Um greinina "Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda“ Einar G. Pétursson skrifar 30. mars 2017 07:00 Í Fréttablaðinu 2. mars síðastliðinn birtist viðtal við Viðar Hreinsson (VH): „Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda.“ Það birtist í tilefni þess að daginn áður var honum veitt viðurkenning Hagþenkis fyrir bókina: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Hér verða gerðar nokkrar athugasemdir. Þar segir VH: „Svo komst ég í rannsóknarverkefni upp úr 1990 sem Sverrir Tómasson stýrði á viðtökum Snorra Eddu og þá náði ég að sökkva mér aðeins betur ofan í kallinn.“ Ekki var þess getið að þeir Sverrir fengu hjá mér uppskriftir af tveimur ritum Jóns lærða, Samantektum um skilning á Eddu og Tíðfordrífi, sem bæði voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup Sveinsson. Þeir treystu sér ekki til að skoða órannsökuð pappírshandrit Snorra Eddu frá 17. öld. Árið 1996 kom út bókin: Guðamjöður og arnarleir undir ritstjórn Sverris Tómassonar, en þar skrifaði VH greinina: „Tvær heimsmyndir á 17. öld. Snorra Edda í túlkun Jóns Guðmundssonar lærða (1574-1658).“ Í greininni er mikil áhersla lögð á að Jón lærði hafi verið óskólagenginn og hugmyndir hans þar af leiðandi frábrugðnar hugmyndum lærðra manna. Gunnar Karlsson prófessor í heiðursriti Lofts Guttormssonar og Nanna Ólafsdóttir magister í tímaritinu 19. júní 1968 könnuðu stéttaruppruna stúdenta og var niðurstaða beggja að allt að 40 prósent íslenskra stúdenta hafi á seinni öldum verið úr bændastétt. Hérlendis gat ekki verið mikill stéttamunur milli skólagenginna og óskólagenginna. VH segir um Jón í greininni (s. 124): „Jón var nánast utangarðsmaður í félagslegum og fræðilegum skilningi.“ Þetta stenst ekki því að upp úr 1620 samdi hann Grænlands annál fyrir lærdómsmenn á Hólum og var um sama leyti í sambandi við fræðimenn í Skálholti. Í nýútkominni bók VH er bætt við „nýjum hugmyndum“ um að Jón lærði hafi unnið að fræðistörfum á Hólum og Skálholti. Jón lærði vann ásamt fleirum fyrir fræðamiðstöðvarnar í Skálholti og á Hólum og skrifaði m. a. fyrir Brynjólf Sveinsson biskup fyrrnefnd rit og ævikvæðið Fjölmóð.Lýstu yfir mikillli undrun Árið 1998 kom frá minni hendi í tveimur bindum Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, þar sem gefnar voru út: Samantektir um skilning á Eddu og skýringar Jóns á Brynhildarljóðum í Völsunga sögu. Bæði þau rit voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup vegna þess að hann ætlaði að skrifa rit um fornan norrænan átrúnað. Fremst í Edduritunum er nokkuð um upphaf mikilvægrar fræðistarfsemi á 17. öld, yfirlit um ævi Jóns lærða og ritstörf. Þar sem ljóst er, að kenningaar VH standast ekki, var ekki getið rannsókna hans; Jón lærði var ekki einangraður frá lærðum mönnum og hann var ekki fræðilegur utangarðsmaður. Þar sem ritið var doktorsritgerð var það metið af sérfróðum mönnum og andmælin prentuð í 11. bindi Griplu árið 2000. Mjög margir hafa komið að máli við mig og lýst yfir mikilli undrun yfir því að í umræðum um bók VH skuli bók mín: Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða ekki hafa heyrst nefnd. Sama er einnig um vandaða bók: Í spor Jóns lærða, sem kom 2013 undir ritstjórn Hjörleifs Guttormssonar. Eftir að ritdómur Sölva Sveinssonar um bók VH birtist í Morgunblaðinu 12. jan. „Hverju getur einn maður áorkað?“ fannst mér brýn ástæða til að skrifa í Morgunblaðið 17. febr.: „Fáeinar athugasemdir um bók Viðars Hreinssonar, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar.“ Í sama blaði birtist 23. febr. svar eftir VH: „14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða.“ Hér verður aðeins getið dæma um vinnubrögð VH. 4. liður er svohljóðandi: „„Ekki verður séð hvaða heimildir VH hafði er hann fullyrti að Jón lærði hafi [hér voru felld niður orðin „á Skarði“] komist í skrifaða grasabók Jóns biskups Halldórssonar,„ segir EGP. Í lok efnisgreinar um það atriði vísa ég í Tíðfordríf Jóns, 7v-8r. Þar er óljós klausa um grasabækur, skrifaðar og prentaðar. Sumar sá hann á Skarði þó að ekki sé það óyggjandi að hann hafi séð þá skrifuðu þar. Það er þó aukaatriði.“ (Leturbreyting EGP) Hvað segir þetta lesendum? 5. liður VH. Um ferðir Jóns lærða til Hóla. Niðurlagsorð VH eru: „Þessi atriði samanlögð benda til þess að Jón hafi komið til Hóla um þetta leyti.“ Þá er spurningin um hvaða leyti, en ýmis ár koma til greina. Hvers vegna gat Jón lærði ekki um neina ferð til Hóla í Fjölmóði? 6. liður VH. „EGP segir að ótrúlega víða séu undarlegar fullyrðingar og kveðst taka örfá dæmi af mörgum. Þetta er gamalt bragð, að segja að tekin dæmi séu aðeins lítill hluti af heild. Ég set oft fram tilgátur en tek um leið fram að þær þurfi að skoða betur.“ Hér er ein „undarleg fullyrðing“: Á s. 69 segir VH: „Jón virðist hafa talið að bezóar fyndist líka í höfði hrafnsins og kallar hann stundum lífstein.“ Á s. 549 segir VH: „Drepið hefur verið á ... lífsteininn bezóar úr hrafnshöfði“. Bezoar úr hrafnshöfði er uppáfinning VH. Þegar lesandi sér svona miklar villur þar sem hann þekkir til hlýtur hann að verða tortrygginn á annað og vantreysta bókinni: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Af því sem að ofan er rakið er ljóst að bók VH gæti komið miklu rugli á ról. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 2. mars síðastliðinn birtist viðtal við Viðar Hreinsson (VH): „Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda.“ Það birtist í tilefni þess að daginn áður var honum veitt viðurkenning Hagþenkis fyrir bókina: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Hér verða gerðar nokkrar athugasemdir. Þar segir VH: „Svo komst ég í rannsóknarverkefni upp úr 1990 sem Sverrir Tómasson stýrði á viðtökum Snorra Eddu og þá náði ég að sökkva mér aðeins betur ofan í kallinn.“ Ekki var þess getið að þeir Sverrir fengu hjá mér uppskriftir af tveimur ritum Jóns lærða, Samantektum um skilning á Eddu og Tíðfordrífi, sem bæði voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup Sveinsson. Þeir treystu sér ekki til að skoða órannsökuð pappírshandrit Snorra Eddu frá 17. öld. Árið 1996 kom út bókin: Guðamjöður og arnarleir undir ritstjórn Sverris Tómassonar, en þar skrifaði VH greinina: „Tvær heimsmyndir á 17. öld. Snorra Edda í túlkun Jóns Guðmundssonar lærða (1574-1658).“ Í greininni er mikil áhersla lögð á að Jón lærði hafi verið óskólagenginn og hugmyndir hans þar af leiðandi frábrugðnar hugmyndum lærðra manna. Gunnar Karlsson prófessor í heiðursriti Lofts Guttormssonar og Nanna Ólafsdóttir magister í tímaritinu 19. júní 1968 könnuðu stéttaruppruna stúdenta og var niðurstaða beggja að allt að 40 prósent íslenskra stúdenta hafi á seinni öldum verið úr bændastétt. Hérlendis gat ekki verið mikill stéttamunur milli skólagenginna og óskólagenginna. VH segir um Jón í greininni (s. 124): „Jón var nánast utangarðsmaður í félagslegum og fræðilegum skilningi.“ Þetta stenst ekki því að upp úr 1620 samdi hann Grænlands annál fyrir lærdómsmenn á Hólum og var um sama leyti í sambandi við fræðimenn í Skálholti. Í nýútkominni bók VH er bætt við „nýjum hugmyndum“ um að Jón lærði hafi unnið að fræðistörfum á Hólum og Skálholti. Jón lærði vann ásamt fleirum fyrir fræðamiðstöðvarnar í Skálholti og á Hólum og skrifaði m. a. fyrir Brynjólf Sveinsson biskup fyrrnefnd rit og ævikvæðið Fjölmóð.Lýstu yfir mikillli undrun Árið 1998 kom frá minni hendi í tveimur bindum Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, þar sem gefnar voru út: Samantektir um skilning á Eddu og skýringar Jóns á Brynhildarljóðum í Völsunga sögu. Bæði þau rit voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup vegna þess að hann ætlaði að skrifa rit um fornan norrænan átrúnað. Fremst í Edduritunum er nokkuð um upphaf mikilvægrar fræðistarfsemi á 17. öld, yfirlit um ævi Jóns lærða og ritstörf. Þar sem ljóst er, að kenningaar VH standast ekki, var ekki getið rannsókna hans; Jón lærði var ekki einangraður frá lærðum mönnum og hann var ekki fræðilegur utangarðsmaður. Þar sem ritið var doktorsritgerð var það metið af sérfróðum mönnum og andmælin prentuð í 11. bindi Griplu árið 2000. Mjög margir hafa komið að máli við mig og lýst yfir mikilli undrun yfir því að í umræðum um bók VH skuli bók mín: Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða ekki hafa heyrst nefnd. Sama er einnig um vandaða bók: Í spor Jóns lærða, sem kom 2013 undir ritstjórn Hjörleifs Guttormssonar. Eftir að ritdómur Sölva Sveinssonar um bók VH birtist í Morgunblaðinu 12. jan. „Hverju getur einn maður áorkað?“ fannst mér brýn ástæða til að skrifa í Morgunblaðið 17. febr.: „Fáeinar athugasemdir um bók Viðars Hreinssonar, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar.“ Í sama blaði birtist 23. febr. svar eftir VH: „14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða.“ Hér verður aðeins getið dæma um vinnubrögð VH. 4. liður er svohljóðandi: „„Ekki verður séð hvaða heimildir VH hafði er hann fullyrti að Jón lærði hafi [hér voru felld niður orðin „á Skarði“] komist í skrifaða grasabók Jóns biskups Halldórssonar,„ segir EGP. Í lok efnisgreinar um það atriði vísa ég í Tíðfordríf Jóns, 7v-8r. Þar er óljós klausa um grasabækur, skrifaðar og prentaðar. Sumar sá hann á Skarði þó að ekki sé það óyggjandi að hann hafi séð þá skrifuðu þar. Það er þó aukaatriði.“ (Leturbreyting EGP) Hvað segir þetta lesendum? 5. liður VH. Um ferðir Jóns lærða til Hóla. Niðurlagsorð VH eru: „Þessi atriði samanlögð benda til þess að Jón hafi komið til Hóla um þetta leyti.“ Þá er spurningin um hvaða leyti, en ýmis ár koma til greina. Hvers vegna gat Jón lærði ekki um neina ferð til Hóla í Fjölmóði? 6. liður VH. „EGP segir að ótrúlega víða séu undarlegar fullyrðingar og kveðst taka örfá dæmi af mörgum. Þetta er gamalt bragð, að segja að tekin dæmi séu aðeins lítill hluti af heild. Ég set oft fram tilgátur en tek um leið fram að þær þurfi að skoða betur.“ Hér er ein „undarleg fullyrðing“: Á s. 69 segir VH: „Jón virðist hafa talið að bezóar fyndist líka í höfði hrafnsins og kallar hann stundum lífstein.“ Á s. 549 segir VH: „Drepið hefur verið á ... lífsteininn bezóar úr hrafnshöfði“. Bezoar úr hrafnshöfði er uppáfinning VH. Þegar lesandi sér svona miklar villur þar sem hann þekkir til hlýtur hann að verða tortrygginn á annað og vantreysta bókinni: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Af því sem að ofan er rakið er ljóst að bók VH gæti komið miklu rugli á ról. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun