Stoppum draugun Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2017 07:26 Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun