Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Haraldur Guðmundsson skrifar 1. mars 2017 11:00 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00