Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 49-73 | Keflavíkurkonur öruggar með annað sætið Aron Ingi Valtýsson í Ljónagryfjunni skrifar 15. mars 2017 22:00 Birna Valgerður Benónýsdóttir. Vísir/Eyþór Litlu slátrararnir frá Keflavík unnu fimmta leikinn sinn í röð af öryggi í 26. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík var að spila án Carmen Tyson Tomas. Keflavík nýtti sér það og vann leikinn örugglega 49-73. Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur Njarðvíkur án Carmen Tyson Tomas sem var leyst undan samningi í lok síðustu viku. Það var greinilegt í þessum leik að Carmen bar liðið á herðum sér. Carmen var með 37,0 stig, 16,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekkert vanmat var hjá Keflavíkurstúlkum í byrjun leiks en þær byrjuðu af krafti og komust í 11 stiga forystu þegar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík setti upp góða pressu sem sló Njarðvík út af laginu í byrjun leiks en þær komust fljótt í takt við leikinn. Heimastúlkur voru að sýna flotta takta á köflum í vörn og sókn, en Keflavík var með yfirhöndina mestan tímann. Í hálfleik var staðan 20-37 fyrir Keflavík. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks komust gestirnir frá Keflavík í 20 stiga forustu og hélst hún út allan leikhlutann. Njarðvík átti flotta spretti inná milli en Keflavík drap alla stemningu sem myndaðist við það með þriggja stiga körfu eða villu og karfa góð. Keflavík notaði síðustu mínútur leiksins til þess að bæta aðeins sigruðu með 24 stiga sigri. Báðir þjálfararnir rúlluðu á öllum sínum leikmönnum í leiknum. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur, 49-73.Af hverju vann Keflavík? Keflavík var nokkrum númerum of stórt fyrir Njarðvík í þessum leik. Sverrir Þór Sverrisson náði að dreifa álæginu vel í leiknum. Heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að losa sig undan fullri pressu allan völl. Keflavík rúlluðu vel í gegnum kerfin og voru að fá mikið af opnum skotum og nýttu þau vel. Stigin voru að koma allstaðar af vellinum, inní teig og fyrir utan.Bestu menn vallarins: Ariana Moorer var atkvæðamest hjá Keflavík með 13 stig, 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Thelma Dís Ásgeirsdóttir skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var María Jónsdóttir með 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. En óvæntu menn leiksins voru stuðningsmenn Njarðvíkur. En rétt fyrir leik fylltist kofinn af 35 ungum og efnilegum körfuboltastelpum sem studdu vel við bakið á sínu liði.Hvað gekk illa: Njarðvík náði aldrei góðu áhlaupi á Keflavík í kvöld. Áttu flotta spretti inn á milli en Keflavík drap það alltaf niður. Greinilegt að Carmen skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla uppí. Einnig var Ína María Einarsdóttir fjarverandi sem gerði þetta enn erfiðara fyrir Njarðvík í þessum leik. En Njarðvíkurkonur fá hrós fyrir mikla baráttu og þær gáfu ekkert eftir þó svo að þær væru með tapaðan leik í höndunum.Sverrir Þór Sverrisson: Það er mikið álag í þessari viku Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægðu með sínar stelpur í kvöld og segir að þau hafi farið vel í gegnum undirbúning fyrir leikin svo að ekkert vanmat væri hjá sínu liði. „Nei alls ekkert vanmat, við vorum búin að fara vel í gegnum undirbúning fyrir þennan leik þar sem að Njarðvíkurliðið er mikið breytt. Við vissum að þær myndu reyna að koma sterkar í síðustu leikina, reyna að þjappa sér svolítið saman, reyna að berjast fyrir hvor aðra og taka svolítið á skarið. Þær gerðu það nokkuð vel,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Mér fannst við vera að gera ágætlega vel á móti þessu og rúlluðum á öllum hópnum. Það er mikið álag í þessari viku því það eru 3 leikir hjá okkur og gott að getað rúllað á mörgum leikmönnum. Fínn sigur,“ sagði Sverrir Þór Það er þétt plan framundan hjá Keflavík fyrir úrslitakeppni og aðspurður hvað planið er fyrir útslitakeppnina segir Sverrir. „Það eru bara tveir leikir eftir og nú förum við að einbeita okkur að laugardeginum. Við eigum Val heima og stefnum að því að mæta með krafti í þann leik og ná í tvö stig,“ sagði Sverrir ÞórAgnar Gunnarsson: Mér fannst þær bara nokkuð seigar Agnar Gunnarsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með stelpurnar á móti sterku liði Keflavíkur án þess að hafa kana í liðinu. „Það var margt jákvætt hjá mínum stelpum í dag og okkur vantaði tvö stór ígildi í byrjunarliðið og stelpurnar sem komu inn lögðu sig allar fram í verkefnið og mér fannst þær bara nokkuð seigar,“ sagði Agnar og bætti við: „Við erum náttúrulega að spila á móti sterku Keflavíkurliði sem að ég held að fari alla leið en ég tek ofan fyrir mínum stelpum því þær lögðu allt í þetta,“ sagði Agnar Aðspurður hvernig planið fyrir síðustu tvo leikina væri segir Aggi að allir leikmenn fái að spreyta sig. „Það er bara eins og í þessum leik. Við rúlluðum vel á öllum stelpunum og allar voru að fá tækifæri og margar hverjar voru að grípa það sem hafa kannski fengið að sitja meira í vetur. Þegar losnar um 70 til 80 mínútur í tímastórum ígildum þá losnar fyrir aðrar. Í þessum tveimur leikjum verður gefið öllum séns að fá að sýna sig,“ sagði Agnar. Sáttur með þín leikmenn í kvöld? „Já, það var margt jákvætt og þótt að margir litlir hlutir hefðu getað verið gert betur en í heildina yfir þá komu þær bara nokkuð sprækar í þennan leik og með hausinn á herðunum,“ sagði Agnar. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
Litlu slátrararnir frá Keflavík unnu fimmta leikinn sinn í röð af öryggi í 26. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík var að spila án Carmen Tyson Tomas. Keflavík nýtti sér það og vann leikinn örugglega 49-73. Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur Njarðvíkur án Carmen Tyson Tomas sem var leyst undan samningi í lok síðustu viku. Það var greinilegt í þessum leik að Carmen bar liðið á herðum sér. Carmen var með 37,0 stig, 16,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekkert vanmat var hjá Keflavíkurstúlkum í byrjun leiks en þær byrjuðu af krafti og komust í 11 stiga forystu þegar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík setti upp góða pressu sem sló Njarðvík út af laginu í byrjun leiks en þær komust fljótt í takt við leikinn. Heimastúlkur voru að sýna flotta takta á köflum í vörn og sókn, en Keflavík var með yfirhöndina mestan tímann. Í hálfleik var staðan 20-37 fyrir Keflavík. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks komust gestirnir frá Keflavík í 20 stiga forustu og hélst hún út allan leikhlutann. Njarðvík átti flotta spretti inná milli en Keflavík drap alla stemningu sem myndaðist við það með þriggja stiga körfu eða villu og karfa góð. Keflavík notaði síðustu mínútur leiksins til þess að bæta aðeins sigruðu með 24 stiga sigri. Báðir þjálfararnir rúlluðu á öllum sínum leikmönnum í leiknum. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur, 49-73.Af hverju vann Keflavík? Keflavík var nokkrum númerum of stórt fyrir Njarðvík í þessum leik. Sverrir Þór Sverrisson náði að dreifa álæginu vel í leiknum. Heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að losa sig undan fullri pressu allan völl. Keflavík rúlluðu vel í gegnum kerfin og voru að fá mikið af opnum skotum og nýttu þau vel. Stigin voru að koma allstaðar af vellinum, inní teig og fyrir utan.Bestu menn vallarins: Ariana Moorer var atkvæðamest hjá Keflavík með 13 stig, 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Thelma Dís Ásgeirsdóttir skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var María Jónsdóttir með 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. En óvæntu menn leiksins voru stuðningsmenn Njarðvíkur. En rétt fyrir leik fylltist kofinn af 35 ungum og efnilegum körfuboltastelpum sem studdu vel við bakið á sínu liði.Hvað gekk illa: Njarðvík náði aldrei góðu áhlaupi á Keflavík í kvöld. Áttu flotta spretti inn á milli en Keflavík drap það alltaf niður. Greinilegt að Carmen skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla uppí. Einnig var Ína María Einarsdóttir fjarverandi sem gerði þetta enn erfiðara fyrir Njarðvík í þessum leik. En Njarðvíkurkonur fá hrós fyrir mikla baráttu og þær gáfu ekkert eftir þó svo að þær væru með tapaðan leik í höndunum.Sverrir Þór Sverrisson: Það er mikið álag í þessari viku Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægðu með sínar stelpur í kvöld og segir að þau hafi farið vel í gegnum undirbúning fyrir leikin svo að ekkert vanmat væri hjá sínu liði. „Nei alls ekkert vanmat, við vorum búin að fara vel í gegnum undirbúning fyrir þennan leik þar sem að Njarðvíkurliðið er mikið breytt. Við vissum að þær myndu reyna að koma sterkar í síðustu leikina, reyna að þjappa sér svolítið saman, reyna að berjast fyrir hvor aðra og taka svolítið á skarið. Þær gerðu það nokkuð vel,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Mér fannst við vera að gera ágætlega vel á móti þessu og rúlluðum á öllum hópnum. Það er mikið álag í þessari viku því það eru 3 leikir hjá okkur og gott að getað rúllað á mörgum leikmönnum. Fínn sigur,“ sagði Sverrir Þór Það er þétt plan framundan hjá Keflavík fyrir úrslitakeppni og aðspurður hvað planið er fyrir útslitakeppnina segir Sverrir. „Það eru bara tveir leikir eftir og nú förum við að einbeita okkur að laugardeginum. Við eigum Val heima og stefnum að því að mæta með krafti í þann leik og ná í tvö stig,“ sagði Sverrir ÞórAgnar Gunnarsson: Mér fannst þær bara nokkuð seigar Agnar Gunnarsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með stelpurnar á móti sterku liði Keflavíkur án þess að hafa kana í liðinu. „Það var margt jákvætt hjá mínum stelpum í dag og okkur vantaði tvö stór ígildi í byrjunarliðið og stelpurnar sem komu inn lögðu sig allar fram í verkefnið og mér fannst þær bara nokkuð seigar,“ sagði Agnar og bætti við: „Við erum náttúrulega að spila á móti sterku Keflavíkurliði sem að ég held að fari alla leið en ég tek ofan fyrir mínum stelpum því þær lögðu allt í þetta,“ sagði Agnar Aðspurður hvernig planið fyrir síðustu tvo leikina væri segir Aggi að allir leikmenn fái að spreyta sig. „Það er bara eins og í þessum leik. Við rúlluðum vel á öllum stelpunum og allar voru að fá tækifæri og margar hverjar voru að grípa það sem hafa kannski fengið að sitja meira í vetur. Þegar losnar um 70 til 80 mínútur í tímastórum ígildum þá losnar fyrir aðrar. Í þessum tveimur leikjum verður gefið öllum séns að fá að sýna sig,“ sagði Agnar. Sáttur með þín leikmenn í kvöld? „Já, það var margt jákvætt og þótt að margir litlir hlutir hefðu getað verið gert betur en í heildina yfir þá komu þær bara nokkuð sprækar í þennan leik og með hausinn á herðunum,“ sagði Agnar.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira