Hlutabréfaviðskipti fruminnherja Gísli Halldórsson skrifar 8. mars 2017 09:23 Í febrúar birtu flest skráð félög í Kauphöllinni ársuppgjör. Í kjölfar þeirra hefur fjöldi fruminnherja í félögunum nýtt sér tækifæri til að eiga viðskipti, í langflestum tilfellum til að selja. Nýjustu dæmin eru sala forstjóra N1 á bréfum fyrir um 9,6 milljónir og þá seldi fjármálastjóri Nýherja bréf fyrir 27 miljónir króna. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í N1 um 11,83% og bréf í Nýherja lækkuðu um 14,66%. Síðustu vikur höfum við séð fjölmörg viðlíka dæmi þar sem lykilstjórnendur og stjórnarmenn hafa selt bréf í félögum sem þeir tengjast og markaðurinn hefur tekið illa í. Fruminnherjar eru í viðkvæmari stöðu en aðrir hluthafar og hafa aðeins ákveðna glugga til að eiga viðskipti með bréf. Það er að hluta til vegna þess að þeir búa með reglulegu millibili yfir upplýsingum sem teljast ekki til opinberra upplýsinga. Þeir mega að sjálfsögðu ekki eiga viðskipti á meðan þeir búa yfir upplýsingum sem markaðurinn hefur ekki. Þetta getur jafnvel leitt til þess að yfir lengri tíma geta þessir aðilar ekki átt viðskipti og því er skiljanlegt í einhverjum tilfellum að þeir notfæri sér þessa glugga. Margir hafa haft á því orð hversu neikvætt það sé að bæði lykilstjórnendur og stjórnarmenn í skráðu félögunum hér á landi eigi almennt lítið undir persónulega. Frasinn að vera með skinn í leiknum (e. Skin in the game) á vel við hér. Einhverjir vilja eigna Warren Buffet þessi orð en hvað sem því líður þá eru þau góð og gild og vísa í að æskilegt sé að stjórnarmenn og stjórnendur hafi sömu hagsmuni og hluthafar. Almenna reglan í dag virðist hins vegar vera sú að stjórnarmenn séu flestir óháðir og án eignarhlutar og að lykilstjórnendur eigi ekkert eða mjög lítið hlutafé í sínum félögum. Þessi þróun er því enn frekar gegn þeim málstað og æskilegt væri að koma okkur í þá vegferð að hagsmunir stjórnenda samrýmist meira hagsmunum hluthafa. Það er þó eðlilegt að fruminnherjar geti sömuleiðis selt og tekið einhvern hagnað af borðinu. Það er hins vegar ekki eðlilegt að þegar þeir ætli sér að gera það lækki hlutabréfaverð félaga þeirra um tugi prósenta. Til þess að setja hlutina í samhengi þá seldi forstjóri N1 bréf fyrir 9,6 milljónir króna og þessi 9,6 milljóna viðskipti lækkuðu markaðsvirði N1 um tæpa fjóra milljarða. Við höfum ágætis fordæmi í Bandaríkjunum um reglu sem minnkar bæði tortryggni gagnvart sölu fruminnherja og dregur úr þessum öfgakenndu viðbrögðum, reglu 10b5-1. Hún gengur í einföldu máli út á það að fruminnherji, oftast lykilstjórnandi, á tíma þegar hann býr ekki yfir neinum innherjaupplýsingum setur fram áætlun um að selja alltaf ákveðið marga hluti á ákveðnum tíma mánaðarins næstu mánuði eða ár. Með þessu móti er tryggt að hagsmunum hluthafa, fruminnherja og markaðsaðila er best borgið. Það væri því æskilegt eftir reynslu síðastliðinna vikna að skoðað yrði að koma upp slíku kerfi sem gæti jafnframt orðið hvatning fyrir fleiri stjórnendur til þess að tryggja að þeir hafi skinn í leiknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í febrúar birtu flest skráð félög í Kauphöllinni ársuppgjör. Í kjölfar þeirra hefur fjöldi fruminnherja í félögunum nýtt sér tækifæri til að eiga viðskipti, í langflestum tilfellum til að selja. Nýjustu dæmin eru sala forstjóra N1 á bréfum fyrir um 9,6 milljónir og þá seldi fjármálastjóri Nýherja bréf fyrir 27 miljónir króna. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í N1 um 11,83% og bréf í Nýherja lækkuðu um 14,66%. Síðustu vikur höfum við séð fjölmörg viðlíka dæmi þar sem lykilstjórnendur og stjórnarmenn hafa selt bréf í félögum sem þeir tengjast og markaðurinn hefur tekið illa í. Fruminnherjar eru í viðkvæmari stöðu en aðrir hluthafar og hafa aðeins ákveðna glugga til að eiga viðskipti með bréf. Það er að hluta til vegna þess að þeir búa með reglulegu millibili yfir upplýsingum sem teljast ekki til opinberra upplýsinga. Þeir mega að sjálfsögðu ekki eiga viðskipti á meðan þeir búa yfir upplýsingum sem markaðurinn hefur ekki. Þetta getur jafnvel leitt til þess að yfir lengri tíma geta þessir aðilar ekki átt viðskipti og því er skiljanlegt í einhverjum tilfellum að þeir notfæri sér þessa glugga. Margir hafa haft á því orð hversu neikvætt það sé að bæði lykilstjórnendur og stjórnarmenn í skráðu félögunum hér á landi eigi almennt lítið undir persónulega. Frasinn að vera með skinn í leiknum (e. Skin in the game) á vel við hér. Einhverjir vilja eigna Warren Buffet þessi orð en hvað sem því líður þá eru þau góð og gild og vísa í að æskilegt sé að stjórnarmenn og stjórnendur hafi sömu hagsmuni og hluthafar. Almenna reglan í dag virðist hins vegar vera sú að stjórnarmenn séu flestir óháðir og án eignarhlutar og að lykilstjórnendur eigi ekkert eða mjög lítið hlutafé í sínum félögum. Þessi þróun er því enn frekar gegn þeim málstað og æskilegt væri að koma okkur í þá vegferð að hagsmunir stjórnenda samrýmist meira hagsmunum hluthafa. Það er þó eðlilegt að fruminnherjar geti sömuleiðis selt og tekið einhvern hagnað af borðinu. Það er hins vegar ekki eðlilegt að þegar þeir ætli sér að gera það lækki hlutabréfaverð félaga þeirra um tugi prósenta. Til þess að setja hlutina í samhengi þá seldi forstjóri N1 bréf fyrir 9,6 milljónir króna og þessi 9,6 milljóna viðskipti lækkuðu markaðsvirði N1 um tæpa fjóra milljarða. Við höfum ágætis fordæmi í Bandaríkjunum um reglu sem minnkar bæði tortryggni gagnvart sölu fruminnherja og dregur úr þessum öfgakenndu viðbrögðum, reglu 10b5-1. Hún gengur í einföldu máli út á það að fruminnherji, oftast lykilstjórnandi, á tíma þegar hann býr ekki yfir neinum innherjaupplýsingum setur fram áætlun um að selja alltaf ákveðið marga hluti á ákveðnum tíma mánaðarins næstu mánuði eða ár. Með þessu móti er tryggt að hagsmunum hluthafa, fruminnherja og markaðsaðila er best borgið. Það væri því æskilegt eftir reynslu síðastliðinna vikna að skoðað yrði að koma upp slíku kerfi sem gæti jafnframt orðið hvatning fyrir fleiri stjórnendur til þess að tryggja að þeir hafi skinn í leiknum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun