Baráttan um vinnuaflið Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Frá hruni og út árið 2015 voru byggðar 5.018 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Árleg þörf til þess að mæta eftirspurn er um 1.800 íbúðir á ári sem gerir um 12.600 íbúðir á þessu tímabili. Taka verður þó þessum tölum með fyrirvara þar sem þörfin er orðin meiri í dag vegna ferðamannaiðnaðarins og einnig þar sem þörfin var eilítið minni á árunum fyrir hrun. En gróflega má áætla að uppsöfnuð þörf sé á bilinu 5.000 – 6.000 íbúðir. Á árunum 2009 – 2015 náðum við aldrei að framleiða yfir 1.000 íbúðir á ári. Metár í framleiðslu var árið 2006 þegar við náðum að framleiða 2.120 íbúðir. Þetta er vandinn í hnotskurn. Ef við myndum ná að framleiða 500 íbúðir umfram eftirspurn á ári til þess að ná framboðinu upp þá tæki þetta 10 ár! Undirritaður beið spenntur eftir stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. En vonbrigðin létu ekki á sér standa því þar var ekki minnst einu orði á þetta vandamál. Undirritaður gerir sér vonir um að blöðin í prentarann hafi verið búin og því vanti síðustu blaðsíðuna í sáttmálann. Eru stjórnvöld virkilega ekki með hugann við þetta vandamál? Ef allt fer á versta veg þá stefnir í spekileka ungs fólks úr landinu. Þessi atvinnugrein sem kallast byggingariðnaður þarf á langtímastefnumótun að halda. Í meistararitgerð minni í hagfræði kom fram að framleiðni hérlendis er um helmingi minni en í Noregi. Fyrir því eru margar ástæður sem þarfnast frekari greiningar. En við höfum sofið á verðinum hvað þetta varðar þrátt fyrir að öll gögn segðu til í hvað stefndi. Þó eru ekki til neinar skammtímalausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er skortur á vinnuafli. Margir kalla eftir auknu lóðaframboði en það er til lítils ef það er ekki til vinnuafl til þess að byggja á þessum lóðum. Sumir vilja að ríki og sveitarfélög fari sjálf í það að byggja en þá færu þau í samkeppni við einkageirann um vinnuaflið. Þetta kallast ruðningsáhrif.Lendum undir í baráttunni Við erum hluti af EES sem gerir okkur kleift að sækja vinnuafl (og aðra framleiðsluþætti) á evrusvæðið til þess að mæta aukinni þörf eftir vinnuafli á byggingamarkaði. En vandinn er að við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um þessa framleiðsluþætti. Þegar það er uppsveifla í Póllandi og skortur á íbúðum er orðinn víða í Norður-Evrópu eins og í Noregi, þá lendum við undir í þessari baráttu. Hærri laun í þessum löndum (til dæmis vegna meiri framleiðni) og strangara eftirlit með fagmenntun gerir það að verkum að besta vinnuaflið leitar þangað fyrst. Í gegnum starfsmannaleigur hafa verktakar í örvæntingu leitað til þeirra til þess að manna vinnustaðina. En oft gerist það að þetta vinnuafl fullnægir ekki kröfum um fagmenntun eða reynslu og er því sent aftur til síns heima. Við þurfum meiri endurnýjun á innlendu vinnuafli til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Það tekur nefnilega tíma að ná hæfni og læra á skipulag í verklegum greinum. Meðhöndlun verkfæra er bara æfing sem skapar meistarann. Því er það von undirritaðs að farið verði í langtímastefnumótun á þessu sviði því annars mun þetta endurtaka sig aftur og aftur. Einnig hafa heyrst raddir um að lóðaverð sé að blása upp húsnæðisverð. Miðað við hvernig markaðurinn er núna með þennan mikla skort er líklegra að lækkun lóðaverðs lendi í vösum verktaka. Hins vegar er fjármagnskostnaður allt of hár sem tefur uppbyggingu eigin fjár. Í framtíðinni þegar kaupverð fer að nálgast byggingakostnað og jafnvel undir byggingakostnað er mikilvægt að sveitarfélög lækki lóðaverð til þess að búa til hvata fyrir verktaka til að halda áfram framleiðslu á íbúðum. Í dag hins vegar er mikið um yfirboð þannig að lækkun lóðaverðs myndi ekki skila sér til kaupenda íbúða. Markaðurinn sér um að ákveða verðið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Frá hruni og út árið 2015 voru byggðar 5.018 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Árleg þörf til þess að mæta eftirspurn er um 1.800 íbúðir á ári sem gerir um 12.600 íbúðir á þessu tímabili. Taka verður þó þessum tölum með fyrirvara þar sem þörfin er orðin meiri í dag vegna ferðamannaiðnaðarins og einnig þar sem þörfin var eilítið minni á árunum fyrir hrun. En gróflega má áætla að uppsöfnuð þörf sé á bilinu 5.000 – 6.000 íbúðir. Á árunum 2009 – 2015 náðum við aldrei að framleiða yfir 1.000 íbúðir á ári. Metár í framleiðslu var árið 2006 þegar við náðum að framleiða 2.120 íbúðir. Þetta er vandinn í hnotskurn. Ef við myndum ná að framleiða 500 íbúðir umfram eftirspurn á ári til þess að ná framboðinu upp þá tæki þetta 10 ár! Undirritaður beið spenntur eftir stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. En vonbrigðin létu ekki á sér standa því þar var ekki minnst einu orði á þetta vandamál. Undirritaður gerir sér vonir um að blöðin í prentarann hafi verið búin og því vanti síðustu blaðsíðuna í sáttmálann. Eru stjórnvöld virkilega ekki með hugann við þetta vandamál? Ef allt fer á versta veg þá stefnir í spekileka ungs fólks úr landinu. Þessi atvinnugrein sem kallast byggingariðnaður þarf á langtímastefnumótun að halda. Í meistararitgerð minni í hagfræði kom fram að framleiðni hérlendis er um helmingi minni en í Noregi. Fyrir því eru margar ástæður sem þarfnast frekari greiningar. En við höfum sofið á verðinum hvað þetta varðar þrátt fyrir að öll gögn segðu til í hvað stefndi. Þó eru ekki til neinar skammtímalausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er skortur á vinnuafli. Margir kalla eftir auknu lóðaframboði en það er til lítils ef það er ekki til vinnuafl til þess að byggja á þessum lóðum. Sumir vilja að ríki og sveitarfélög fari sjálf í það að byggja en þá færu þau í samkeppni við einkageirann um vinnuaflið. Þetta kallast ruðningsáhrif.Lendum undir í baráttunni Við erum hluti af EES sem gerir okkur kleift að sækja vinnuafl (og aðra framleiðsluþætti) á evrusvæðið til þess að mæta aukinni þörf eftir vinnuafli á byggingamarkaði. En vandinn er að við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um þessa framleiðsluþætti. Þegar það er uppsveifla í Póllandi og skortur á íbúðum er orðinn víða í Norður-Evrópu eins og í Noregi, þá lendum við undir í þessari baráttu. Hærri laun í þessum löndum (til dæmis vegna meiri framleiðni) og strangara eftirlit með fagmenntun gerir það að verkum að besta vinnuaflið leitar þangað fyrst. Í gegnum starfsmannaleigur hafa verktakar í örvæntingu leitað til þeirra til þess að manna vinnustaðina. En oft gerist það að þetta vinnuafl fullnægir ekki kröfum um fagmenntun eða reynslu og er því sent aftur til síns heima. Við þurfum meiri endurnýjun á innlendu vinnuafli til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Það tekur nefnilega tíma að ná hæfni og læra á skipulag í verklegum greinum. Meðhöndlun verkfæra er bara æfing sem skapar meistarann. Því er það von undirritaðs að farið verði í langtímastefnumótun á þessu sviði því annars mun þetta endurtaka sig aftur og aftur. Einnig hafa heyrst raddir um að lóðaverð sé að blása upp húsnæðisverð. Miðað við hvernig markaðurinn er núna með þennan mikla skort er líklegra að lækkun lóðaverðs lendi í vösum verktaka. Hins vegar er fjármagnskostnaður allt of hár sem tefur uppbyggingu eigin fjár. Í framtíðinni þegar kaupverð fer að nálgast byggingakostnað og jafnvel undir byggingakostnað er mikilvægt að sveitarfélög lækki lóðaverð til þess að búa til hvata fyrir verktaka til að halda áfram framleiðslu á íbúðum. Í dag hins vegar er mikið um yfirboð þannig að lækkun lóðaverðs myndi ekki skila sér til kaupenda íbúða. Markaðurinn sér um að ákveða verðið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar