Hvað skýrir lélegan árangur íslenskra grunnskólanema? Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Allt frá því að Jónas frá Hriflu skrifaði Íslandssöguna eftir sínu höfði á kostnað Dana hafa Íslendingar talið sig skara fram úr og farið eigin leiðir. Við lærðum að allir Íslendingar væru læsir en aðeins 80% til 95% annarra þjóða væru læs, töldum okkur greindari en þær. Vatnajökull væri stærsti jökull Evrópu og Bjargtangar vestasti oddi álfunnar. Með tilkomu netsins og meiri samskiptum við önnur lönd hefur PISA-könnunin leitt í ljós að íslenskir 15 ára nemendur eru með verstu heildarútkomu allra landa í Vestur-Evrópu í lesskilningi, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur íslenskra drengja á þessum aldri geti ekki lesið sér til gagns. Þá segir Wikipedia að Vatnajökull sé þriðji stærsti jökull Evrópu á eftir jöklum á Novaya Semlya í Rússlandi og Svalbarða í Noregi. Vestasti oddi Evrópu er á Asóreyjum sem eru hluti Portúgal. Er kominn tími til að endurskoða stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir? Lítum aðeins á tvo mikilvæga þætti í nútíma velferðarríkjum.Samanburður við erlend skólakerfi Í haust hefur farið fram mikil umræða um grunnskólann: lág laun kennara, mikið álag og lélega aðstöðu. Þegar tekið er mið af árangri grunnskólans á Íslandi samanborið við önnur lönd Vestur-Evrópu mætti ætla að lélegur árangur íslenskra grunnskólabarna í PISA-könnunum sé bein afleiðing af litlu fjármagni og fáum starfsmönnum í íslenskum grunnskólum. Það er íslenska söguskýringin. Hvaða fréttir má finna um þetta á netinu? Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru á árinu 2015 6,4 nemar á hvern starfsmann íslensku grunnskólanna og 9,5 nemar á hvert stöðugildi kennara. Samkvæmt OECD eru að jafnaði 13 nemar á bak við hvern kennara í OECD-ríkjum. Þá bárust nýlega fréttir af því að breska ríkisstjórnin hefði ákveðið að bæta stöðu grunnskóla úti á landsbyggðinni í Englandi á kostnað skólanna í stórborgum. Árlegt framlag til kennslu og húsnæðis fyrir hvern nema á að hækka úr 4.600 pundum í 5.600, sem miðað við núverandi gengi samsvarar hækkun úr 650 þús.kr. í 800 þús.kr. Hagstofan var að gefa út nýjar tölur um kostnað við hvern grunnskólanema á Íslandi. Niðurstöður útreikningsins eru að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er 1.754.072 krónur í janúar 2017.Eru grunnskólanemar of greindir? Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri. Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenskra skólakerfisins rangar? Skýringarnar eru eflaust margar og liggja ekki fyrir en ég ætla að leyfa mér að álykta að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfi mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“ þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði. Nemendur eru ekki of greindir; það mætti leggja meiri vinnu í að greina þarfir, getu og áhugasvið nemenda og skipa hverjum í skóla og bekk við hæfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að Jónas frá Hriflu skrifaði Íslandssöguna eftir sínu höfði á kostnað Dana hafa Íslendingar talið sig skara fram úr og farið eigin leiðir. Við lærðum að allir Íslendingar væru læsir en aðeins 80% til 95% annarra þjóða væru læs, töldum okkur greindari en þær. Vatnajökull væri stærsti jökull Evrópu og Bjargtangar vestasti oddi álfunnar. Með tilkomu netsins og meiri samskiptum við önnur lönd hefur PISA-könnunin leitt í ljós að íslenskir 15 ára nemendur eru með verstu heildarútkomu allra landa í Vestur-Evrópu í lesskilningi, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur íslenskra drengja á þessum aldri geti ekki lesið sér til gagns. Þá segir Wikipedia að Vatnajökull sé þriðji stærsti jökull Evrópu á eftir jöklum á Novaya Semlya í Rússlandi og Svalbarða í Noregi. Vestasti oddi Evrópu er á Asóreyjum sem eru hluti Portúgal. Er kominn tími til að endurskoða stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir? Lítum aðeins á tvo mikilvæga þætti í nútíma velferðarríkjum.Samanburður við erlend skólakerfi Í haust hefur farið fram mikil umræða um grunnskólann: lág laun kennara, mikið álag og lélega aðstöðu. Þegar tekið er mið af árangri grunnskólans á Íslandi samanborið við önnur lönd Vestur-Evrópu mætti ætla að lélegur árangur íslenskra grunnskólabarna í PISA-könnunum sé bein afleiðing af litlu fjármagni og fáum starfsmönnum í íslenskum grunnskólum. Það er íslenska söguskýringin. Hvaða fréttir má finna um þetta á netinu? Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru á árinu 2015 6,4 nemar á hvern starfsmann íslensku grunnskólanna og 9,5 nemar á hvert stöðugildi kennara. Samkvæmt OECD eru að jafnaði 13 nemar á bak við hvern kennara í OECD-ríkjum. Þá bárust nýlega fréttir af því að breska ríkisstjórnin hefði ákveðið að bæta stöðu grunnskóla úti á landsbyggðinni í Englandi á kostnað skólanna í stórborgum. Árlegt framlag til kennslu og húsnæðis fyrir hvern nema á að hækka úr 4.600 pundum í 5.600, sem miðað við núverandi gengi samsvarar hækkun úr 650 þús.kr. í 800 þús.kr. Hagstofan var að gefa út nýjar tölur um kostnað við hvern grunnskólanema á Íslandi. Niðurstöður útreikningsins eru að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er 1.754.072 krónur í janúar 2017.Eru grunnskólanemar of greindir? Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri. Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenskra skólakerfisins rangar? Skýringarnar eru eflaust margar og liggja ekki fyrir en ég ætla að leyfa mér að álykta að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfi mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“ þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði. Nemendur eru ekki of greindir; það mætti leggja meiri vinnu í að greina þarfir, getu og áhugasvið nemenda og skipa hverjum í skóla og bekk við hæfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun