Afnám ÁTVR: Ekki bara af því bara! Ögmundur Jónasson skrifar 23. mars 2017 07:00 Ráðherra í ríkisstjórn sagði nýlega að andstaða við frumvarp um afnám ÁTVR væri til komin vegna pólitískrar hugmyndafræði og bætti reyndar um betur og sagði að um sama væri að ræða hvað varðar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins; andstaðan við hana væri vegna pólitískrar einsýni. Þingmaður sama sinnis hvatti til þess að menn hættu umræðu um áfengismálið hið snarasta og gengju til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi, það væri ekkert meira um það að segja. Þriðji stjórnmálamaðurinn, sem reyndar segist vera beggja blands í afstöðu sinni til áfengisfrumvarpsins, segir málið erfitt viðfangs enda kristallist í því togstreita á milli frelsis og lýðheilsu. Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna afstöðu þessara þriggja stjórnmálamanna.Röksemdir og kredda Í fyrsta lagi þá skýtur skökku við að saka andstæðinga einkavæðingar, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða varðandi áfengismálin, um að stjórnast af hugmyndafræði, þegar staðreyndin er sú að allur málflutningur þeirra gengur út á málefnaleg rök, vísað er í rannsóknir og skýrslur, ábendingar heilbrigðisyfirvalda, ungmenna- og foreldrasamtaka og fagaðila, sem flestir ef ekki allir, gera grein fyrir andstöðu sinni með skírskotun til efnislegra röksemda. Síðast en ekki síst vísa andstæðingar frumvarpsins til lýðheilsustefnu stjórnvalda sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu. Stuðningsfólk frumvarpsins klifar á hinn bóginn á því að óeðlilegt sé að ríkið hafi áfengissölu með höndum. Það er fyrst og fremst hugmyndafræðileg afstaða svo fremi hún styðjist ekki við annað en þetta pólitíska viðhorf, að ríkið eigi ekki að koma nálægt neins konar markaðsstarfsemi.Málefnalegar spurningar og vangaveltur Ef samfélagsleg aðkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaaðila: a) betra utanumhald og minni ágang markaðsafla, b) er betri fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi okkur sem skattgreiðendur, c) færir okkur hagstæðara verðlag (hátt útsöluverð stjórnast af álagningu), d) tryggir meira úrval, e) dregur úr aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis; ef þetta er svo, er þá ekki sjálfsagt að halda í það fyrirkomulag sem við búum við? Í þessum röksemdum sameinast þeir sem vilja takmarka aðgengi af lýðheilsuástæðum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmöguleika, tryggja hagstætt verðlag og hagsmuni sína sem skattgreiðendur. Allt eru þetta efnislegar röksemdir gegn staðhæfingum þeirra sem segja það vera rangt að ríkið hafi áfengisdreifinguna á sinni hendi af þeirri einföldu ástæðu að það sé rangt! Með öðrum orðum: Af því bara. Ég held að varla sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hugmyndafræði sé þarna orðin stjórnmálamönnum fjötur um fót.Ekki flýti á kostnað yfirvegunar! En hvers vegna ekki að afgreiða málið í snarhasti með atkvæðagreiðslu, þess vegna á morgun? Það er vissulega rétt, að margt hefur verið sagt um þetta mál bæði inni á Alþingi og í þjóðfélaginu almennt. En ef það er nú svo að meirihluti þingmanna gæti verið fyrir því að hunsa eigin lýðheilsustefnu, ganga gegn ábendingum alþjóðlegra og innlendra heilbrigðisyfirvalda, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins, samþykktum heilbrigðisstétta, almennum vilja í þjóðfélaginu eins og hann hefur margítrekað birst í skoðanakönnunum, með öðrum orðum, lýðræðislegum vilja, óskum og hvatningu foreldrasamtaka, sérfræðinga í áfengisvarnarmálum, nánast allra umsagnaraðila um málið, ef á að hunsa allt þetta og þröngva síðan upp á okkur fyrirkomulagi sem svo rík andstaða er gegn, verður þá ekki skiljanlegt að menn vilji vinna tíma þar til öllum þingmönnum sem greiða atkvæði um málið hafi örugglega gefist tóm til að ígrunda allar hliðar þess af yfirvegun? Varla er til of mikils mælst í svo afdrifaríku máli að þeir sem taka ákvörðun geri það á upplýstan hátt!Hagsmunabarátta, ekki frelsisbarátta Í þriðja lagi langar mig til að beina því til þeirra sem telja að málið snúist um togstreitu á milli frelsis og lýðheilsusjónarmiða, hvort ekki væri nær að segja að í því kristallist átök á milli lýðheilsuhagsmuna annars vegar og verslunarhagsmuna hins vegar. Eða hvers vegna skyldu stóru verslunarsamsteypurnar vera nær einu aðilarnir sem mæla málinu bót í samræmdu pólitísku göngulagi með hugmyndafræðilegum samherjum á þingi? Verslunarkeðjurnar eru ákafar í breytingar, enda er þar um mikla peningahagsmuni þeirra að tefla. Eigendurnir vilja þannig ÁTVR-verslun ríkisins feiga. Og það vilja þeir ekki bara af því bara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ráðherra í ríkisstjórn sagði nýlega að andstaða við frumvarp um afnám ÁTVR væri til komin vegna pólitískrar hugmyndafræði og bætti reyndar um betur og sagði að um sama væri að ræða hvað varðar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins; andstaðan við hana væri vegna pólitískrar einsýni. Þingmaður sama sinnis hvatti til þess að menn hættu umræðu um áfengismálið hið snarasta og gengju til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi, það væri ekkert meira um það að segja. Þriðji stjórnmálamaðurinn, sem reyndar segist vera beggja blands í afstöðu sinni til áfengisfrumvarpsins, segir málið erfitt viðfangs enda kristallist í því togstreita á milli frelsis og lýðheilsu. Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna afstöðu þessara þriggja stjórnmálamanna.Röksemdir og kredda Í fyrsta lagi þá skýtur skökku við að saka andstæðinga einkavæðingar, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða varðandi áfengismálin, um að stjórnast af hugmyndafræði, þegar staðreyndin er sú að allur málflutningur þeirra gengur út á málefnaleg rök, vísað er í rannsóknir og skýrslur, ábendingar heilbrigðisyfirvalda, ungmenna- og foreldrasamtaka og fagaðila, sem flestir ef ekki allir, gera grein fyrir andstöðu sinni með skírskotun til efnislegra röksemda. Síðast en ekki síst vísa andstæðingar frumvarpsins til lýðheilsustefnu stjórnvalda sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu. Stuðningsfólk frumvarpsins klifar á hinn bóginn á því að óeðlilegt sé að ríkið hafi áfengissölu með höndum. Það er fyrst og fremst hugmyndafræðileg afstaða svo fremi hún styðjist ekki við annað en þetta pólitíska viðhorf, að ríkið eigi ekki að koma nálægt neins konar markaðsstarfsemi.Málefnalegar spurningar og vangaveltur Ef samfélagsleg aðkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaaðila: a) betra utanumhald og minni ágang markaðsafla, b) er betri fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi okkur sem skattgreiðendur, c) færir okkur hagstæðara verðlag (hátt útsöluverð stjórnast af álagningu), d) tryggir meira úrval, e) dregur úr aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis; ef þetta er svo, er þá ekki sjálfsagt að halda í það fyrirkomulag sem við búum við? Í þessum röksemdum sameinast þeir sem vilja takmarka aðgengi af lýðheilsuástæðum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmöguleika, tryggja hagstætt verðlag og hagsmuni sína sem skattgreiðendur. Allt eru þetta efnislegar röksemdir gegn staðhæfingum þeirra sem segja það vera rangt að ríkið hafi áfengisdreifinguna á sinni hendi af þeirri einföldu ástæðu að það sé rangt! Með öðrum orðum: Af því bara. Ég held að varla sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hugmyndafræði sé þarna orðin stjórnmálamönnum fjötur um fót.Ekki flýti á kostnað yfirvegunar! En hvers vegna ekki að afgreiða málið í snarhasti með atkvæðagreiðslu, þess vegna á morgun? Það er vissulega rétt, að margt hefur verið sagt um þetta mál bæði inni á Alþingi og í þjóðfélaginu almennt. En ef það er nú svo að meirihluti þingmanna gæti verið fyrir því að hunsa eigin lýðheilsustefnu, ganga gegn ábendingum alþjóðlegra og innlendra heilbrigðisyfirvalda, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins, samþykktum heilbrigðisstétta, almennum vilja í þjóðfélaginu eins og hann hefur margítrekað birst í skoðanakönnunum, með öðrum orðum, lýðræðislegum vilja, óskum og hvatningu foreldrasamtaka, sérfræðinga í áfengisvarnarmálum, nánast allra umsagnaraðila um málið, ef á að hunsa allt þetta og þröngva síðan upp á okkur fyrirkomulagi sem svo rík andstaða er gegn, verður þá ekki skiljanlegt að menn vilji vinna tíma þar til öllum þingmönnum sem greiða atkvæði um málið hafi örugglega gefist tóm til að ígrunda allar hliðar þess af yfirvegun? Varla er til of mikils mælst í svo afdrifaríku máli að þeir sem taka ákvörðun geri það á upplýstan hátt!Hagsmunabarátta, ekki frelsisbarátta Í þriðja lagi langar mig til að beina því til þeirra sem telja að málið snúist um togstreitu á milli frelsis og lýðheilsusjónarmiða, hvort ekki væri nær að segja að í því kristallist átök á milli lýðheilsuhagsmuna annars vegar og verslunarhagsmuna hins vegar. Eða hvers vegna skyldu stóru verslunarsamsteypurnar vera nær einu aðilarnir sem mæla málinu bót í samræmdu pólitísku göngulagi með hugmyndafræðilegum samherjum á þingi? Verslunarkeðjurnar eru ákafar í breytingar, enda er þar um mikla peningahagsmuni þeirra að tefla. Eigendurnir vilja þannig ÁTVR-verslun ríkisins feiga. Og það vilja þeir ekki bara af því bara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun