Heilbrigðisþjónustan í dag Úrsúla Jünemann skrifar 30. mars 2017 00:00 Að vera með slitgigt er eitthvað sem fáir óska sér. Ekki er búið að finna lækningar við þessum sjúkdómi. En að minnsta kosti er hægt að skipta út liðamótum þegar brjóskið er orðið ónýtt. Margir þurfa að ganga undir svona liðskiptaaðgerð á mjöðm og hné á efri árum. Þar með lengist það tímabil sem menn geta notið lífsins án þess að þurfa stöðugt að glíma við slæma verki við hvert fótatak. Fyrir 10 árum fékk ég nýja mjöðm og tveimur árum síðar fékk ég nýtt hné. Þetta voru stórar aðgerðir og endurhæfingin löng og ströng. En eftir það gat ég gert flest allt verkjalaust og nýtt og betra líf blasti við. Á þessum tíma var biðin eftir svona aðgerð um 3 mánuðir, þetta var eitthvað sem maður gat sætt sig við. Í haust leitaði ég til læknis vegna vaxandi sársauka í hinni mjöðminni. Röntgenmyndir voru teknar og ekki fór milli mála að það kallaði á enn eina liðskiptaaðgerð (sem ég vissi þegar af fenginni reynslu). Þegar ég fékk bréf frá Landspítalanum rétt fyrir áramót með boð um að mæta hjá sérfræðingi núna í mars var ég mjög glöð og vonaðist að ég kæmist fljótlega í aðgerð. Í dag 10.3. fór ég svo í viðtal hjá bæklunarsérfræðingi á Landspítala. Viðtalið tók varla meira en 5 mínútur og mér var tjáð að ég væri með slæmt slit ? sem ég vissi nú þegar ? og þyrfti að fara í aðgerð ? sem ég vissi líka. Og ég væri komin á biðlista og biðtíminn væri 8 mánuðir! Mér féllust hendur og það einasta sem ég gat sagt var: ?Ertu að grínast?? Fyrir þetta mátti ég greiða rúmlega 5.000 kr. Hefði ekki verið hægt að tilkynna mér um þessa 8 mánaða bið í síma eða bréfleiðis? Mér fannst að það væri verið að hafa mig að fífli og rukka mig fyrir einhverja ?þjónustu? sem kom mér ekki að gagni. Lífsgæði mín munu vera verulega skert það sem eftir er af árinu. Ég mun halda mér gangandi með því að bryðja verkjatöflur. Ekki mun ég treysta mér til að fara í ferðalög með manninum mínum sem er óðum að ná sér eftir erfiða krabbameinsmeðferð og var farinn að hlakka til. Ég er reið og svekkt. Við sem höfum unnið allt okkar líf og greitt samviskusamlega okkar skatta eigum ekki skilið að fá svona meðferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að vera með slitgigt er eitthvað sem fáir óska sér. Ekki er búið að finna lækningar við þessum sjúkdómi. En að minnsta kosti er hægt að skipta út liðamótum þegar brjóskið er orðið ónýtt. Margir þurfa að ganga undir svona liðskiptaaðgerð á mjöðm og hné á efri árum. Þar með lengist það tímabil sem menn geta notið lífsins án þess að þurfa stöðugt að glíma við slæma verki við hvert fótatak. Fyrir 10 árum fékk ég nýja mjöðm og tveimur árum síðar fékk ég nýtt hné. Þetta voru stórar aðgerðir og endurhæfingin löng og ströng. En eftir það gat ég gert flest allt verkjalaust og nýtt og betra líf blasti við. Á þessum tíma var biðin eftir svona aðgerð um 3 mánuðir, þetta var eitthvað sem maður gat sætt sig við. Í haust leitaði ég til læknis vegna vaxandi sársauka í hinni mjöðminni. Röntgenmyndir voru teknar og ekki fór milli mála að það kallaði á enn eina liðskiptaaðgerð (sem ég vissi þegar af fenginni reynslu). Þegar ég fékk bréf frá Landspítalanum rétt fyrir áramót með boð um að mæta hjá sérfræðingi núna í mars var ég mjög glöð og vonaðist að ég kæmist fljótlega í aðgerð. Í dag 10.3. fór ég svo í viðtal hjá bæklunarsérfræðingi á Landspítala. Viðtalið tók varla meira en 5 mínútur og mér var tjáð að ég væri með slæmt slit ? sem ég vissi nú þegar ? og þyrfti að fara í aðgerð ? sem ég vissi líka. Og ég væri komin á biðlista og biðtíminn væri 8 mánuðir! Mér féllust hendur og það einasta sem ég gat sagt var: ?Ertu að grínast?? Fyrir þetta mátti ég greiða rúmlega 5.000 kr. Hefði ekki verið hægt að tilkynna mér um þessa 8 mánaða bið í síma eða bréfleiðis? Mér fannst að það væri verið að hafa mig að fífli og rukka mig fyrir einhverja ?þjónustu? sem kom mér ekki að gagni. Lífsgæði mín munu vera verulega skert það sem eftir er af árinu. Ég mun halda mér gangandi með því að bryðja verkjatöflur. Ekki mun ég treysta mér til að fara í ferðalög með manninum mínum sem er óðum að ná sér eftir erfiða krabbameinsmeðferð og var farinn að hlakka til. Ég er reið og svekkt. Við sem höfum unnið allt okkar líf og greitt samviskusamlega okkar skatta eigum ekki skilið að fá svona meðferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun