Stoppum draugun Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2017 07:26 Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun