Stærð íslensku bankanna Jón Guðni Ómarsson skrifar 22. mars 2017 09:00 Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun