sem fékk árið 1997 greiningu hjá bæði heimilislækni og lungnasérfræðingi um astma og áreynsluastma og uppáskrift um viðeigandi innöndunarlyf í framhaldinu. Í lyfjaprófinu umrædda árið 2001, eins barnslega og það hljómar, láðist mér að taka fram að ég væri á umræddu astmalyfi. Það voru mistök sem samkvæmt ströngustu reglum var samt sem áður ekki nægjanlega alvarlegt brot til að gert væri ráð fyrir viðurlögum samkvæmt lagabókstafnum sem um málið gilti. Því var ég sýknuð af dómstólnum sem í sat mikilsmetið fagfólk með þekkingu á svið lífvísinda og lögfræði. Í málinu var ljóst að mér höfðu orðið á mistök sem enginn ásetningur lá á bak við en þau var sem betur fer hægt að útskýra með einföldum hætti. Læknaskýrslur um greiningu mína voru lagðar fram ásamt álitsgerð prófessors um að lyfið væri ekki árangursbætandi en gott til að meðhöndla áreynsluastma. Hefur einhver einhvern tímann heyrt um að körfuboltamaður hafi notað astmapúst til að bæta árangur í íþrótt sinni? Þannig var óvart framið brot á formsatriðum sem voru leiðrétt og báru ekki með sér nein refsiákvæði. Það kom einnig skýrt fram í yfirlýsingu frá alþjóða körfuknattleikssambandinu FIBA sem var að finna í málsgögnunum en þú reyndir að stinga undir stól á einstaklega óheiðarlegan hátt. Ef lyfið væri árangursbætandi eða ef ég hefði verið að taka það án ávísunar læknis skildi ég kannski heift þína. Miðað við staðreyndir málsins er hins vegar óskiljanlegt hvernig þú virðist hafa bitið þetta mál í þig eins og raun ber vitni. Ef það er vegna gremju út í tengdaföður minn út af alls óskyldum málum bið ég þig að láta af þessari vindmylluorrustu sem lýsir sér sem ítrekuð og fólskuleg árás að mér og mínum íþróttaferli. Einbeittu þér þá frekar að honum einum, hann er alveg maður til þess að svara sjálfur fyrir sig. Ég var fyrirliði míns félagsliðs og landsliðsleikmaður og tók þau hlutverk alvarlega. Ég hefði aldrei reynt að ná mér í forskot með óheiðarlegum hætti. Hver sem kynnir sér málið sér að það snerist ekki um firnaflókið samsæri til að tryggja að tengdadóttir Kára Stefánssonar kæmist upp með að gera sig að ofurhetju með pústi af leyfðu en tilkynningarskyldu astmalyfi sem hún var með læknaávísun fyrir, heldur er hér á ferðinni árátta sorgmædds einstaklings sem virðist ekki sætta sig við staðreyndir og dómsniðurstöðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ósvífnasta „dópingsvindl“ sem þú veist um. Með þessari dæmalausu ósvífni endaði nýjasta greinin þín sem þú skrifaðir þann 16. mars síðastliðinn. Það er óþolandi að sitja stöðugt undir ásökunum þínum, nú síðast nærri 16 árum eftir að ég var sýknuð af Lyfjadómstóli ÍSÍ. Svo virðist sem þú hafir aldrei áttað þig á kjarna þessa máls, eða það sem verra er, viljir ekki gera það andstætt betri vitund. Ég er körfuknattleikskonan sem fékk árið 1997 greiningu hjá bæði heimilislækni og lungnasérfræðingi um astma og áreynsluastma og uppáskrift um viðeigandi innöndunarlyf í framhaldinu. Í lyfjaprófinu umrædda árið 2001, eins barnslega og það hljómar, láðist mér að taka fram að ég væri á umræddu astmalyfi. Það voru mistök sem samkvæmt ströngustu reglum var samt sem áður ekki nægjanlega alvarlegt brot til að gert væri ráð fyrir viðurlögum samkvæmt lagabókstafnum sem um málið gilti. Því var ég sýknuð af dómstólnum sem í sat mikilsmetið fagfólk með þekkingu á svið lífvísinda og lögfræði. Í málinu var ljóst að mér höfðu orðið á mistök sem enginn ásetningur lá á bak við en þau var sem betur fer hægt að útskýra með einföldum hætti. Læknaskýrslur um greiningu mína voru lagðar fram ásamt álitsgerð prófessors um að lyfið væri ekki árangursbætandi en gott til að meðhöndla áreynsluastma. Hefur einhver einhvern tímann heyrt um að körfuboltamaður hafi notað astmapúst til að bæta árangur í íþrótt sinni? Þannig var óvart framið brot á formsatriðum sem voru leiðrétt og báru ekki með sér nein refsiákvæði. Það kom einnig skýrt fram í yfirlýsingu frá alþjóða körfuknattleikssambandinu FIBA sem var að finna í málsgögnunum en þú reyndir að stinga undir stól á einstaklega óheiðarlegan hátt. Ef lyfið væri árangursbætandi eða ef ég hefði verið að taka það án ávísunar læknis skildi ég kannski heift þína. Miðað við staðreyndir málsins er hins vegar óskiljanlegt hvernig þú virðist hafa bitið þetta mál í þig eins og raun ber vitni. Ef það er vegna gremju út í tengdaföður minn út af alls óskyldum málum bið ég þig að láta af þessari vindmylluorrustu sem lýsir sér sem ítrekuð og fólskuleg árás að mér og mínum íþróttaferli. Einbeittu þér þá frekar að honum einum, hann er alveg maður til þess að svara sjálfur fyrir sig. Ég var fyrirliði míns félagsliðs og landsliðsleikmaður og tók þau hlutverk alvarlega. Ég hefði aldrei reynt að ná mér í forskot með óheiðarlegum hætti. Hver sem kynnir sér málið sér að það snerist ekki um firnaflókið samsæri til að tryggja að tengdadóttir Kára Stefánssonar kæmist upp með að gera sig að ofurhetju með pústi af leyfðu en tilkynningarskyldu astmalyfi sem hún var með læknaávísun fyrir, heldur er hér á ferðinni árátta sorgmædds einstaklings sem virðist ekki sætta sig við staðreyndir og dómsniðurstöðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun