Verður Landspítalinn okkar? Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 10. mars 2017 09:00 Í vor mun ég útskrifast sem hjúkrunarfræðingur eftir fjögurra ára langt háskólanám. Í náminu hef ég fengið að kynnast starfsemi Landspítalans í verknámi og sem starfsmaður og ég hef litið björtum augum til framtíðarinnar þar. Því hefur lengi verið haldið að okkur hjúkrunarfræðinemunum að með breytti aldurssamsetningu þjóðar fari þörf á hjúkrunarfræðingum sífellt vaxandi. Við erum eftirsóttur starfskraftur og tækifærin eru á hverju strái. Þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga hefur sjaldan verið jafnmikil og skortur á þeim nemur hundruðum í dag. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér fleiri dauðsföll, veldur því að þjónustu hrakar, sem og ánægju og vellíðan sjúklinga. En af hverju eru launin ekki í samræmi við þennan skort í starfsstéttinni?Raunveruleiki hjúkrunarfræðinga Við sem erum að útskrifast í vor höfum kynnt okkur mismunandi kjör vinnustaða. Niðurstöðurnar eru sláandi. 1. júní næstkomandi munu laun okkar hækka á Landspítalanum í samræmi við núverandi samninga. Þá er staðan þessi: > Landspítali: Byrjunarlaun: 375.304 kr >Reykjavíkurborg Byrjunarlaun: 437.603 kr >Sveitarfélög Byrjunarlaun: 430.244 kr Mismunurinn milli Landspítalans og Reykjavíkurborgar eru um það bil 62.300 kr. Á einu ári gera það um það bil 750 þúsund krónur. Vert er að benda á að þessi laun miðast við fullt starf en það eru ekki margir hjúkrunarfræðingar sem hafa tök á því að vera í 100% vaktavinnu. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ein helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar geta ekki ráðið sig inn í fullt starf er álag.Endurreisn heilbrigðiskerfis án hjúkrunarfræðinga? Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera um 20%. Verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015 endaði með lagasetningu á stéttina. Hjúkrunarfræðingar mega því ekki fara í verkfall fyrr en árið 2019. Af hverju á stéttin mín ekki að vera metin til jafns við aðrar stéttir hjá hinu opinbera? Ég vil vinna að bættri þjónustu sjúklinga og byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi. Ég hef starfað á spítalanum í tvö ár og ég vil starfa þar áfram en ég get það ekki. Ég mun því ekki sækja um starf á Landspítalanum eftir útskrift. Ég get ekki samþykkt þessi laun eftir háskólanámið mitt. Ljóst er að spítalinn og ríkisstjórnin verða að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum og grundvöllurinn eru sanngjörn grunnlaun til þess að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér á spítalann og að starfandi hjúkrunarfræðingar endist í starfi. Vinsælt er að tala um endurreisn heilbrigðiskerfisins – eiga hjúkrunarfræðingar ekki að vera hluti af henni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í vor mun ég útskrifast sem hjúkrunarfræðingur eftir fjögurra ára langt háskólanám. Í náminu hef ég fengið að kynnast starfsemi Landspítalans í verknámi og sem starfsmaður og ég hef litið björtum augum til framtíðarinnar þar. Því hefur lengi verið haldið að okkur hjúkrunarfræðinemunum að með breytti aldurssamsetningu þjóðar fari þörf á hjúkrunarfræðingum sífellt vaxandi. Við erum eftirsóttur starfskraftur og tækifærin eru á hverju strái. Þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga hefur sjaldan verið jafnmikil og skortur á þeim nemur hundruðum í dag. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér fleiri dauðsföll, veldur því að þjónustu hrakar, sem og ánægju og vellíðan sjúklinga. En af hverju eru launin ekki í samræmi við þennan skort í starfsstéttinni?Raunveruleiki hjúkrunarfræðinga Við sem erum að útskrifast í vor höfum kynnt okkur mismunandi kjör vinnustaða. Niðurstöðurnar eru sláandi. 1. júní næstkomandi munu laun okkar hækka á Landspítalanum í samræmi við núverandi samninga. Þá er staðan þessi: > Landspítali: Byrjunarlaun: 375.304 kr >Reykjavíkurborg Byrjunarlaun: 437.603 kr >Sveitarfélög Byrjunarlaun: 430.244 kr Mismunurinn milli Landspítalans og Reykjavíkurborgar eru um það bil 62.300 kr. Á einu ári gera það um það bil 750 þúsund krónur. Vert er að benda á að þessi laun miðast við fullt starf en það eru ekki margir hjúkrunarfræðingar sem hafa tök á því að vera í 100% vaktavinnu. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ein helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar geta ekki ráðið sig inn í fullt starf er álag.Endurreisn heilbrigðiskerfis án hjúkrunarfræðinga? Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera um 20%. Verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015 endaði með lagasetningu á stéttina. Hjúkrunarfræðingar mega því ekki fara í verkfall fyrr en árið 2019. Af hverju á stéttin mín ekki að vera metin til jafns við aðrar stéttir hjá hinu opinbera? Ég vil vinna að bættri þjónustu sjúklinga og byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi. Ég hef starfað á spítalanum í tvö ár og ég vil starfa þar áfram en ég get það ekki. Ég mun því ekki sækja um starf á Landspítalanum eftir útskrift. Ég get ekki samþykkt þessi laun eftir háskólanámið mitt. Ljóst er að spítalinn og ríkisstjórnin verða að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum og grundvöllurinn eru sanngjörn grunnlaun til þess að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér á spítalann og að starfandi hjúkrunarfræðingar endist í starfi. Vinsælt er að tala um endurreisn heilbrigðiskerfisins – eiga hjúkrunarfræðingar ekki að vera hluti af henni?
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun