Af hverju Arnarskóli? Sóley Ósk Geirsdóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 „Ég heiti Davíð Örn og er 10 ára. Ég get ekki sofið, ég vil ekki fara í skólann, ég er þreyttur og langar að vera heima hjá mömmu. Ég er hættur í skólanum!“ Þetta eru venjubundnar lýsingar Davíðs Arnar á tilfinningum sínum og líðan í íslensku skólakerfi. Davíð Örn er yndislegur drengur með Downs-heilkenni. Hann er á einhverfurófi og er líka greindur með ADHD, ofvirkni með athyglisbrest. Lyfin sem hann tekur gera lítið gagn. Á hverju kvöldi er öll fjölskyldan, að honum meðtöldum, kvíðin yfir því að hann muni sofna seint og vakna um nóttina. Á eins og hálfs árs tímabili svaf Davíð aðeins aðra hverja nótt en var annars vakandi. Á hverjum morgni er Davíð sendur í skólann þreyttur, pirraður og reiður. Hann mætir reglulega of seint og glatar dýrmætum tíma sem annars hefði verið nýttur í lærdóm. Davíð gengur í Klettaskóla en það er sérskóli fyrir fötluð börn. Klettaskóli er að mörgu leyti mjög góður skóli og jafnvel frábær skóli fyrir marga. Hins vegar hentar Klettaskóli ekki Davíð meðal annars vegna þess hvernig hann er uppbyggður og skipulagður. Skóladagurinn í Klettaskóla er líkt og í öðrum grunnskólum landsins frá klukkan 08:00 til 13:00. Klukkan 13:00 til 17:00 tekur skólafrístund við. Þar sem Davíð glímir við mikla svefnörðugleika og hegðunarvanda nýtist honum skólavistin takmarkað til náms. Núverandi skólaumhverfi hentar honum ekki og Davíð býr ekki yfir getu til að aðlagast skólakerfinu. Þetta leiðir til þess að réttur hans til menntunar í íslensku samfélagi er í reynd skertur. Davíð býr svo sannarlega yfir getu og færni til að tileinka sér nýja þekkingu ef skapaðar eru réttar aðstæður fyrir hann en allar breytingar og uppbrot reynist honum erfitt hvort heldur sem er heima eða í skólanum. Á leikskólaárunum naut Davíð dagvistunar allan daginn og fékk einstaklingsmiðaða þjálfun á öllum sviðum daglegs lífs. Hann lærði með íhlutun atferlisfræði sem hentaði honum mjög vel og ýtti undir aukinn þroska og framfarir.Eykur lífsgæðin Hópur foreldra fatlaðra barna, auk þriggja atferlisfræðinga og leikskólastýru, leiddu saman hesta sína fyrir nokkru og ræddu þann vanda sem er til staðar í skólakerfinu fyrir ákveðinn hóp barna. Ákveðið var að ráðast í stofnun Arnarskóla sem er ætlaður fyrir fötluð börn með fjölþættan vanda. Það sem Arnarskóli hefur upp á að bjóða fyrir Davíð er að hann er byggður upp á heildrænan hátt. Annars vegar með því að flétta saman skóla- og frístundatímanum, sem skapar Davíð þannig það svigrúm sem hann þarfnast vegna svefnvandamála sem hann glímir við. Þannig er hægt að tryggja að hann fái nægilega margar klukkustundir til náms þrátt fyrir sína fötlun og sínar sérþarfir. Hins vegar með þeirri heildrænu þjónustu sem verður innan Arnarskóla. Heildræn þjónusta mun felast í því að sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og talmeinafræðingar munu koma inn í skólastarfið með ráðgjöf og íhlutun. Með þessu verður því minna uppbrot og meiri samfella í lífi Davíðs sem auðveldar honum athafnir daglegs lífs. Í Arnarskóla verða starfandi atferlisfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af starfi með fötluðum börnum. Allt starfsfólk skólans mun vinna eftir sömu aðferðafræði og tryggja þannig samfellu í vinnu með börnin hvort heldur sem er í skóla- eða frístundastarfi. Arnarskóli mun veita börnum skólavist alla virka daga ársins ásamt því að sinna sumarfrístundum. Sem móðir Davíðs tel ég stofnun Arnarskóla vera þarft úrræði sem muni auka lífsgæði hans og fjölskyldunnar. Þetta snýst ekki einungis um réttindi Davíðs og annarra barna í hans stöðu heldur snýst þetta mikið um lífsgæði fjölskyldna fatlaðra barna í heild sinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
„Ég heiti Davíð Örn og er 10 ára. Ég get ekki sofið, ég vil ekki fara í skólann, ég er þreyttur og langar að vera heima hjá mömmu. Ég er hættur í skólanum!“ Þetta eru venjubundnar lýsingar Davíðs Arnar á tilfinningum sínum og líðan í íslensku skólakerfi. Davíð Örn er yndislegur drengur með Downs-heilkenni. Hann er á einhverfurófi og er líka greindur með ADHD, ofvirkni með athyglisbrest. Lyfin sem hann tekur gera lítið gagn. Á hverju kvöldi er öll fjölskyldan, að honum meðtöldum, kvíðin yfir því að hann muni sofna seint og vakna um nóttina. Á eins og hálfs árs tímabili svaf Davíð aðeins aðra hverja nótt en var annars vakandi. Á hverjum morgni er Davíð sendur í skólann þreyttur, pirraður og reiður. Hann mætir reglulega of seint og glatar dýrmætum tíma sem annars hefði verið nýttur í lærdóm. Davíð gengur í Klettaskóla en það er sérskóli fyrir fötluð börn. Klettaskóli er að mörgu leyti mjög góður skóli og jafnvel frábær skóli fyrir marga. Hins vegar hentar Klettaskóli ekki Davíð meðal annars vegna þess hvernig hann er uppbyggður og skipulagður. Skóladagurinn í Klettaskóla er líkt og í öðrum grunnskólum landsins frá klukkan 08:00 til 13:00. Klukkan 13:00 til 17:00 tekur skólafrístund við. Þar sem Davíð glímir við mikla svefnörðugleika og hegðunarvanda nýtist honum skólavistin takmarkað til náms. Núverandi skólaumhverfi hentar honum ekki og Davíð býr ekki yfir getu til að aðlagast skólakerfinu. Þetta leiðir til þess að réttur hans til menntunar í íslensku samfélagi er í reynd skertur. Davíð býr svo sannarlega yfir getu og færni til að tileinka sér nýja þekkingu ef skapaðar eru réttar aðstæður fyrir hann en allar breytingar og uppbrot reynist honum erfitt hvort heldur sem er heima eða í skólanum. Á leikskólaárunum naut Davíð dagvistunar allan daginn og fékk einstaklingsmiðaða þjálfun á öllum sviðum daglegs lífs. Hann lærði með íhlutun atferlisfræði sem hentaði honum mjög vel og ýtti undir aukinn þroska og framfarir.Eykur lífsgæðin Hópur foreldra fatlaðra barna, auk þriggja atferlisfræðinga og leikskólastýru, leiddu saman hesta sína fyrir nokkru og ræddu þann vanda sem er til staðar í skólakerfinu fyrir ákveðinn hóp barna. Ákveðið var að ráðast í stofnun Arnarskóla sem er ætlaður fyrir fötluð börn með fjölþættan vanda. Það sem Arnarskóli hefur upp á að bjóða fyrir Davíð er að hann er byggður upp á heildrænan hátt. Annars vegar með því að flétta saman skóla- og frístundatímanum, sem skapar Davíð þannig það svigrúm sem hann þarfnast vegna svefnvandamála sem hann glímir við. Þannig er hægt að tryggja að hann fái nægilega margar klukkustundir til náms þrátt fyrir sína fötlun og sínar sérþarfir. Hins vegar með þeirri heildrænu þjónustu sem verður innan Arnarskóla. Heildræn þjónusta mun felast í því að sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og talmeinafræðingar munu koma inn í skólastarfið með ráðgjöf og íhlutun. Með þessu verður því minna uppbrot og meiri samfella í lífi Davíðs sem auðveldar honum athafnir daglegs lífs. Í Arnarskóla verða starfandi atferlisfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af starfi með fötluðum börnum. Allt starfsfólk skólans mun vinna eftir sömu aðferðafræði og tryggja þannig samfellu í vinnu með börnin hvort heldur sem er í skóla- eða frístundastarfi. Arnarskóli mun veita börnum skólavist alla virka daga ársins ásamt því að sinna sumarfrístundum. Sem móðir Davíðs tel ég stofnun Arnarskóla vera þarft úrræði sem muni auka lífsgæði hans og fjölskyldunnar. Þetta snýst ekki einungis um réttindi Davíðs og annarra barna í hans stöðu heldur snýst þetta mikið um lífsgæði fjölskyldna fatlaðra barna í heild sinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar