Tíu dæmi um valdníðslu embættismanna Sigurður Einarsson skrifar 8. mars 2017 12:13 Frá upphafi stofnunar Embættis sérstaks saksóknara hefur refsivöndur hans verið svo hátt á lofti að hvorki saksóknarar né dómarar hafa séð til sólar og byggt þunga fangelsisdóma á stemmningu fremur en lögfræðilegu réttlæti. Saksóknari hefur ekki farið eftir þeim lögum um meðferð opinbera mála að saksækja menn í einu máli þó ákært sé fyrir fleiri en eitt brot. Ekki hefur verið farið eftir því að sameina mál „eins og hægt er vegna hagkvæmnis“ eins og segir í lögunum „ef það þykir hentugra og horfa til flýtis og sparnaðar.“ Hér flækjast persónulegir hagsmunir eftirlitslausra kerfiskarla fyrir lögum um meðferð opinbera mála þar sem saksóknari skapar sjálfum sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg í stað þess að „horfa til flýtis og sparnaðar,“ eins og segir í lögunum. Það verður seint sagt um sérstakan saksóknara, nú héraðssaksóknara að hann búi yfir merkilegum mannlegum gildum og af því hefur Mannréttindadómstóll Evrópu áhyggjur. Mannréttindadómstóllinn hefur nú þegar óskað svara ábyrgðarmanns dómsvaldsins og hefur sent dómsmálaráðherra spurninga vegna vinnubragða saksóknara og dómstóla í hrunamálum þar sem margt bendir til að alvarleg mannréttindabrot hafi átt sér stað. Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á. Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni. Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera. Ljóst er að ítrekað hefur verið brotið á mannréttindum mínum í þeim tilgangi að fá mig sakfelldan. Ég hef tekið saman nokkur atriði um það hvernig saksóknari hefur brotið á mannréttindum mínum og annarra sakborninga í Al Thani-málinu. 1. Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms. 2. Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni. 3. Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga. 4. Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga. 5. Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna. 6. Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings. 7. Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum. 8. Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin. 9. Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin. 10. Vanhæfi hæstaréttardómara. Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna. Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla. Þetta er ekki tæmandi listi. Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli. Endurbyggi kerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frá upphafi stofnunar Embættis sérstaks saksóknara hefur refsivöndur hans verið svo hátt á lofti að hvorki saksóknarar né dómarar hafa séð til sólar og byggt þunga fangelsisdóma á stemmningu fremur en lögfræðilegu réttlæti. Saksóknari hefur ekki farið eftir þeim lögum um meðferð opinbera mála að saksækja menn í einu máli þó ákært sé fyrir fleiri en eitt brot. Ekki hefur verið farið eftir því að sameina mál „eins og hægt er vegna hagkvæmnis“ eins og segir í lögunum „ef það þykir hentugra og horfa til flýtis og sparnaðar.“ Hér flækjast persónulegir hagsmunir eftirlitslausra kerfiskarla fyrir lögum um meðferð opinbera mála þar sem saksóknari skapar sjálfum sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg í stað þess að „horfa til flýtis og sparnaðar,“ eins og segir í lögunum. Það verður seint sagt um sérstakan saksóknara, nú héraðssaksóknara að hann búi yfir merkilegum mannlegum gildum og af því hefur Mannréttindadómstóll Evrópu áhyggjur. Mannréttindadómstóllinn hefur nú þegar óskað svara ábyrgðarmanns dómsvaldsins og hefur sent dómsmálaráðherra spurninga vegna vinnubragða saksóknara og dómstóla í hrunamálum þar sem margt bendir til að alvarleg mannréttindabrot hafi átt sér stað. Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á. Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni. Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera. Ljóst er að ítrekað hefur verið brotið á mannréttindum mínum í þeim tilgangi að fá mig sakfelldan. Ég hef tekið saman nokkur atriði um það hvernig saksóknari hefur brotið á mannréttindum mínum og annarra sakborninga í Al Thani-málinu. 1. Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms. 2. Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni. 3. Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga. 4. Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga. 5. Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna. 6. Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings. 7. Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum. 8. Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin. 9. Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin. 10. Vanhæfi hæstaréttardómara. Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna. Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla. Þetta er ekki tæmandi listi. Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli. Endurbyggi kerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar