Baráttan um vinnuaflið Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Frá hruni og út árið 2015 voru byggðar 5.018 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Árleg þörf til þess að mæta eftirspurn er um 1.800 íbúðir á ári sem gerir um 12.600 íbúðir á þessu tímabili. Taka verður þó þessum tölum með fyrirvara þar sem þörfin er orðin meiri í dag vegna ferðamannaiðnaðarins og einnig þar sem þörfin var eilítið minni á árunum fyrir hrun. En gróflega má áætla að uppsöfnuð þörf sé á bilinu 5.000 – 6.000 íbúðir. Á árunum 2009 – 2015 náðum við aldrei að framleiða yfir 1.000 íbúðir á ári. Metár í framleiðslu var árið 2006 þegar við náðum að framleiða 2.120 íbúðir. Þetta er vandinn í hnotskurn. Ef við myndum ná að framleiða 500 íbúðir umfram eftirspurn á ári til þess að ná framboðinu upp þá tæki þetta 10 ár! Undirritaður beið spenntur eftir stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. En vonbrigðin létu ekki á sér standa því þar var ekki minnst einu orði á þetta vandamál. Undirritaður gerir sér vonir um að blöðin í prentarann hafi verið búin og því vanti síðustu blaðsíðuna í sáttmálann. Eru stjórnvöld virkilega ekki með hugann við þetta vandamál? Ef allt fer á versta veg þá stefnir í spekileka ungs fólks úr landinu. Þessi atvinnugrein sem kallast byggingariðnaður þarf á langtímastefnumótun að halda. Í meistararitgerð minni í hagfræði kom fram að framleiðni hérlendis er um helmingi minni en í Noregi. Fyrir því eru margar ástæður sem þarfnast frekari greiningar. En við höfum sofið á verðinum hvað þetta varðar þrátt fyrir að öll gögn segðu til í hvað stefndi. Þó eru ekki til neinar skammtímalausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er skortur á vinnuafli. Margir kalla eftir auknu lóðaframboði en það er til lítils ef það er ekki til vinnuafl til þess að byggja á þessum lóðum. Sumir vilja að ríki og sveitarfélög fari sjálf í það að byggja en þá færu þau í samkeppni við einkageirann um vinnuaflið. Þetta kallast ruðningsáhrif.Lendum undir í baráttunni Við erum hluti af EES sem gerir okkur kleift að sækja vinnuafl (og aðra framleiðsluþætti) á evrusvæðið til þess að mæta aukinni þörf eftir vinnuafli á byggingamarkaði. En vandinn er að við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um þessa framleiðsluþætti. Þegar það er uppsveifla í Póllandi og skortur á íbúðum er orðinn víða í Norður-Evrópu eins og í Noregi, þá lendum við undir í þessari baráttu. Hærri laun í þessum löndum (til dæmis vegna meiri framleiðni) og strangara eftirlit með fagmenntun gerir það að verkum að besta vinnuaflið leitar þangað fyrst. Í gegnum starfsmannaleigur hafa verktakar í örvæntingu leitað til þeirra til þess að manna vinnustaðina. En oft gerist það að þetta vinnuafl fullnægir ekki kröfum um fagmenntun eða reynslu og er því sent aftur til síns heima. Við þurfum meiri endurnýjun á innlendu vinnuafli til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Það tekur nefnilega tíma að ná hæfni og læra á skipulag í verklegum greinum. Meðhöndlun verkfæra er bara æfing sem skapar meistarann. Því er það von undirritaðs að farið verði í langtímastefnumótun á þessu sviði því annars mun þetta endurtaka sig aftur og aftur. Einnig hafa heyrst raddir um að lóðaverð sé að blása upp húsnæðisverð. Miðað við hvernig markaðurinn er núna með þennan mikla skort er líklegra að lækkun lóðaverðs lendi í vösum verktaka. Hins vegar er fjármagnskostnaður allt of hár sem tefur uppbyggingu eigin fjár. Í framtíðinni þegar kaupverð fer að nálgast byggingakostnað og jafnvel undir byggingakostnað er mikilvægt að sveitarfélög lækki lóðaverð til þess að búa til hvata fyrir verktaka til að halda áfram framleiðslu á íbúðum. Í dag hins vegar er mikið um yfirboð þannig að lækkun lóðaverðs myndi ekki skila sér til kaupenda íbúða. Markaðurinn sér um að ákveða verðið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Frá hruni og út árið 2015 voru byggðar 5.018 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Árleg þörf til þess að mæta eftirspurn er um 1.800 íbúðir á ári sem gerir um 12.600 íbúðir á þessu tímabili. Taka verður þó þessum tölum með fyrirvara þar sem þörfin er orðin meiri í dag vegna ferðamannaiðnaðarins og einnig þar sem þörfin var eilítið minni á árunum fyrir hrun. En gróflega má áætla að uppsöfnuð þörf sé á bilinu 5.000 – 6.000 íbúðir. Á árunum 2009 – 2015 náðum við aldrei að framleiða yfir 1.000 íbúðir á ári. Metár í framleiðslu var árið 2006 þegar við náðum að framleiða 2.120 íbúðir. Þetta er vandinn í hnotskurn. Ef við myndum ná að framleiða 500 íbúðir umfram eftirspurn á ári til þess að ná framboðinu upp þá tæki þetta 10 ár! Undirritaður beið spenntur eftir stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. En vonbrigðin létu ekki á sér standa því þar var ekki minnst einu orði á þetta vandamál. Undirritaður gerir sér vonir um að blöðin í prentarann hafi verið búin og því vanti síðustu blaðsíðuna í sáttmálann. Eru stjórnvöld virkilega ekki með hugann við þetta vandamál? Ef allt fer á versta veg þá stefnir í spekileka ungs fólks úr landinu. Þessi atvinnugrein sem kallast byggingariðnaður þarf á langtímastefnumótun að halda. Í meistararitgerð minni í hagfræði kom fram að framleiðni hérlendis er um helmingi minni en í Noregi. Fyrir því eru margar ástæður sem þarfnast frekari greiningar. En við höfum sofið á verðinum hvað þetta varðar þrátt fyrir að öll gögn segðu til í hvað stefndi. Þó eru ekki til neinar skammtímalausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er skortur á vinnuafli. Margir kalla eftir auknu lóðaframboði en það er til lítils ef það er ekki til vinnuafl til þess að byggja á þessum lóðum. Sumir vilja að ríki og sveitarfélög fari sjálf í það að byggja en þá færu þau í samkeppni við einkageirann um vinnuaflið. Þetta kallast ruðningsáhrif.Lendum undir í baráttunni Við erum hluti af EES sem gerir okkur kleift að sækja vinnuafl (og aðra framleiðsluþætti) á evrusvæðið til þess að mæta aukinni þörf eftir vinnuafli á byggingamarkaði. En vandinn er að við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um þessa framleiðsluþætti. Þegar það er uppsveifla í Póllandi og skortur á íbúðum er orðinn víða í Norður-Evrópu eins og í Noregi, þá lendum við undir í þessari baráttu. Hærri laun í þessum löndum (til dæmis vegna meiri framleiðni) og strangara eftirlit með fagmenntun gerir það að verkum að besta vinnuaflið leitar þangað fyrst. Í gegnum starfsmannaleigur hafa verktakar í örvæntingu leitað til þeirra til þess að manna vinnustaðina. En oft gerist það að þetta vinnuafl fullnægir ekki kröfum um fagmenntun eða reynslu og er því sent aftur til síns heima. Við þurfum meiri endurnýjun á innlendu vinnuafli til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Það tekur nefnilega tíma að ná hæfni og læra á skipulag í verklegum greinum. Meðhöndlun verkfæra er bara æfing sem skapar meistarann. Því er það von undirritaðs að farið verði í langtímastefnumótun á þessu sviði því annars mun þetta endurtaka sig aftur og aftur. Einnig hafa heyrst raddir um að lóðaverð sé að blása upp húsnæðisverð. Miðað við hvernig markaðurinn er núna með þennan mikla skort er líklegra að lækkun lóðaverðs lendi í vösum verktaka. Hins vegar er fjármagnskostnaður allt of hár sem tefur uppbyggingu eigin fjár. Í framtíðinni þegar kaupverð fer að nálgast byggingakostnað og jafnvel undir byggingakostnað er mikilvægt að sveitarfélög lækki lóðaverð til þess að búa til hvata fyrir verktaka til að halda áfram framleiðslu á íbúðum. Í dag hins vegar er mikið um yfirboð þannig að lækkun lóðaverðs myndi ekki skila sér til kaupenda íbúða. Markaðurinn sér um að ákveða verðið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun