Baráttan um vinnuaflið Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Frá hruni og út árið 2015 voru byggðar 5.018 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Árleg þörf til þess að mæta eftirspurn er um 1.800 íbúðir á ári sem gerir um 12.600 íbúðir á þessu tímabili. Taka verður þó þessum tölum með fyrirvara þar sem þörfin er orðin meiri í dag vegna ferðamannaiðnaðarins og einnig þar sem þörfin var eilítið minni á árunum fyrir hrun. En gróflega má áætla að uppsöfnuð þörf sé á bilinu 5.000 – 6.000 íbúðir. Á árunum 2009 – 2015 náðum við aldrei að framleiða yfir 1.000 íbúðir á ári. Metár í framleiðslu var árið 2006 þegar við náðum að framleiða 2.120 íbúðir. Þetta er vandinn í hnotskurn. Ef við myndum ná að framleiða 500 íbúðir umfram eftirspurn á ári til þess að ná framboðinu upp þá tæki þetta 10 ár! Undirritaður beið spenntur eftir stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. En vonbrigðin létu ekki á sér standa því þar var ekki minnst einu orði á þetta vandamál. Undirritaður gerir sér vonir um að blöðin í prentarann hafi verið búin og því vanti síðustu blaðsíðuna í sáttmálann. Eru stjórnvöld virkilega ekki með hugann við þetta vandamál? Ef allt fer á versta veg þá stefnir í spekileka ungs fólks úr landinu. Þessi atvinnugrein sem kallast byggingariðnaður þarf á langtímastefnumótun að halda. Í meistararitgerð minni í hagfræði kom fram að framleiðni hérlendis er um helmingi minni en í Noregi. Fyrir því eru margar ástæður sem þarfnast frekari greiningar. En við höfum sofið á verðinum hvað þetta varðar þrátt fyrir að öll gögn segðu til í hvað stefndi. Þó eru ekki til neinar skammtímalausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er skortur á vinnuafli. Margir kalla eftir auknu lóðaframboði en það er til lítils ef það er ekki til vinnuafl til þess að byggja á þessum lóðum. Sumir vilja að ríki og sveitarfélög fari sjálf í það að byggja en þá færu þau í samkeppni við einkageirann um vinnuaflið. Þetta kallast ruðningsáhrif.Lendum undir í baráttunni Við erum hluti af EES sem gerir okkur kleift að sækja vinnuafl (og aðra framleiðsluþætti) á evrusvæðið til þess að mæta aukinni þörf eftir vinnuafli á byggingamarkaði. En vandinn er að við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um þessa framleiðsluþætti. Þegar það er uppsveifla í Póllandi og skortur á íbúðum er orðinn víða í Norður-Evrópu eins og í Noregi, þá lendum við undir í þessari baráttu. Hærri laun í þessum löndum (til dæmis vegna meiri framleiðni) og strangara eftirlit með fagmenntun gerir það að verkum að besta vinnuaflið leitar þangað fyrst. Í gegnum starfsmannaleigur hafa verktakar í örvæntingu leitað til þeirra til þess að manna vinnustaðina. En oft gerist það að þetta vinnuafl fullnægir ekki kröfum um fagmenntun eða reynslu og er því sent aftur til síns heima. Við þurfum meiri endurnýjun á innlendu vinnuafli til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Það tekur nefnilega tíma að ná hæfni og læra á skipulag í verklegum greinum. Meðhöndlun verkfæra er bara æfing sem skapar meistarann. Því er það von undirritaðs að farið verði í langtímastefnumótun á þessu sviði því annars mun þetta endurtaka sig aftur og aftur. Einnig hafa heyrst raddir um að lóðaverð sé að blása upp húsnæðisverð. Miðað við hvernig markaðurinn er núna með þennan mikla skort er líklegra að lækkun lóðaverðs lendi í vösum verktaka. Hins vegar er fjármagnskostnaður allt of hár sem tefur uppbyggingu eigin fjár. Í framtíðinni þegar kaupverð fer að nálgast byggingakostnað og jafnvel undir byggingakostnað er mikilvægt að sveitarfélög lækki lóðaverð til þess að búa til hvata fyrir verktaka til að halda áfram framleiðslu á íbúðum. Í dag hins vegar er mikið um yfirboð þannig að lækkun lóðaverðs myndi ekki skila sér til kaupenda íbúða. Markaðurinn sér um að ákveða verðið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Frá hruni og út árið 2015 voru byggðar 5.018 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Árleg þörf til þess að mæta eftirspurn er um 1.800 íbúðir á ári sem gerir um 12.600 íbúðir á þessu tímabili. Taka verður þó þessum tölum með fyrirvara þar sem þörfin er orðin meiri í dag vegna ferðamannaiðnaðarins og einnig þar sem þörfin var eilítið minni á árunum fyrir hrun. En gróflega má áætla að uppsöfnuð þörf sé á bilinu 5.000 – 6.000 íbúðir. Á árunum 2009 – 2015 náðum við aldrei að framleiða yfir 1.000 íbúðir á ári. Metár í framleiðslu var árið 2006 þegar við náðum að framleiða 2.120 íbúðir. Þetta er vandinn í hnotskurn. Ef við myndum ná að framleiða 500 íbúðir umfram eftirspurn á ári til þess að ná framboðinu upp þá tæki þetta 10 ár! Undirritaður beið spenntur eftir stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. En vonbrigðin létu ekki á sér standa því þar var ekki minnst einu orði á þetta vandamál. Undirritaður gerir sér vonir um að blöðin í prentarann hafi verið búin og því vanti síðustu blaðsíðuna í sáttmálann. Eru stjórnvöld virkilega ekki með hugann við þetta vandamál? Ef allt fer á versta veg þá stefnir í spekileka ungs fólks úr landinu. Þessi atvinnugrein sem kallast byggingariðnaður þarf á langtímastefnumótun að halda. Í meistararitgerð minni í hagfræði kom fram að framleiðni hérlendis er um helmingi minni en í Noregi. Fyrir því eru margar ástæður sem þarfnast frekari greiningar. En við höfum sofið á verðinum hvað þetta varðar þrátt fyrir að öll gögn segðu til í hvað stefndi. Þó eru ekki til neinar skammtímalausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er skortur á vinnuafli. Margir kalla eftir auknu lóðaframboði en það er til lítils ef það er ekki til vinnuafl til þess að byggja á þessum lóðum. Sumir vilja að ríki og sveitarfélög fari sjálf í það að byggja en þá færu þau í samkeppni við einkageirann um vinnuaflið. Þetta kallast ruðningsáhrif.Lendum undir í baráttunni Við erum hluti af EES sem gerir okkur kleift að sækja vinnuafl (og aðra framleiðsluþætti) á evrusvæðið til þess að mæta aukinni þörf eftir vinnuafli á byggingamarkaði. En vandinn er að við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um þessa framleiðsluþætti. Þegar það er uppsveifla í Póllandi og skortur á íbúðum er orðinn víða í Norður-Evrópu eins og í Noregi, þá lendum við undir í þessari baráttu. Hærri laun í þessum löndum (til dæmis vegna meiri framleiðni) og strangara eftirlit með fagmenntun gerir það að verkum að besta vinnuaflið leitar þangað fyrst. Í gegnum starfsmannaleigur hafa verktakar í örvæntingu leitað til þeirra til þess að manna vinnustaðina. En oft gerist það að þetta vinnuafl fullnægir ekki kröfum um fagmenntun eða reynslu og er því sent aftur til síns heima. Við þurfum meiri endurnýjun á innlendu vinnuafli til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Það tekur nefnilega tíma að ná hæfni og læra á skipulag í verklegum greinum. Meðhöndlun verkfæra er bara æfing sem skapar meistarann. Því er það von undirritaðs að farið verði í langtímastefnumótun á þessu sviði því annars mun þetta endurtaka sig aftur og aftur. Einnig hafa heyrst raddir um að lóðaverð sé að blása upp húsnæðisverð. Miðað við hvernig markaðurinn er núna með þennan mikla skort er líklegra að lækkun lóðaverðs lendi í vösum verktaka. Hins vegar er fjármagnskostnaður allt of hár sem tefur uppbyggingu eigin fjár. Í framtíðinni þegar kaupverð fer að nálgast byggingakostnað og jafnvel undir byggingakostnað er mikilvægt að sveitarfélög lækki lóðaverð til þess að búa til hvata fyrir verktaka til að halda áfram framleiðslu á íbúðum. Í dag hins vegar er mikið um yfirboð þannig að lækkun lóðaverðs myndi ekki skila sér til kaupenda íbúða. Markaðurinn sér um að ákveða verðið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun