Stjórnarskrárbrot skattstjóra Gunnar Þór Gíslason skrifar 30. mars 2017 07:00 Síld og fiskur ehf., sem er kjötvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði, hefur frá því á árinu 2010 átt í deilum við ríkisskattstjóra um álagningu búnaðargjalds. Deilunum við ríkisskattstjóra lauk með því að starfsmenn embættisins mættu í vinnu á gamlársdag 2013 til að leggja á félagið búnaðargjald upp á rúmlega 13 milljónir króna. Síðan hefur málið farið fyrir yfirskattanefnd og síðan héraðsdóm. Félagið hefur alla tíð allt frá fyrstu stigum málsins haldið þeim vörnum uppi að innheimta búnaðargjalds sé andstæð félagafrelsisákvæðum stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. Félagið hafi valið að vera aðili að Samtökum iðnaðarins og vilji ekki vera aðili að Bændasamtökum Íslands eða öðrum félagasamtökum bænda. Þann 23. mars sl. tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir sjónarmið Síldar og fisks ehf. og dæmdi álagningu ríkisskattstjóra ólögmæta og í andstöðu við stjórnarskrá Íslands. Þessi niðurstaða ætti í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart því árið 2010 dæmdi Mannréttindadómstóll Evrópu að álagning iðnaðarmálagjalds, sem var sambærilegt gjald og búnaðargjaldið, væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur Íslands komst einnig nýlega að þeirri niðurstöðu í máli 250/2016 að álagning búnaðargjalds bryti gegn stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessu máli kristallast tvö grundvallarálitaefni um lög og rétt á Íslandi sem snúa að framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. Annars vegar er það sú afstaða ríkisskattstjóra að hann þurfi ekki að horfa til ákvæða stjórnarskrár Íslands í störfum sínum og hins vegar hvort Alþingi geti setið aðgerðarlaust hjá eftir að Hæstiréttur hefur dæmt lög andstæð stjórnarskránni.Þáttur framkvæmdavaldsins Í andmælum Síldar og fisks ehf. á öllum stigum málsins hefur komið fram sú málsástæða að ákvæði búnaðargjaldslaga stæðust ekki félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkisskattstjóri hafnaði í sjálfu sér ekki þeirri málsástæðu en tók ekki afstöðu til hennar því hann taldi sig ekki þurfa að líta til stjórnarskrárinnar við úrlausn málsins. Það væri ekki á hans verksviði að túlka æðstu réttarheimild íslensks réttar, það væri á verksviði dómstóla. Hvernig getur skattstjóri leyft sér að líta fram hjá stjórnarskránni þegar hann metur lögmæti ákvarðana sinna? Er það virkilega svo að stjórnvald þurfi ekki að líta til ákvæða stjórnarskrár Íslands þegar það fellir íþyngjandi úrskurði yfir þegnum þessa lands? Viðhorf ríkisskattstjóra er því miður ekki einsdæmi í stjórnkerfinu. Það er eins og stjórnkerfið hafi misst sjónar á meðalhófi og skilningi á því að miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Stjórnvöld virðast oft gefa sér niðurstöðu mála fyrirfram og andmælaréttur er virtur í orði en ekki á borði. Það er gengið eins langt og hugsast er í beitingu íþyngjandi úrræða og sú framganga réttlætt með því að dómstólar geti þá alltaf undið ofan af ólögmætum stjórnvaldsákvörðunum. Seðlabankastjóri er t.d. sagður þeirrar skoðunar að menn eigi að fagna því að sæta ákæru því þá hafi þeir tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Forstjóri samkeppniseftirlitsins hreykir sér helst af því hvað hann hafi sektað fyrirtæki um háar fjárhæðir. Í búnaðargjaldsmáli Síldar og fisks ehf. vaknar upp sú spurning hvort það eigi ekki að vera nein eftirmál af því þegar stjórnvald brýtur stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna. Eru t.d. líkur til þess að Síld og fiskur ehf. fái afsökunarbeiðni frá ríkisskattstjóra eða fjármálaráðherra?Þáttur löggjafans Alþingi felldi lög um búnaðargjald úr gildi í desember 2016. Það er fróðlegt að skoða röksemdir fjármálaráðherra fyrir því að fella búnaðargjaldslögin úr gildi. Ástæðan er ekki sú að búnaðargjaldið brjóti í bága við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar heldur er ástæðan sögð sú að Bændasamtök Íslands hafi ákveðið að taka upp almennt félagsgjald sem komi í stað búnaðargjaldsins! Það er varla hægt að segja með skýrari hætti hvernig búnaðargjaldið var hugsað, verst að þessi hugsun er í andstöðu við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Það er svo merkilegt að þrátt fyrir að búnaðargjaldslögin hafi verið felld úr gildi í desember 2016 er óréttlætinu enn viðhaldið því lögin halda enn gildi vegna álagningar búnaðargjalds á þessu ári og vegna endurákvarðana fyrri ára. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hlýtur í framhaldi af þessum dómi sem hér er til umfjöllunar og dómi Hæstaréttar í máli 250/2016 að hafa frumkvæði að því taka til endurskoðunar að ólögin um búnaðargjald, sem Hæstiréttur hefur sagt vera í andstöðu við stjórnarskrá, haldi gildi sínu á árinu 2017 og vegna endurákvörðunar fyrri ára. Annað væri óvirðing við stjórnarskrá Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Síld og fiskur ehf., sem er kjötvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði, hefur frá því á árinu 2010 átt í deilum við ríkisskattstjóra um álagningu búnaðargjalds. Deilunum við ríkisskattstjóra lauk með því að starfsmenn embættisins mættu í vinnu á gamlársdag 2013 til að leggja á félagið búnaðargjald upp á rúmlega 13 milljónir króna. Síðan hefur málið farið fyrir yfirskattanefnd og síðan héraðsdóm. Félagið hefur alla tíð allt frá fyrstu stigum málsins haldið þeim vörnum uppi að innheimta búnaðargjalds sé andstæð félagafrelsisákvæðum stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. Félagið hafi valið að vera aðili að Samtökum iðnaðarins og vilji ekki vera aðili að Bændasamtökum Íslands eða öðrum félagasamtökum bænda. Þann 23. mars sl. tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir sjónarmið Síldar og fisks ehf. og dæmdi álagningu ríkisskattstjóra ólögmæta og í andstöðu við stjórnarskrá Íslands. Þessi niðurstaða ætti í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart því árið 2010 dæmdi Mannréttindadómstóll Evrópu að álagning iðnaðarmálagjalds, sem var sambærilegt gjald og búnaðargjaldið, væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur Íslands komst einnig nýlega að þeirri niðurstöðu í máli 250/2016 að álagning búnaðargjalds bryti gegn stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessu máli kristallast tvö grundvallarálitaefni um lög og rétt á Íslandi sem snúa að framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. Annars vegar er það sú afstaða ríkisskattstjóra að hann þurfi ekki að horfa til ákvæða stjórnarskrár Íslands í störfum sínum og hins vegar hvort Alþingi geti setið aðgerðarlaust hjá eftir að Hæstiréttur hefur dæmt lög andstæð stjórnarskránni.Þáttur framkvæmdavaldsins Í andmælum Síldar og fisks ehf. á öllum stigum málsins hefur komið fram sú málsástæða að ákvæði búnaðargjaldslaga stæðust ekki félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkisskattstjóri hafnaði í sjálfu sér ekki þeirri málsástæðu en tók ekki afstöðu til hennar því hann taldi sig ekki þurfa að líta til stjórnarskrárinnar við úrlausn málsins. Það væri ekki á hans verksviði að túlka æðstu réttarheimild íslensks réttar, það væri á verksviði dómstóla. Hvernig getur skattstjóri leyft sér að líta fram hjá stjórnarskránni þegar hann metur lögmæti ákvarðana sinna? Er það virkilega svo að stjórnvald þurfi ekki að líta til ákvæða stjórnarskrár Íslands þegar það fellir íþyngjandi úrskurði yfir þegnum þessa lands? Viðhorf ríkisskattstjóra er því miður ekki einsdæmi í stjórnkerfinu. Það er eins og stjórnkerfið hafi misst sjónar á meðalhófi og skilningi á því að miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Stjórnvöld virðast oft gefa sér niðurstöðu mála fyrirfram og andmælaréttur er virtur í orði en ekki á borði. Það er gengið eins langt og hugsast er í beitingu íþyngjandi úrræða og sú framganga réttlætt með því að dómstólar geti þá alltaf undið ofan af ólögmætum stjórnvaldsákvörðunum. Seðlabankastjóri er t.d. sagður þeirrar skoðunar að menn eigi að fagna því að sæta ákæru því þá hafi þeir tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Forstjóri samkeppniseftirlitsins hreykir sér helst af því hvað hann hafi sektað fyrirtæki um háar fjárhæðir. Í búnaðargjaldsmáli Síldar og fisks ehf. vaknar upp sú spurning hvort það eigi ekki að vera nein eftirmál af því þegar stjórnvald brýtur stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna. Eru t.d. líkur til þess að Síld og fiskur ehf. fái afsökunarbeiðni frá ríkisskattstjóra eða fjármálaráðherra?Þáttur löggjafans Alþingi felldi lög um búnaðargjald úr gildi í desember 2016. Það er fróðlegt að skoða röksemdir fjármálaráðherra fyrir því að fella búnaðargjaldslögin úr gildi. Ástæðan er ekki sú að búnaðargjaldið brjóti í bága við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar heldur er ástæðan sögð sú að Bændasamtök Íslands hafi ákveðið að taka upp almennt félagsgjald sem komi í stað búnaðargjaldsins! Það er varla hægt að segja með skýrari hætti hvernig búnaðargjaldið var hugsað, verst að þessi hugsun er í andstöðu við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Það er svo merkilegt að þrátt fyrir að búnaðargjaldslögin hafi verið felld úr gildi í desember 2016 er óréttlætinu enn viðhaldið því lögin halda enn gildi vegna álagningar búnaðargjalds á þessu ári og vegna endurákvarðana fyrri ára. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hlýtur í framhaldi af þessum dómi sem hér er til umfjöllunar og dómi Hæstaréttar í máli 250/2016 að hafa frumkvæði að því taka til endurskoðunar að ólögin um búnaðargjald, sem Hæstiréttur hefur sagt vera í andstöðu við stjórnarskrá, haldi gildi sínu á árinu 2017 og vegna endurákvörðunar fyrri ára. Annað væri óvirðing við stjórnarskrá Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun