Hvað skýrir lélegan árangur íslenskra grunnskólanema? Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Allt frá því að Jónas frá Hriflu skrifaði Íslandssöguna eftir sínu höfði á kostnað Dana hafa Íslendingar talið sig skara fram úr og farið eigin leiðir. Við lærðum að allir Íslendingar væru læsir en aðeins 80% til 95% annarra þjóða væru læs, töldum okkur greindari en þær. Vatnajökull væri stærsti jökull Evrópu og Bjargtangar vestasti oddi álfunnar. Með tilkomu netsins og meiri samskiptum við önnur lönd hefur PISA-könnunin leitt í ljós að íslenskir 15 ára nemendur eru með verstu heildarútkomu allra landa í Vestur-Evrópu í lesskilningi, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur íslenskra drengja á þessum aldri geti ekki lesið sér til gagns. Þá segir Wikipedia að Vatnajökull sé þriðji stærsti jökull Evrópu á eftir jöklum á Novaya Semlya í Rússlandi og Svalbarða í Noregi. Vestasti oddi Evrópu er á Asóreyjum sem eru hluti Portúgal. Er kominn tími til að endurskoða stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir? Lítum aðeins á tvo mikilvæga þætti í nútíma velferðarríkjum.Samanburður við erlend skólakerfi Í haust hefur farið fram mikil umræða um grunnskólann: lág laun kennara, mikið álag og lélega aðstöðu. Þegar tekið er mið af árangri grunnskólans á Íslandi samanborið við önnur lönd Vestur-Evrópu mætti ætla að lélegur árangur íslenskra grunnskólabarna í PISA-könnunum sé bein afleiðing af litlu fjármagni og fáum starfsmönnum í íslenskum grunnskólum. Það er íslenska söguskýringin. Hvaða fréttir má finna um þetta á netinu? Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru á árinu 2015 6,4 nemar á hvern starfsmann íslensku grunnskólanna og 9,5 nemar á hvert stöðugildi kennara. Samkvæmt OECD eru að jafnaði 13 nemar á bak við hvern kennara í OECD-ríkjum. Þá bárust nýlega fréttir af því að breska ríkisstjórnin hefði ákveðið að bæta stöðu grunnskóla úti á landsbyggðinni í Englandi á kostnað skólanna í stórborgum. Árlegt framlag til kennslu og húsnæðis fyrir hvern nema á að hækka úr 4.600 pundum í 5.600, sem miðað við núverandi gengi samsvarar hækkun úr 650 þús.kr. í 800 þús.kr. Hagstofan var að gefa út nýjar tölur um kostnað við hvern grunnskólanema á Íslandi. Niðurstöður útreikningsins eru að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er 1.754.072 krónur í janúar 2017.Eru grunnskólanemar of greindir? Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri. Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenskra skólakerfisins rangar? Skýringarnar eru eflaust margar og liggja ekki fyrir en ég ætla að leyfa mér að álykta að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfi mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“ þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði. Nemendur eru ekki of greindir; það mætti leggja meiri vinnu í að greina þarfir, getu og áhugasvið nemenda og skipa hverjum í skóla og bekk við hæfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Allt frá því að Jónas frá Hriflu skrifaði Íslandssöguna eftir sínu höfði á kostnað Dana hafa Íslendingar talið sig skara fram úr og farið eigin leiðir. Við lærðum að allir Íslendingar væru læsir en aðeins 80% til 95% annarra þjóða væru læs, töldum okkur greindari en þær. Vatnajökull væri stærsti jökull Evrópu og Bjargtangar vestasti oddi álfunnar. Með tilkomu netsins og meiri samskiptum við önnur lönd hefur PISA-könnunin leitt í ljós að íslenskir 15 ára nemendur eru með verstu heildarútkomu allra landa í Vestur-Evrópu í lesskilningi, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur íslenskra drengja á þessum aldri geti ekki lesið sér til gagns. Þá segir Wikipedia að Vatnajökull sé þriðji stærsti jökull Evrópu á eftir jöklum á Novaya Semlya í Rússlandi og Svalbarða í Noregi. Vestasti oddi Evrópu er á Asóreyjum sem eru hluti Portúgal. Er kominn tími til að endurskoða stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir? Lítum aðeins á tvo mikilvæga þætti í nútíma velferðarríkjum.Samanburður við erlend skólakerfi Í haust hefur farið fram mikil umræða um grunnskólann: lág laun kennara, mikið álag og lélega aðstöðu. Þegar tekið er mið af árangri grunnskólans á Íslandi samanborið við önnur lönd Vestur-Evrópu mætti ætla að lélegur árangur íslenskra grunnskólabarna í PISA-könnunum sé bein afleiðing af litlu fjármagni og fáum starfsmönnum í íslenskum grunnskólum. Það er íslenska söguskýringin. Hvaða fréttir má finna um þetta á netinu? Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru á árinu 2015 6,4 nemar á hvern starfsmann íslensku grunnskólanna og 9,5 nemar á hvert stöðugildi kennara. Samkvæmt OECD eru að jafnaði 13 nemar á bak við hvern kennara í OECD-ríkjum. Þá bárust nýlega fréttir af því að breska ríkisstjórnin hefði ákveðið að bæta stöðu grunnskóla úti á landsbyggðinni í Englandi á kostnað skólanna í stórborgum. Árlegt framlag til kennslu og húsnæðis fyrir hvern nema á að hækka úr 4.600 pundum í 5.600, sem miðað við núverandi gengi samsvarar hækkun úr 650 þús.kr. í 800 þús.kr. Hagstofan var að gefa út nýjar tölur um kostnað við hvern grunnskólanema á Íslandi. Niðurstöður útreikningsins eru að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er 1.754.072 krónur í janúar 2017.Eru grunnskólanemar of greindir? Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri. Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenskra skólakerfisins rangar? Skýringarnar eru eflaust margar og liggja ekki fyrir en ég ætla að leyfa mér að álykta að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfi mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“ þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði. Nemendur eru ekki of greindir; það mætti leggja meiri vinnu í að greina þarfir, getu og áhugasvið nemenda og skipa hverjum í skóla og bekk við hæfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun