Eggin og erlendu körfurnar Sigurður Guðjón Gíslason skrifar 14. mars 2017 11:52 Í fyrsta sinn frá árinu 2008 eru engar takmarkanir á fjárfestingu einstaklinga, fyrirtækja og lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum. Þessir aðilar geta nú fjárfest í erlendum hlutabréfum eða skuldabréfum í gegnum sjóði eða beint og þannig dreift betur áhættunni í sínum eignasöfnum.Af hverju ættum við Íslendingar að fjárfesta erlendis?Um 40% af neysluvörum okkar Íslendinga eru fluttar inn frá útlöndum. Þessar vörur eru til dæmis bensín, lyf, föt og matur. Þetta þýðir að ef krónan lækkar í verði (veikist) þá mun hluti af því sem við kaupum til daglegra nota hækka í verði. Flest viljum við Íslendingar líka ferðast til útlanda og njóta þar menningar, matar og drykkjar. Utanlandsferð er ekkert annað en neysla sem hækkar í verði ef krónan veikist. Með því að eiga erlendan sparnað þá minnkum við eða eyðum sveiflum í ferðakostnaði sem kemur til vegna breytinga á gengi krónunnar. Hægt er t.d. að setja sér markmið um að eiga erlendan sparnað sem dugar fyrir utanlandsferðum fjölskyldunnar næstu árin.Er góður tími til að fjárfesta erlendis núna?Það er alltaf erfitt að tímasetja markaðinn rétt. Margir benda á að hlutabréfverð erlendis sé orðið hátt eftir hækkanir síðustu ára. Hlutabréf í bandaríkjunum (S&P 500) hækkuðu um 12% árið 2016 og Heimsvísitala MSCI hækkaði á sama tíma um 7,5%, bæði mælt í USD. Erlend hlutabréf hafa svo haldið áfram að hækka á þessu ári og hafa hlutabréf í bandaríkjunum til að mynda hækkað um rúm 5% frá áramótum. Hækkanir erlendis eru þó ekki úr lausu lofti gripnar. Ágætis gangur hefur verið í hagkerfum heimsins og hafa til að mynda OECD og IMF verið að hækka hagvaxtarspár sínar fyrir heimsbúskapinn en þar spila stærstu hagkerfin Bandaríkin og Kína stórt hlutverk. Raungengi íslensku krónunnar er sögulega hátt hvort sem það er reiknað á grundvelli launa eða verðlags. Hátt raungengi þýðir í sinni einföldustu mynd að erlendur gjaldeyrir er sögulega ódýr þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbólgu og launabreytingum. Raungengið er nú á svipuðum slóðum og árið 2007 en mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir að efnahagskerfi landsins er mikið mun heilbrigðara. Skuldsetning er hófleg í flestum tilvikum og afgangur er talsverður af viðskiptum við útlönd. Það er sérstaklega erfitt að spá fyrir um gjaldeyrishreyfingar til skemmri tíma þar sem flæði á gjaldeyrismarkaði getur fallið til á mjög mismunandi tímum. Við höfum notið góðs af því síðustu ár að útlendingar hafa komið til landsins af miklum krafti og keypt mikið af íslenskum krónum og selt evrur, dollarar og aðra gjaldmiðla á móti. Nú er spurningin sú hvað ferðaþjónustan þolir mikið meiri styrkingu áður en við sjáum minni vöxt ferðamanna.Eignadreifing er lykilatriðiÞegar 20 ára söguleg ávöxtun eignaflokka er skoðuð sést að Heimsvísitala MSCI hefur hækkað um 9% á ársgrundvelli mælt í íslenskum krónum. Á sama tíma hefur OMXIPI vísitala innlendra hlutabréfa hækkað um 2% á ársgrundvelli. Auðvitað er djúp efnahagslægð á Íslandi inn í þessum tölum en á sama tíma hefur heimurinn farið í gegnum eina af sínum stærstu niðursveiflum. Mikilvægt er að átta sig á að talsverðar sveiflur geta verið bæði á verði gjaldmiðla og hlutabréfa og því varasamt fyrir íslenska fjárfesta að fara inn á erlenda markaði í stórum skrefum. Góð eignastýring gengur út á að finna markmið um vægi erlendra verðbréfa og fjárfesta svo í skrefum yfir ákveðið tímabil til dæmis 12 til 18 mánuði. Með þessari aðferð sem oftar en ekki er kölluð meðaltalsaðferðin er hægt að minnka líkur á að keypt sé á alltof háu verði eða selt á alltof lágu verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn frá árinu 2008 eru engar takmarkanir á fjárfestingu einstaklinga, fyrirtækja og lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum. Þessir aðilar geta nú fjárfest í erlendum hlutabréfum eða skuldabréfum í gegnum sjóði eða beint og þannig dreift betur áhættunni í sínum eignasöfnum.Af hverju ættum við Íslendingar að fjárfesta erlendis?Um 40% af neysluvörum okkar Íslendinga eru fluttar inn frá útlöndum. Þessar vörur eru til dæmis bensín, lyf, föt og matur. Þetta þýðir að ef krónan lækkar í verði (veikist) þá mun hluti af því sem við kaupum til daglegra nota hækka í verði. Flest viljum við Íslendingar líka ferðast til útlanda og njóta þar menningar, matar og drykkjar. Utanlandsferð er ekkert annað en neysla sem hækkar í verði ef krónan veikist. Með því að eiga erlendan sparnað þá minnkum við eða eyðum sveiflum í ferðakostnaði sem kemur til vegna breytinga á gengi krónunnar. Hægt er t.d. að setja sér markmið um að eiga erlendan sparnað sem dugar fyrir utanlandsferðum fjölskyldunnar næstu árin.Er góður tími til að fjárfesta erlendis núna?Það er alltaf erfitt að tímasetja markaðinn rétt. Margir benda á að hlutabréfverð erlendis sé orðið hátt eftir hækkanir síðustu ára. Hlutabréf í bandaríkjunum (S&P 500) hækkuðu um 12% árið 2016 og Heimsvísitala MSCI hækkaði á sama tíma um 7,5%, bæði mælt í USD. Erlend hlutabréf hafa svo haldið áfram að hækka á þessu ári og hafa hlutabréf í bandaríkjunum til að mynda hækkað um rúm 5% frá áramótum. Hækkanir erlendis eru þó ekki úr lausu lofti gripnar. Ágætis gangur hefur verið í hagkerfum heimsins og hafa til að mynda OECD og IMF verið að hækka hagvaxtarspár sínar fyrir heimsbúskapinn en þar spila stærstu hagkerfin Bandaríkin og Kína stórt hlutverk. Raungengi íslensku krónunnar er sögulega hátt hvort sem það er reiknað á grundvelli launa eða verðlags. Hátt raungengi þýðir í sinni einföldustu mynd að erlendur gjaldeyrir er sögulega ódýr þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbólgu og launabreytingum. Raungengið er nú á svipuðum slóðum og árið 2007 en mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir að efnahagskerfi landsins er mikið mun heilbrigðara. Skuldsetning er hófleg í flestum tilvikum og afgangur er talsverður af viðskiptum við útlönd. Það er sérstaklega erfitt að spá fyrir um gjaldeyrishreyfingar til skemmri tíma þar sem flæði á gjaldeyrismarkaði getur fallið til á mjög mismunandi tímum. Við höfum notið góðs af því síðustu ár að útlendingar hafa komið til landsins af miklum krafti og keypt mikið af íslenskum krónum og selt evrur, dollarar og aðra gjaldmiðla á móti. Nú er spurningin sú hvað ferðaþjónustan þolir mikið meiri styrkingu áður en við sjáum minni vöxt ferðamanna.Eignadreifing er lykilatriðiÞegar 20 ára söguleg ávöxtun eignaflokka er skoðuð sést að Heimsvísitala MSCI hefur hækkað um 9% á ársgrundvelli mælt í íslenskum krónum. Á sama tíma hefur OMXIPI vísitala innlendra hlutabréfa hækkað um 2% á ársgrundvelli. Auðvitað er djúp efnahagslægð á Íslandi inn í þessum tölum en á sama tíma hefur heimurinn farið í gegnum eina af sínum stærstu niðursveiflum. Mikilvægt er að átta sig á að talsverðar sveiflur geta verið bæði á verði gjaldmiðla og hlutabréfa og því varasamt fyrir íslenska fjárfesta að fara inn á erlenda markaði í stórum skrefum. Góð eignastýring gengur út á að finna markmið um vægi erlendra verðbréfa og fjárfesta svo í skrefum yfir ákveðið tímabil til dæmis 12 til 18 mánuði. Með þessari aðferð sem oftar en ekki er kölluð meðaltalsaðferðin er hægt að minnka líkur á að keypt sé á alltof háu verði eða selt á alltof lágu verði.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun