Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2017 08:31 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, þegar tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi á sunnudag. Vísir/Eyþór Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða óbreyttir, eða 5 prósent, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd bankans. Nefndin mun gera frekari grein fyrir ákvörðun sinni í beinni útsendingu á Vísi og á vef Seðlabankans klukkan 10. Þessi ákvörðun er í takti við spár greiningadeilda bankanna sem töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær.Yfirlýsing Seðlabankans í heild:Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands var hagvöxtur 7,2% í fyrra sem er einni prósentu meiri vöxtur en spáð var í febrúarhefti Peningamála. Frávikið frá spánni skýrist einkum af meiri þjónustuútflutningi og einkaneyslu. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt það sem af er ári. Þá fjölgar störfum hratt, atvinnuleysi er lítið og atvinnuþátttaka er orðin meiri en hún var mest á þenslutímanum fyrir fjármálakreppuna. Þrátt fyrir að innflutningur erlends vinnuafls vegi á móti fer spenna í þjóðarbúinu vaxandi.Verðbólga mældist 1,9% í febrúar, áþekk því sem hún hefur verið sl. hálft ár. Að því er varðar verðbólguhorfur togast sem fyrr á tveir kraftar. Hagvöxtur hefur reynst meiri en spáð var, en á hinn bóginn er gengi krónunnar hærra.Gengishækkunin og lítil alþjóðleg verðbólga vega sem fyrr á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum og hefur bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta aukist. Þá hefur aðhaldssöm peningastefna skapað verðbólguvæntingum kjölfestu og haldið aftur af útlánavexti og vexti eftirspurnar.Of snemmt er að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt er að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kunna að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til.Ör vöxtur efnahagsumsvifa og skýr merki um spennu í þjóðar-búskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Á móti kemur að heldur hefur dregið úr óvissu á vinnumarkaði.Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri munu gera grein fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í beinni útsendingu á vef Seðlabankans og hér á Vísi klukkan 10. Tengdar fréttir Uggur í Íslendingum sem hópuðust í banka að kaupa gjaldeyri „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. 14. mars 2017 07:00 Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Framkvæmdastjóri Dohop segir sterkt gengi hins vegar hafa valdið því að hann hafi sagt upp þriðjungi starfsfólks síns. 14. mars 2017 07:00 Erlendir fjárfestingasjóðir verða meira áberandi á markaði við afnám hafta Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. 15. mars 2017 05:02 Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. 14. mars 2017 07:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða óbreyttir, eða 5 prósent, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd bankans. Nefndin mun gera frekari grein fyrir ákvörðun sinni í beinni útsendingu á Vísi og á vef Seðlabankans klukkan 10. Þessi ákvörðun er í takti við spár greiningadeilda bankanna sem töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær.Yfirlýsing Seðlabankans í heild:Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands var hagvöxtur 7,2% í fyrra sem er einni prósentu meiri vöxtur en spáð var í febrúarhefti Peningamála. Frávikið frá spánni skýrist einkum af meiri þjónustuútflutningi og einkaneyslu. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt það sem af er ári. Þá fjölgar störfum hratt, atvinnuleysi er lítið og atvinnuþátttaka er orðin meiri en hún var mest á þenslutímanum fyrir fjármálakreppuna. Þrátt fyrir að innflutningur erlends vinnuafls vegi á móti fer spenna í þjóðarbúinu vaxandi.Verðbólga mældist 1,9% í febrúar, áþekk því sem hún hefur verið sl. hálft ár. Að því er varðar verðbólguhorfur togast sem fyrr á tveir kraftar. Hagvöxtur hefur reynst meiri en spáð var, en á hinn bóginn er gengi krónunnar hærra.Gengishækkunin og lítil alþjóðleg verðbólga vega sem fyrr á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum og hefur bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta aukist. Þá hefur aðhaldssöm peningastefna skapað verðbólguvæntingum kjölfestu og haldið aftur af útlánavexti og vexti eftirspurnar.Of snemmt er að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt er að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kunna að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til.Ör vöxtur efnahagsumsvifa og skýr merki um spennu í þjóðar-búskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Á móti kemur að heldur hefur dregið úr óvissu á vinnumarkaði.Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri munu gera grein fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í beinni útsendingu á vef Seðlabankans og hér á Vísi klukkan 10.
Tengdar fréttir Uggur í Íslendingum sem hópuðust í banka að kaupa gjaldeyri „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. 14. mars 2017 07:00 Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Framkvæmdastjóri Dohop segir sterkt gengi hins vegar hafa valdið því að hann hafi sagt upp þriðjungi starfsfólks síns. 14. mars 2017 07:00 Erlendir fjárfestingasjóðir verða meira áberandi á markaði við afnám hafta Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. 15. mars 2017 05:02 Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. 14. mars 2017 07:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Uggur í Íslendingum sem hópuðust í banka að kaupa gjaldeyri „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. 14. mars 2017 07:00
Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Framkvæmdastjóri Dohop segir sterkt gengi hins vegar hafa valdið því að hann hafi sagt upp þriðjungi starfsfólks síns. 14. mars 2017 07:00
Erlendir fjárfestingasjóðir verða meira áberandi á markaði við afnám hafta Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. 15. mars 2017 05:02
Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. 14. mars 2017 07:00