Þýzkaland, Þýzkaland Þorvaldur Gylfason skrifar 2. mars 2017 07:00 Það var ekki auðvelt fyrir Frakka að standa frammi fyrir sameiningu Þýzkalands 1990 eftir fall Berlínarmúrsins árið áður og fall kommúnistastjórnar Austur-Þýzkalands um leið. Frá stofnun Evrópusambandsins 1957 hafði ríkt jafnræði milli Frakka og Þjóðverja. Enda var ESB sett á fót fyrst og fremst til að tryggja varanlegan frið milli þessara tveggja stórvelda sem voru nokkurn veginn jafnfjölmenn frá stríðslokum 1945 fram til 1990 þegar fólksfjöldi beggja landa var um 60 milljónir líkt og á Ítalíu og Bretlandi. Leiðin að friði lá í gegn um sameiginlega yfirstjórn auðlinda, gagnkvæmt aðhald, aukin viðskipti og opin landamæri. Nú stóðu Frakkar, Ítalar og Bretar skyndilega frammi fyrir því að Þýzkaland yrði fjölmennasta ríki ESB með 80 milljónir íbúa. Frakkar og aðrir óttuðust að jafnvægið innan ESB kynni að raskast.Lærðu af reynslunni Jafnvægið raskaðist þó ekki. Svo er fyrir að þakka m.a. hugulsemi og hyggindum Þjóðverja sjálfra, þ.e. þýzkra stjórnvalda. Þau höfðu lært mikilvæga lexíu fyrr á öldinni þegar nasistar brugðust við ósigri í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 með hroka og yfirgangi sem leiddi til síðari heimsstyrjaldarinnar 1939-1945 og kostaði 50 milljónir mannslífa. Þýzk stjórnvöld brugðust við ósigri Þýzkalands 1945 með allt öðrum hætti en áður. Þau sýndu nú auðmýkt undir leiðsögn sigurvegaranna, féllust á að hervæðast ekki á ný, settu landinu nýja fyrirmyndarstjórnarskrá 1949 og buðust til að binda hendur sínar með því að deila fullveldi Þýzkalands með Frökkum, Ítölum og öðrum Evrópuþjóðum á vettvangi ESB. Engin önnur þjóð hefur gert upp við fortíð sína af viðlíka hreinskilni og hugrekki. Þjóðverjar stjórnuðu peningamálum sínum og fjármálum vel eftir stríð og færðu því fórn þegar þeir tóku þýzka markið úr umferð 2002 til að greiða fyrir upptöku evrunnar sem sameiginlegrar myntar ESB-ríkjanna. Endursameining Þýzkalands 1990 fór því fram í friði við Frakka og aðra granna.Framför á flestum sviðum Undir sameiginlegri en óformlegri forustu Þjóðverja og Frakka hefur ESB náð miklum árangri á flestum sviðum eins og fjölgun aðildarríkja úr sex 1957 í 28 nú vitnar um. Kaupmáttur samanlagðrar landsframleiðslu ESB-ríkjanna hefur verið meiri en í Bandaríkjunum allar götur frá 1990. Bandaríkin eru nú þriðja stærsta hagkerfi heims á þennan kvarða, á eftir ESB og Kína. Langflest ESB-ríki skora hærra en Bandaríkin á velferðarkvarða Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) þegar misskipting er tekin með í reikninginn. Á þennan kvarða eru Bandaríkin nú á svipuðu róli og Grikkland og Pólland og standa að baki Eistlandi, Tékklandi og Ungverjalandi að ekki sé talað um Vestur-Evrópulöndin. Á velferðarkvarða SÞ standa Þjóðverjar nú (nýjustu tölur eru frá 2014) jafnfætis Dönum, Hollendingum og Svíum, feti framar en Frakkar. Þýzk stjórnvöld hafa ræktað hvort tveggja, hagkvæmni í atvinnurekstri og jöfnuð meðal íbúanna. Atvinnuleysi er nú (2014) 5% af mannafla í Þýzkalandi á móti 10% í Frakklandi. Þjóðverjar hafa tekið við fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum og annars staðar að en allar aðrar þjóðir samanlagt.Með pálmann í höndunum en… Að einu leyti hefur þýzku ríkisstjórninni brugðizt bogalistin að undanförnu og það er í Grikklandi. Grísk stjórnvöld fóru illa að ráði sínu, rétt er það, og þurftu að lokum neyðarhjálp að utan 2010 líkt og m.a. Íslendingar 2008. Líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfti fjárstuðning handa Íslandi frá Norðurlöndum og Póllandi til að láta dæmið ganga upp hér heima, þurfti sjóðurinn á stuðningi ESB og Seðlabanka Evrópu við Grikkland að halda til að láta gríska dæmið ganga upp. Þýzka stjórnin fór fyrir þríeykinu svonefnda (ESB, Seðlabanki Evrópu og AGS) sem tók að sér að reyna að hjálpa Grikkjum við að standa í skilum og semja við lánardrottna. Í stað þess að semja um skuldaniðurfellingu sem dygði til að koma grísku efnahagslífi á réttan kjöl bauð þríeykið ónóga niðurfellingu og þvingaði Grikki jafnframt til niðurskurðar sem hefur lagt lamandi hönd á efnahagslíf landsins og hleypt atvinnuleysi í áður óþekktar hæðir, fjórðung mannaflans. Þessi aðgangsharka þýzku stjórnarinnar leiddi til ágreinings milli hennar og AGS sem telur Þjóðverja heimta of mikið af Grikkjum, m.a. til að friðþægja þýzka og franska banka. Hér er í reyndinni ekki um hagrænan ágreining að ræða heldur ágreining um viðeigandi framkomu gagnvart þjóð í þrengingum. Þýzka stjórnin heldur áfram að predika ráðdeild yfir Grikkjum í þeirri von að þeir láti sér neyð sína nú að kenningu verða og virðist ónæm fyrir því hversu illa ráð hennar hafa gefizt til þessa. En AGS kýs heldur að reisa landið við sem fyrst og láta umvandanir bíða betri tíma. Það tók AGS allmörg ár að komast að þessari niðurstöðu eftir að hafa lagt fram skakka útreikninga á afleiðingum niðurskurðar fyrir efnahag Grikklands. En það má sjóðurinn eiga að hann leiðrétti skyssuna í ljósi reynslunnar, baðst opinberlega afsökunar á henni og gerir nú ágreining um málið við þýzku stjórnina fyrir opnum tjöldum. Það flækir málið að þýzki fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble hefur sagt Yanis Varoufakis, fv. fjármálaráðherra Grikklands, að hann vilji losna við Grikkland úr evrusamstarfinu en Angela Merkel kanslari segist þvert á móti vilja halda Grikkjum innan vébanda ESB í lengstu lög með evrunni og öllu saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var ekki auðvelt fyrir Frakka að standa frammi fyrir sameiningu Þýzkalands 1990 eftir fall Berlínarmúrsins árið áður og fall kommúnistastjórnar Austur-Þýzkalands um leið. Frá stofnun Evrópusambandsins 1957 hafði ríkt jafnræði milli Frakka og Þjóðverja. Enda var ESB sett á fót fyrst og fremst til að tryggja varanlegan frið milli þessara tveggja stórvelda sem voru nokkurn veginn jafnfjölmenn frá stríðslokum 1945 fram til 1990 þegar fólksfjöldi beggja landa var um 60 milljónir líkt og á Ítalíu og Bretlandi. Leiðin að friði lá í gegn um sameiginlega yfirstjórn auðlinda, gagnkvæmt aðhald, aukin viðskipti og opin landamæri. Nú stóðu Frakkar, Ítalar og Bretar skyndilega frammi fyrir því að Þýzkaland yrði fjölmennasta ríki ESB með 80 milljónir íbúa. Frakkar og aðrir óttuðust að jafnvægið innan ESB kynni að raskast.Lærðu af reynslunni Jafnvægið raskaðist þó ekki. Svo er fyrir að þakka m.a. hugulsemi og hyggindum Þjóðverja sjálfra, þ.e. þýzkra stjórnvalda. Þau höfðu lært mikilvæga lexíu fyrr á öldinni þegar nasistar brugðust við ósigri í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 með hroka og yfirgangi sem leiddi til síðari heimsstyrjaldarinnar 1939-1945 og kostaði 50 milljónir mannslífa. Þýzk stjórnvöld brugðust við ósigri Þýzkalands 1945 með allt öðrum hætti en áður. Þau sýndu nú auðmýkt undir leiðsögn sigurvegaranna, féllust á að hervæðast ekki á ný, settu landinu nýja fyrirmyndarstjórnarskrá 1949 og buðust til að binda hendur sínar með því að deila fullveldi Þýzkalands með Frökkum, Ítölum og öðrum Evrópuþjóðum á vettvangi ESB. Engin önnur þjóð hefur gert upp við fortíð sína af viðlíka hreinskilni og hugrekki. Þjóðverjar stjórnuðu peningamálum sínum og fjármálum vel eftir stríð og færðu því fórn þegar þeir tóku þýzka markið úr umferð 2002 til að greiða fyrir upptöku evrunnar sem sameiginlegrar myntar ESB-ríkjanna. Endursameining Þýzkalands 1990 fór því fram í friði við Frakka og aðra granna.Framför á flestum sviðum Undir sameiginlegri en óformlegri forustu Þjóðverja og Frakka hefur ESB náð miklum árangri á flestum sviðum eins og fjölgun aðildarríkja úr sex 1957 í 28 nú vitnar um. Kaupmáttur samanlagðrar landsframleiðslu ESB-ríkjanna hefur verið meiri en í Bandaríkjunum allar götur frá 1990. Bandaríkin eru nú þriðja stærsta hagkerfi heims á þennan kvarða, á eftir ESB og Kína. Langflest ESB-ríki skora hærra en Bandaríkin á velferðarkvarða Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) þegar misskipting er tekin með í reikninginn. Á þennan kvarða eru Bandaríkin nú á svipuðu róli og Grikkland og Pólland og standa að baki Eistlandi, Tékklandi og Ungverjalandi að ekki sé talað um Vestur-Evrópulöndin. Á velferðarkvarða SÞ standa Þjóðverjar nú (nýjustu tölur eru frá 2014) jafnfætis Dönum, Hollendingum og Svíum, feti framar en Frakkar. Þýzk stjórnvöld hafa ræktað hvort tveggja, hagkvæmni í atvinnurekstri og jöfnuð meðal íbúanna. Atvinnuleysi er nú (2014) 5% af mannafla í Þýzkalandi á móti 10% í Frakklandi. Þjóðverjar hafa tekið við fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum og annars staðar að en allar aðrar þjóðir samanlagt.Með pálmann í höndunum en… Að einu leyti hefur þýzku ríkisstjórninni brugðizt bogalistin að undanförnu og það er í Grikklandi. Grísk stjórnvöld fóru illa að ráði sínu, rétt er það, og þurftu að lokum neyðarhjálp að utan 2010 líkt og m.a. Íslendingar 2008. Líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfti fjárstuðning handa Íslandi frá Norðurlöndum og Póllandi til að láta dæmið ganga upp hér heima, þurfti sjóðurinn á stuðningi ESB og Seðlabanka Evrópu við Grikkland að halda til að láta gríska dæmið ganga upp. Þýzka stjórnin fór fyrir þríeykinu svonefnda (ESB, Seðlabanki Evrópu og AGS) sem tók að sér að reyna að hjálpa Grikkjum við að standa í skilum og semja við lánardrottna. Í stað þess að semja um skuldaniðurfellingu sem dygði til að koma grísku efnahagslífi á réttan kjöl bauð þríeykið ónóga niðurfellingu og þvingaði Grikki jafnframt til niðurskurðar sem hefur lagt lamandi hönd á efnahagslíf landsins og hleypt atvinnuleysi í áður óþekktar hæðir, fjórðung mannaflans. Þessi aðgangsharka þýzku stjórnarinnar leiddi til ágreinings milli hennar og AGS sem telur Þjóðverja heimta of mikið af Grikkjum, m.a. til að friðþægja þýzka og franska banka. Hér er í reyndinni ekki um hagrænan ágreining að ræða heldur ágreining um viðeigandi framkomu gagnvart þjóð í þrengingum. Þýzka stjórnin heldur áfram að predika ráðdeild yfir Grikkjum í þeirri von að þeir láti sér neyð sína nú að kenningu verða og virðist ónæm fyrir því hversu illa ráð hennar hafa gefizt til þessa. En AGS kýs heldur að reisa landið við sem fyrst og láta umvandanir bíða betri tíma. Það tók AGS allmörg ár að komast að þessari niðurstöðu eftir að hafa lagt fram skakka útreikninga á afleiðingum niðurskurðar fyrir efnahag Grikklands. En það má sjóðurinn eiga að hann leiðrétti skyssuna í ljósi reynslunnar, baðst opinberlega afsökunar á henni og gerir nú ágreining um málið við þýzku stjórnina fyrir opnum tjöldum. Það flækir málið að þýzki fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble hefur sagt Yanis Varoufakis, fv. fjármálaráðherra Grikklands, að hann vilji losna við Grikkland úr evrusamstarfinu en Angela Merkel kanslari segist þvert á móti vilja halda Grikkjum innan vébanda ESB í lengstu lög með evrunni og öllu saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun