Stöðvum eiturfrumvarpið! Sigurbergur Sveinsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar