Tíu dæmi um valdníðslu embættismanna Sigurður Einarsson skrifar 8. mars 2017 12:13 Frá upphafi stofnunar Embættis sérstaks saksóknara hefur refsivöndur hans verið svo hátt á lofti að hvorki saksóknarar né dómarar hafa séð til sólar og byggt þunga fangelsisdóma á stemmningu fremur en lögfræðilegu réttlæti. Saksóknari hefur ekki farið eftir þeim lögum um meðferð opinbera mála að saksækja menn í einu máli þó ákært sé fyrir fleiri en eitt brot. Ekki hefur verið farið eftir því að sameina mál „eins og hægt er vegna hagkvæmnis“ eins og segir í lögunum „ef það þykir hentugra og horfa til flýtis og sparnaðar.“ Hér flækjast persónulegir hagsmunir eftirlitslausra kerfiskarla fyrir lögum um meðferð opinbera mála þar sem saksóknari skapar sjálfum sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg í stað þess að „horfa til flýtis og sparnaðar,“ eins og segir í lögunum. Það verður seint sagt um sérstakan saksóknara, nú héraðssaksóknara að hann búi yfir merkilegum mannlegum gildum og af því hefur Mannréttindadómstóll Evrópu áhyggjur. Mannréttindadómstóllinn hefur nú þegar óskað svara ábyrgðarmanns dómsvaldsins og hefur sent dómsmálaráðherra spurninga vegna vinnubragða saksóknara og dómstóla í hrunamálum þar sem margt bendir til að alvarleg mannréttindabrot hafi átt sér stað. Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á. Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni. Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera. Ljóst er að ítrekað hefur verið brotið á mannréttindum mínum í þeim tilgangi að fá mig sakfelldan. Ég hef tekið saman nokkur atriði um það hvernig saksóknari hefur brotið á mannréttindum mínum og annarra sakborninga í Al Thani-málinu. 1. Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms. 2. Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni. 3. Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga. 4. Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga. 5. Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna. 6. Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings. 7. Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum. 8. Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin. 9. Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin. 10. Vanhæfi hæstaréttardómara. Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna. Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla. Þetta er ekki tæmandi listi. Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli. Endurbyggi kerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Frá upphafi stofnunar Embættis sérstaks saksóknara hefur refsivöndur hans verið svo hátt á lofti að hvorki saksóknarar né dómarar hafa séð til sólar og byggt þunga fangelsisdóma á stemmningu fremur en lögfræðilegu réttlæti. Saksóknari hefur ekki farið eftir þeim lögum um meðferð opinbera mála að saksækja menn í einu máli þó ákært sé fyrir fleiri en eitt brot. Ekki hefur verið farið eftir því að sameina mál „eins og hægt er vegna hagkvæmnis“ eins og segir í lögunum „ef það þykir hentugra og horfa til flýtis og sparnaðar.“ Hér flækjast persónulegir hagsmunir eftirlitslausra kerfiskarla fyrir lögum um meðferð opinbera mála þar sem saksóknari skapar sjálfum sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg í stað þess að „horfa til flýtis og sparnaðar,“ eins og segir í lögunum. Það verður seint sagt um sérstakan saksóknara, nú héraðssaksóknara að hann búi yfir merkilegum mannlegum gildum og af því hefur Mannréttindadómstóll Evrópu áhyggjur. Mannréttindadómstóllinn hefur nú þegar óskað svara ábyrgðarmanns dómsvaldsins og hefur sent dómsmálaráðherra spurninga vegna vinnubragða saksóknara og dómstóla í hrunamálum þar sem margt bendir til að alvarleg mannréttindabrot hafi átt sér stað. Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á. Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni. Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera. Ljóst er að ítrekað hefur verið brotið á mannréttindum mínum í þeim tilgangi að fá mig sakfelldan. Ég hef tekið saman nokkur atriði um það hvernig saksóknari hefur brotið á mannréttindum mínum og annarra sakborninga í Al Thani-málinu. 1. Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms. 2. Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni. 3. Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga. 4. Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga. 5. Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna. 6. Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings. 7. Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum. 8. Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin. 9. Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin. 10. Vanhæfi hæstaréttardómara. Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna. Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla. Þetta er ekki tæmandi listi. Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli. Endurbyggi kerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar