Stærð íslensku bankanna Jón Guðni Ómarsson skrifar 22. mars 2017 09:00 Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar