Boða fyrstu stikluna fyrir Destiny 2 Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2017 09:30 Plakat fyrir Destiny 2 sem er væntanlegur síðar á þessu ári. Leikjaframleiðandinn Bungie kynti undir spenning aðdáenda Destiny í dag með stuttri stiklu fyrir framhald leiksins sem búist er við að komi út í haust. Bungie boðar alvöru stiklu fyrir Destiny 2 á morgun. Fantasíuskotleikurinn Destiny kom út árið 2014 og á sér milljónir aðdáenda um allan heim. Þeir hafa beðið eftir frekari fréttum af framhaldi leiksins með mikilli eftirvæntingu og fengu loks eitthvað fyrir sinn snúð í dag. Skammt er síðan myndum af plakötum fyrir Destiny 2 var lekið. Af þeim mátti ráða að útgáfudagur leiksins væri í september. Í stuttu stiklunni hér fyrir neðan kemur fram að stikla í fullri lengd verði birt opinberlega á morgun, fimmtudaginn 30. mars. Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Bungie kynti undir spenning aðdáenda Destiny í dag með stuttri stiklu fyrir framhald leiksins sem búist er við að komi út í haust. Bungie boðar alvöru stiklu fyrir Destiny 2 á morgun. Fantasíuskotleikurinn Destiny kom út árið 2014 og á sér milljónir aðdáenda um allan heim. Þeir hafa beðið eftir frekari fréttum af framhaldi leiksins með mikilli eftirvæntingu og fengu loks eitthvað fyrir sinn snúð í dag. Skammt er síðan myndum af plakötum fyrir Destiny 2 var lekið. Af þeim mátti ráða að útgáfudagur leiksins væri í september. Í stuttu stiklunni hér fyrir neðan kemur fram að stikla í fullri lengd verði birt opinberlega á morgun, fimmtudaginn 30. mars.
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira