Eru lífskjör betri með ódýrari fæðu? Elín M. Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2017 07:00 Mönnum verður tíðrætt um að ef tollar væru afnumdir þá gæfist landsmönnum kostur á ódýrari matvælum, en hvað þýðir ódýrari fæða? Við sem stöndum að framleiðslu á matvælum sjáum að það þýðir oftar en ekki lakari aðbúnaður dýra, meiri lyfjagjöf til þeirra og minni raunveruleg næring í framleiddu matvælunum sem eru seld á lægra verði. Umhverfið nýtur heldur ekki góðs af þeirri framleiðslu enda oftast mikið álag á jarðveginn og á plönturnar og dýrin að vaxa hratt til að ná fram sem mestri hagkvæmni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að ef horft er á alla virðiskeðjuna sé um þriðjungi allra matvæla sóað. Það byrjar á ræktun og vinnslu, heldur áfram í flutningum og endar á heimilum okkar, við hvert skref sóum við landi, vatni og orku sem nýtt hefur verið í framleiðsluna sem var svo ekki neytt.Hver er raunveruleikinn á Íslandi? Ísland ásamt Noregi notar langtum minna af sýklalyfjum við dýraeldi en þjóðir sunnar í Evrópu. Þá er óleyfilegt að nýta sýklalyf sem vaxtarhvata og ónæmar bakteríur (sem sýklalyf vinna ekki á) eru sjaldgæfar hér á landi. Á Íslandi er framleitt minna af kjöti, mjólk og grænmeti við óhagkvæmari aðstæður en fyrir það fáum við afurðir af dýrum sem búa ekki við jafn mikla lyfjagjöf og ræktunaraðferðir sem eru langtum betri. Íslendingar eru neyslufrekasta þjóðin samkvæmt nýlegum vistsporsmælingum á heimsvísu. Á Íslandi erum við að kaupa inn of mikið af fæðu sem endar í ruslinu en Reykjavíkurborg hefur áætlað að það sé fyrir 150.000 kr. á ári á hverja fjölskyldu. Bændum finnst stundum að þeir séu einhvers konar afætur á þjóðinni. En ég get fullyrt að íslenskir bændur vilja ekkert fremur en að framleiða heilnæm matvæli í sátt við þjóð og land. Við skiljum heldur ekki af hverju er verið að stilla upp hagsmunum bænda á móti hagsmunum neytenda. Við erum öll í sama bátnum.Hvað viljum við gera? Sé miðað við að hægt væri að draga úr sóun matvæla um 20% myndi það þýða 30 þúsund kr. sparnað á hverja fjölskyldu á ári. Þá eru ótalin þau tækifæri sem finnast við vinnslu matvæla áður en þau koma í verslunina. Sé framleitt innanlands gætum við einnig unnið áfram að því að draga úr kolefnisspori matvæla. Þá vinnum við náttúrunni gagn, spörum gjaldeyri fyrir þjóðfélagið og eyðum minna fé í mat í hverjum mánuði, saman. Til lengri tíma nýtur enginn góðs af því að grafa undan heilnæmri matvælaframleiðslu á Íslandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mönnum verður tíðrætt um að ef tollar væru afnumdir þá gæfist landsmönnum kostur á ódýrari matvælum, en hvað þýðir ódýrari fæða? Við sem stöndum að framleiðslu á matvælum sjáum að það þýðir oftar en ekki lakari aðbúnaður dýra, meiri lyfjagjöf til þeirra og minni raunveruleg næring í framleiddu matvælunum sem eru seld á lægra verði. Umhverfið nýtur heldur ekki góðs af þeirri framleiðslu enda oftast mikið álag á jarðveginn og á plönturnar og dýrin að vaxa hratt til að ná fram sem mestri hagkvæmni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að ef horft er á alla virðiskeðjuna sé um þriðjungi allra matvæla sóað. Það byrjar á ræktun og vinnslu, heldur áfram í flutningum og endar á heimilum okkar, við hvert skref sóum við landi, vatni og orku sem nýtt hefur verið í framleiðsluna sem var svo ekki neytt.Hver er raunveruleikinn á Íslandi? Ísland ásamt Noregi notar langtum minna af sýklalyfjum við dýraeldi en þjóðir sunnar í Evrópu. Þá er óleyfilegt að nýta sýklalyf sem vaxtarhvata og ónæmar bakteríur (sem sýklalyf vinna ekki á) eru sjaldgæfar hér á landi. Á Íslandi er framleitt minna af kjöti, mjólk og grænmeti við óhagkvæmari aðstæður en fyrir það fáum við afurðir af dýrum sem búa ekki við jafn mikla lyfjagjöf og ræktunaraðferðir sem eru langtum betri. Íslendingar eru neyslufrekasta þjóðin samkvæmt nýlegum vistsporsmælingum á heimsvísu. Á Íslandi erum við að kaupa inn of mikið af fæðu sem endar í ruslinu en Reykjavíkurborg hefur áætlað að það sé fyrir 150.000 kr. á ári á hverja fjölskyldu. Bændum finnst stundum að þeir séu einhvers konar afætur á þjóðinni. En ég get fullyrt að íslenskir bændur vilja ekkert fremur en að framleiða heilnæm matvæli í sátt við þjóð og land. Við skiljum heldur ekki af hverju er verið að stilla upp hagsmunum bænda á móti hagsmunum neytenda. Við erum öll í sama bátnum.Hvað viljum við gera? Sé miðað við að hægt væri að draga úr sóun matvæla um 20% myndi það þýða 30 þúsund kr. sparnað á hverja fjölskyldu á ári. Þá eru ótalin þau tækifæri sem finnast við vinnslu matvæla áður en þau koma í verslunina. Sé framleitt innanlands gætum við einnig unnið áfram að því að draga úr kolefnisspori matvæla. Þá vinnum við náttúrunni gagn, spörum gjaldeyri fyrir þjóðfélagið og eyðum minna fé í mat í hverjum mánuði, saman. Til lengri tíma nýtur enginn góðs af því að grafa undan heilnæmri matvælaframleiðslu á Íslandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar