Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Ívar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Óseyrar, Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor, og Hallgrímur Lárusson hjá Snæland Grímsson fluttu framsögur á fundinum. vísir/eyþór „Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira
„Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira