Útópía í Marshallhúsinu Starkaður Sigurðarson skrifar 28. mars 2017 16:26 Listamaður var sá sem fann upp orðið útópía. Hinn pólitíski dýrlingur Sir Thomas More, fyrir fimmhundruð og einu ári, bjó orðið til. Þá hafa allir sínar hugmyndir um hvað það þýðir, en Íslendingar eru vel kunnugir sýndarveruleika útópíu. En beinþýtt úr grískunni, 'ou-topia', merkir 'ou' 'ekki', 'topia' 'staður', þá gerir orðið: 'ekki-staður', 'enginn-staður'. Útópía er ekki til. Það veit listafólk vel. Ólafur Elíasson er með verk til sýnis í nýju vinnustofunni sinni í Marshallhúsinu: hvíthúðuð lítil tunna, tromma, hengd lárétt upp á vegg í höfuð hæð. Á trommunni, í áttina að aðnjótanda, er rauður hnappur sem ýta má á. Er maður stendur fyrir framan þennan hvíta sívalning sem kemur út úr veggnum og ýtir á hnappinn þá uppljómar fyrir augum manns, leiftur snöggt og eldings bjart, orðið „UTOPIA“. Ljósið birtist svo bjart að orðið verður eftir í augunum, í nokkrar sekúndur, fyrir framan mann hvert sem litið er. Sniðugt verk. Þá stendur maður þarna í endurgerðu Marshallhúsinu, hugsandi bjartar hugsanir, framtíðar hugsanir, hugsandi að þessi nýja starfsemi sé sú rétta fyrir þetta hús, þegar maður stendur í kringum allt þetta fólk og þessa gleði og góð verk, þá er áhugavert að athuga hvaðan þetta hús kemur. Marshallhúsið var byggt og gefið nafn af Marshalláætlunni eftir seinna stríð. Hluti af þeirri endurreisn sem knýja átti brotna Evrópu eftir öll þessi ár hörmunga sem enduðu í kjarnorkusprengjum. Þegar heimurinn tókst á við mesta vanda flóttamanna sem sést hafði. Hér á Íslandi var peningurinn notaður í uppbyggingingu, í að byggja hús til að verka síld. Sú útópíska hugmynd. En síldin synti burt og húsið hefur staðið autt undarfarin ár. Nýlistasafnið, Kling og Bang, og Ólafur Elíasson vita öll hvað útópía er. Marshallhúsið er stórglæsilegt og sýningarnar sem opnuðu húsið á ný voru einmitt þær sem þurftu og einmitt það sem best lýsir stefnu þessa þrautseiga listafólks. Við erum heppin að eiga þau að, þau sem hafa lifað af síðasta áratug íslendingasögunnar, þar sem Nýlistarsafnið var í bakarí í bakhúsi í Breiðholtinu, hverfi sem á líka framtíðina fyrir sér, og þar sem fyrrum húsnæði Kling og Bang á Hverfisgötunni var alltaf meira hótellóð en alþjóðlega virt listagallerý. Það er gott að finna þeim heimili. Húsið er leigt af borginni, sem sjálf leigir húsið af HB Granda, og er leigusamningurinn til fimmtán ára. Sem er öruggara en það þriggja mánaða handaband sem Kling og Bang lifði við árum saman. Dagur B. Eggertsson lofaði Granda friðhelgi frá hótelum og gistiheimilum, og hans ljósmæðrastarf í þessu ferli var og er mikilvægt, hann virðist leggja hjarta sitt í þessa jörð. En Ísland útópíunnar er hverfult eins og allir vita: hver getur séð fyrir sér hvað, eða hvar, Ísland verður árið 2032? Hvað með eftir fimm ár? Eitt? Síldin getur komið, síldin getur farið. Nú búum við öll við Marshallhúsið uppljómað, gleðilega hátíð. Þetta er byrjun, glæsileg byrjun, sem við eigum sennilega skilið, en nú reynir á hvort við getum haldið í þetta og látið dafna. Vissar línur hafa verið dregnar, ekki stríðslínur, ekki enn landamæralínur, en það þarf að hlúa að því, berjast fyrir því, sem áunnist hefur. Vonandi mun langvarandi útópísk hugsun einhverntímann brenna út, leiftra bara í augum listunnenda og ferðamanna í tómri síldartunnu. Vonandi mun það fyrirbæri sem listin er hér á landi, fyrirbæri sem ekki má réttlæta út frá peningum, finna sér heimili og framtíðarlíf úti á Granda, en ekki bara úti á Granda, vonandi finnur listin sér langvarandi heimili hér í augum fólksins líka. 18. mars var opnaður nýr staður í Reykjavík, sem kallast svo sem ekki tíðindi nú til dags, en þetta er öðruvísi staður, hugsjónarríkur, raunverulegur, grásteyptur staður sem má halda upp á. Paradís fyrir þá sem vita að paradís er ekki til. Staður sem kalla má hvað? Það kemur í ljós. En þetta er engin útópía, þetta er terra firma úti á Granda, eitthvað til að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Listamaður var sá sem fann upp orðið útópía. Hinn pólitíski dýrlingur Sir Thomas More, fyrir fimmhundruð og einu ári, bjó orðið til. Þá hafa allir sínar hugmyndir um hvað það þýðir, en Íslendingar eru vel kunnugir sýndarveruleika útópíu. En beinþýtt úr grískunni, 'ou-topia', merkir 'ou' 'ekki', 'topia' 'staður', þá gerir orðið: 'ekki-staður', 'enginn-staður'. Útópía er ekki til. Það veit listafólk vel. Ólafur Elíasson er með verk til sýnis í nýju vinnustofunni sinni í Marshallhúsinu: hvíthúðuð lítil tunna, tromma, hengd lárétt upp á vegg í höfuð hæð. Á trommunni, í áttina að aðnjótanda, er rauður hnappur sem ýta má á. Er maður stendur fyrir framan þennan hvíta sívalning sem kemur út úr veggnum og ýtir á hnappinn þá uppljómar fyrir augum manns, leiftur snöggt og eldings bjart, orðið „UTOPIA“. Ljósið birtist svo bjart að orðið verður eftir í augunum, í nokkrar sekúndur, fyrir framan mann hvert sem litið er. Sniðugt verk. Þá stendur maður þarna í endurgerðu Marshallhúsinu, hugsandi bjartar hugsanir, framtíðar hugsanir, hugsandi að þessi nýja starfsemi sé sú rétta fyrir þetta hús, þegar maður stendur í kringum allt þetta fólk og þessa gleði og góð verk, þá er áhugavert að athuga hvaðan þetta hús kemur. Marshallhúsið var byggt og gefið nafn af Marshalláætlunni eftir seinna stríð. Hluti af þeirri endurreisn sem knýja átti brotna Evrópu eftir öll þessi ár hörmunga sem enduðu í kjarnorkusprengjum. Þegar heimurinn tókst á við mesta vanda flóttamanna sem sést hafði. Hér á Íslandi var peningurinn notaður í uppbyggingingu, í að byggja hús til að verka síld. Sú útópíska hugmynd. En síldin synti burt og húsið hefur staðið autt undarfarin ár. Nýlistasafnið, Kling og Bang, og Ólafur Elíasson vita öll hvað útópía er. Marshallhúsið er stórglæsilegt og sýningarnar sem opnuðu húsið á ný voru einmitt þær sem þurftu og einmitt það sem best lýsir stefnu þessa þrautseiga listafólks. Við erum heppin að eiga þau að, þau sem hafa lifað af síðasta áratug íslendingasögunnar, þar sem Nýlistarsafnið var í bakarí í bakhúsi í Breiðholtinu, hverfi sem á líka framtíðina fyrir sér, og þar sem fyrrum húsnæði Kling og Bang á Hverfisgötunni var alltaf meira hótellóð en alþjóðlega virt listagallerý. Það er gott að finna þeim heimili. Húsið er leigt af borginni, sem sjálf leigir húsið af HB Granda, og er leigusamningurinn til fimmtán ára. Sem er öruggara en það þriggja mánaða handaband sem Kling og Bang lifði við árum saman. Dagur B. Eggertsson lofaði Granda friðhelgi frá hótelum og gistiheimilum, og hans ljósmæðrastarf í þessu ferli var og er mikilvægt, hann virðist leggja hjarta sitt í þessa jörð. En Ísland útópíunnar er hverfult eins og allir vita: hver getur séð fyrir sér hvað, eða hvar, Ísland verður árið 2032? Hvað með eftir fimm ár? Eitt? Síldin getur komið, síldin getur farið. Nú búum við öll við Marshallhúsið uppljómað, gleðilega hátíð. Þetta er byrjun, glæsileg byrjun, sem við eigum sennilega skilið, en nú reynir á hvort við getum haldið í þetta og látið dafna. Vissar línur hafa verið dregnar, ekki stríðslínur, ekki enn landamæralínur, en það þarf að hlúa að því, berjast fyrir því, sem áunnist hefur. Vonandi mun langvarandi útópísk hugsun einhverntímann brenna út, leiftra bara í augum listunnenda og ferðamanna í tómri síldartunnu. Vonandi mun það fyrirbæri sem listin er hér á landi, fyrirbæri sem ekki má réttlæta út frá peningum, finna sér heimili og framtíðarlíf úti á Granda, en ekki bara úti á Granda, vonandi finnur listin sér langvarandi heimili hér í augum fólksins líka. 18. mars var opnaður nýr staður í Reykjavík, sem kallast svo sem ekki tíðindi nú til dags, en þetta er öðruvísi staður, hugsjónarríkur, raunverulegur, grásteyptur staður sem má halda upp á. Paradís fyrir þá sem vita að paradís er ekki til. Staður sem kalla má hvað? Það kemur í ljós. En þetta er engin útópía, þetta er terra firma úti á Granda, eitthvað til að byggja á.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun