Þjóðarglæpur að nota ríkissjóð sem féþúfu Vilhelm Jónsson skrifar 30. mars 2017 07:00 Stærsta og umdeildasta verkefni Íslandssögunnar er að nýr Landspítali geti risið sem fyrst á nýjum og betri stað. Mikilvægast er hins vegar að vandað sé vel til verka og ekki látið stjórnast af ábyrgðarleysi, þótt mikið liggi við. Ríkisstjórn ásamt öðrum stjórnmálaöflum ber siðferðisleg skylda til að huga að þjóðarsátt um byggingu spítalans og staðsetningu hans áður en meiri skaði hlýst af. Ítrekað hefur verið bent á að núverandi staðarval sé óásættanlegt og verði alltof dýr og tímafrek framkvæmd sem verði aldrei kláruð. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju vegna breyttra forsenda og hagkvæmnissjónarmiða, þótt þrýstingur sé mikill ekki síst frá hagsmunaöflum sem svífast einskis til að nota ríkissjóð sem féþúfu, gagnvart staðarvali og hönnun spítalans. Ríkissjóður hefur takmarkaða burði til að ráðast í byggingu Landspítalans, allra síst á uppgangstímum og ekki er búið að tryggja þjóðarsátt um staðarval. Uppbyggingu við Hringbraut þarf að endurmeta ásamt áreiðanleikakönnun af óhlutdrægum aðilum sem stjórnast ekki af sérhagsmunagæslu og láta sig engu varða hvað komi samfélaginu best. Enginn Íslendingur gerir lítið úr því að það þurfi að reisa nýjan spítala sem fyrst. Skilvirkasta og besta leiðin er að endurmeta staðarval, breyttar forsendur og hraða verkinu ásamt áætlunargerð af mönnum sem eru til þess bærir. Eðlilegast er að bjóða verkið út í heild sinni ásamt skipulags- og undirbúningsvinnu á nýjum stað, t.d. við Vífilsstaði eða í austurhluta borgarinnar, þar sem Hring- og Miklubraut munu ekki anna meiri umferð til lengri tíma litið. Byggingarsvæðið er þröngt og staðsetning erfið ásamt að standa á klöpp sem mun stórauka kostnað og valda ómældum erfiðleikum og töfum. Jarðvegsframkvæmdir og aðliggjandi aðgengi stofnbrauta, sem þarf að púsla saman á núverandi stað, munu velta á tugmilljarða kostnaðarauka, en ef önnur og betri staðsetning yrði fyrir valinu þegar raunverulegt uppgjör kemur í ljós. Tímafrekar og kostnaðarsamar jarðvegsframkvæmdir þurfa að eiga sér stað með flutningum og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum sem þarf að stórauka. Milljónir rúmmetrar efnisflutninga þurfa að eiga sér stað við þröngar og erfiðar aðstæður. Óbreytt staðarval Landspítalans mun smám saman seinka uppbyggingu og verða breytingum háð með tilheyrandi hávaða, ráðaleysi og skömm þar sem enginn mun axla ábyrgð. Framkvæmdin á eftir að reyna mikið á þolrif sjúklinga og starfsfólks ásamt nágrannabyggð. Það á ekki að þurfa að eyða milljörðum í atvinnubótavinnu arkitektum og verkfræðistofum til handa og öðrum fræðingum til að finna upp hjólið við að yfirfæra (kópera) hönnun sjúkrahúsbygginga nágrannalanda með ótæpilegum kostnaði. Íslenskir hönnuðir hafa enga kunnáttu til að útfæra hátæknisjúkrahús. Fljótlegasta og hagkvæmasta leiðin er að bjóða út byggingu spítalans í heild með verulegum kvöðum til að stytta byggingartímann. Íslendingar eru óhæfir til að vinna verk af þessari stærðargráðu á vitrænu verði og sýna fyrirhyggju á uppgangstímum. Við huglægt mat bendir margt til þess að fjármunum sé mokað eftirlitslítið í hönnunar- og verkfræðikostnað ásamt ómarkvissu verklagi. Eðlilegast væri að skoða hvað standi að baki fjármunum sem búið er að setja í verkið og að íhugað sé hver líklegur hönnunar- og heildarkostnaður verði en ekki styðjast við óábyrgar og hlutdrægar getgátur. Þótt búið sé að setja töluverða fjármuni í hönnunar- og annan undirbúningskostnað er ekki komin nein heildræn eða skilvirk áætlun um framhald byggingarinnar. Taka þarf meiri hagsmuni fram yfir minni þó svo að nokkrir milljarðar liggi undir. Stjórnvöld hafa áratugum saman vaðið áfram af fyrirhyggju- og skeytingarleysi gagnvart kostnaðaráætlunum. Óafturkræf mistök munu verða þjóðinni dýr og valda miklum skaða verði haldið áfram að klastra upp skúrbyggingapúsli Landspítalans við Hringbraut. Verkinu mun aldrei ljúka og allir munu sverja af sér ábyrgð. Þingheimur og stjórnsýsla eru of oft ábyrgðarlaus og munu frekar láta tugi milljarða úr ríkissjóði fara í súginn en að taka upplýstar ákvarðanir og viðurkenna að upphaflegar forsendur séu löngu brostnar. Enn er hægt að afstýra þjóðarglæp, eðlilegast er að áreiðanleikakönnun verði gerð af óhlutdrægum aðilum hvar, hvernig og hvenær réttast sé að byggja nýtt sjúkrahús með skjótum og markvissum hætti. Samfélagið mun líða stórlega fyrir verði vaðið af stað vanhugsað með stærstu og dýrustu byggingu Íslandssögunnar á þenslutímum. Fari verðbólga af stað mun heilbrigðiskerfið ekki fara varhluta af því og samfélagið fara í enn frekari upplausn, ásamt því að ógna lífi og heilsu þeirra sem eru veikir fyrir eða bera minna úr býtum. Handahófskennd yfirlýsing sem stjórnmálaleiðtogar slengdu fram við stjórnarmyndun að byggingu Landspítalans ætti að vera lokið 2023 gefur fyllilega til kynna óvönduð vinnubrögð. Þúsundir geta ekki eignast heimili vegna ójafnvægis á byggingarmarkaði, engu að síður hika stjórnvöld ekki við að koma með innantóm loforð, þó svo að engin heildstæð framtíðaráætlun sé til staðar. Hvort svo sem um er að ræða nýjan Landspítala eða uppbyggingu þúsunda íbúða og hvert skuli haldið með frekari hóteluppbyggingu. Stjórnvöld hægri sem vinstri hafa undangengin ár rænt tugþúsunda heimila lífshamingju og viðurværi eftir glæpsamlega stjórnsýslu og ógegnsætt skuldauppgjör, þar sem of margir hafa þurft að gjalda með lífi sínu og lífshamingju. Vart líður sá dagur að ekki hvíni í fjölmiðlunum hvernig spilling, vafasamt og ógegnsætt verklag viðgengst. Þjóðþekktir embættismenn ásamt þingmönnum og ráðherrum eru ekki undanskildir því að fara fram með óábyrgum hætti og innherjasvikum til að hygla sér og sínum. Stjórnmálamönnum virðist fyrirmunað að geta hlustað á þjóðina og tileinkað sér ný vinnubrögð. Þjóðin verður að ná sátt um að byggja nýjan og glæsilegan spítala með markvissum og öruggum hætti sem er ekki að byggja á röngum stað á uppgangstímum, öðruvísi en að verða alltof dýr og ýta undir óstöðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Stærsta og umdeildasta verkefni Íslandssögunnar er að nýr Landspítali geti risið sem fyrst á nýjum og betri stað. Mikilvægast er hins vegar að vandað sé vel til verka og ekki látið stjórnast af ábyrgðarleysi, þótt mikið liggi við. Ríkisstjórn ásamt öðrum stjórnmálaöflum ber siðferðisleg skylda til að huga að þjóðarsátt um byggingu spítalans og staðsetningu hans áður en meiri skaði hlýst af. Ítrekað hefur verið bent á að núverandi staðarval sé óásættanlegt og verði alltof dýr og tímafrek framkvæmd sem verði aldrei kláruð. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju vegna breyttra forsenda og hagkvæmnissjónarmiða, þótt þrýstingur sé mikill ekki síst frá hagsmunaöflum sem svífast einskis til að nota ríkissjóð sem féþúfu, gagnvart staðarvali og hönnun spítalans. Ríkissjóður hefur takmarkaða burði til að ráðast í byggingu Landspítalans, allra síst á uppgangstímum og ekki er búið að tryggja þjóðarsátt um staðarval. Uppbyggingu við Hringbraut þarf að endurmeta ásamt áreiðanleikakönnun af óhlutdrægum aðilum sem stjórnast ekki af sérhagsmunagæslu og láta sig engu varða hvað komi samfélaginu best. Enginn Íslendingur gerir lítið úr því að það þurfi að reisa nýjan spítala sem fyrst. Skilvirkasta og besta leiðin er að endurmeta staðarval, breyttar forsendur og hraða verkinu ásamt áætlunargerð af mönnum sem eru til þess bærir. Eðlilegast er að bjóða verkið út í heild sinni ásamt skipulags- og undirbúningsvinnu á nýjum stað, t.d. við Vífilsstaði eða í austurhluta borgarinnar, þar sem Hring- og Miklubraut munu ekki anna meiri umferð til lengri tíma litið. Byggingarsvæðið er þröngt og staðsetning erfið ásamt að standa á klöpp sem mun stórauka kostnað og valda ómældum erfiðleikum og töfum. Jarðvegsframkvæmdir og aðliggjandi aðgengi stofnbrauta, sem þarf að púsla saman á núverandi stað, munu velta á tugmilljarða kostnaðarauka, en ef önnur og betri staðsetning yrði fyrir valinu þegar raunverulegt uppgjör kemur í ljós. Tímafrekar og kostnaðarsamar jarðvegsframkvæmdir þurfa að eiga sér stað með flutningum og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum sem þarf að stórauka. Milljónir rúmmetrar efnisflutninga þurfa að eiga sér stað við þröngar og erfiðar aðstæður. Óbreytt staðarval Landspítalans mun smám saman seinka uppbyggingu og verða breytingum háð með tilheyrandi hávaða, ráðaleysi og skömm þar sem enginn mun axla ábyrgð. Framkvæmdin á eftir að reyna mikið á þolrif sjúklinga og starfsfólks ásamt nágrannabyggð. Það á ekki að þurfa að eyða milljörðum í atvinnubótavinnu arkitektum og verkfræðistofum til handa og öðrum fræðingum til að finna upp hjólið við að yfirfæra (kópera) hönnun sjúkrahúsbygginga nágrannalanda með ótæpilegum kostnaði. Íslenskir hönnuðir hafa enga kunnáttu til að útfæra hátæknisjúkrahús. Fljótlegasta og hagkvæmasta leiðin er að bjóða út byggingu spítalans í heild með verulegum kvöðum til að stytta byggingartímann. Íslendingar eru óhæfir til að vinna verk af þessari stærðargráðu á vitrænu verði og sýna fyrirhyggju á uppgangstímum. Við huglægt mat bendir margt til þess að fjármunum sé mokað eftirlitslítið í hönnunar- og verkfræðikostnað ásamt ómarkvissu verklagi. Eðlilegast væri að skoða hvað standi að baki fjármunum sem búið er að setja í verkið og að íhugað sé hver líklegur hönnunar- og heildarkostnaður verði en ekki styðjast við óábyrgar og hlutdrægar getgátur. Þótt búið sé að setja töluverða fjármuni í hönnunar- og annan undirbúningskostnað er ekki komin nein heildræn eða skilvirk áætlun um framhald byggingarinnar. Taka þarf meiri hagsmuni fram yfir minni þó svo að nokkrir milljarðar liggi undir. Stjórnvöld hafa áratugum saman vaðið áfram af fyrirhyggju- og skeytingarleysi gagnvart kostnaðaráætlunum. Óafturkræf mistök munu verða þjóðinni dýr og valda miklum skaða verði haldið áfram að klastra upp skúrbyggingapúsli Landspítalans við Hringbraut. Verkinu mun aldrei ljúka og allir munu sverja af sér ábyrgð. Þingheimur og stjórnsýsla eru of oft ábyrgðarlaus og munu frekar láta tugi milljarða úr ríkissjóði fara í súginn en að taka upplýstar ákvarðanir og viðurkenna að upphaflegar forsendur séu löngu brostnar. Enn er hægt að afstýra þjóðarglæp, eðlilegast er að áreiðanleikakönnun verði gerð af óhlutdrægum aðilum hvar, hvernig og hvenær réttast sé að byggja nýtt sjúkrahús með skjótum og markvissum hætti. Samfélagið mun líða stórlega fyrir verði vaðið af stað vanhugsað með stærstu og dýrustu byggingu Íslandssögunnar á þenslutímum. Fari verðbólga af stað mun heilbrigðiskerfið ekki fara varhluta af því og samfélagið fara í enn frekari upplausn, ásamt því að ógna lífi og heilsu þeirra sem eru veikir fyrir eða bera minna úr býtum. Handahófskennd yfirlýsing sem stjórnmálaleiðtogar slengdu fram við stjórnarmyndun að byggingu Landspítalans ætti að vera lokið 2023 gefur fyllilega til kynna óvönduð vinnubrögð. Þúsundir geta ekki eignast heimili vegna ójafnvægis á byggingarmarkaði, engu að síður hika stjórnvöld ekki við að koma með innantóm loforð, þó svo að engin heildstæð framtíðaráætlun sé til staðar. Hvort svo sem um er að ræða nýjan Landspítala eða uppbyggingu þúsunda íbúða og hvert skuli haldið með frekari hóteluppbyggingu. Stjórnvöld hægri sem vinstri hafa undangengin ár rænt tugþúsunda heimila lífshamingju og viðurværi eftir glæpsamlega stjórnsýslu og ógegnsætt skuldauppgjör, þar sem of margir hafa þurft að gjalda með lífi sínu og lífshamingju. Vart líður sá dagur að ekki hvíni í fjölmiðlunum hvernig spilling, vafasamt og ógegnsætt verklag viðgengst. Þjóðþekktir embættismenn ásamt þingmönnum og ráðherrum eru ekki undanskildir því að fara fram með óábyrgum hætti og innherjasvikum til að hygla sér og sínum. Stjórnmálamönnum virðist fyrirmunað að geta hlustað á þjóðina og tileinkað sér ný vinnubrögð. Þjóðin verður að ná sátt um að byggja nýjan og glæsilegan spítala með markvissum og öruggum hætti sem er ekki að byggja á röngum stað á uppgangstímum, öðruvísi en að verða alltof dýr og ýta undir óstöðugleika.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun