Göngum þá skrefi framar Teitur Björn Einarsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Á undanförnum dögum hefur komið fram að töluverða fjármuni skortir í fjárlögum yfirstandandi árs til að hægt verði að ráðast í brýnar vegaumbætur víðs vegar um landið í samræmi við nýsamþykkta samgönguáætlun. Vart þarf að fjölyrða að samgöngukerfið er ein grundvallarforsenda öflugs atvinnulífs og búsetugæða. Niðurskurður á framkvæmda- og viðhaldsfé til vegamála á árunum eftir hrun samhliða nú stórauknum fjölda ferðamanna á vegum úti hefur haft þau áhrif að þrátt fyrir aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds á undanförnum árum er ástandið enn langt í frá boðlegt. Skiptir engu hvar borið er niður. Þjóðvegur 1 á sunnanverðum Austfjörðum getur trauðla kallast þjóðvegur hvað þá vegur númer eitt. Þá er ekki í boði að löngu tímabær uppbygging á vegleysum á Vestfjörðum frestist enn frekar. Sem dæmi eru tafir á framkvæmdum á Vestfjarðarvegi nr. 60 um Gufudalssveit ein samfelld hörmungarsaga sem spannar um hálfan annan áratug. Ýmsa aðra vegkafla á Snæfellsnesi og í Dölum, í Húnavatnssýslum, á Suðurlandi eða í Borgarfirði mætti lengi áfram telja. Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá skrefi framar. Þessi gamla speki þegar eitthvað þykir á skorta á vel við hér. Það verður ekki mikið lengur búið við óviðunandi ástand vegakerfisins og því blasir við að leita þarf lausna til að ná frekari árangri í að byggja upp vegi landsins. Sú uppbygging verður að ganga hraðar en ráðgert er. En hvar er hægt að stíga skrefi framar til að bæta það sem upp á vantar? Nærtækast er að ríkisstjórnin svari því hvort tilefni gefist til nýrra ákvarðana um fjármögnun vegaframkvæmda við endurmat á forsendum fjárlaga 2017 vegna framlagningar ríkisfjármálaáætlunar til næstu fimm ára nú í lok mars. Fordæmin fyrir þess háttar ákvörðunum eru til staðar. Benda má á í því sambandi að fjárlög 2017 voru sett undir afar óvenjulegum kringumstæðum og tímapressu á Alþingi fyrir áramót og því viðbúið að endurskoða þurfti ýmsa viðkvæma þætti þess á árinu. Þá er samgönguráðherra á réttri leið úr þröngri stöðu með því að setja umræðu um veggjöld að nýju af stað og samstarf með einkaaðilum um fjármögnun verkefna. Þannig væri hægt að flýta fyrir stórum og nauðsynlegum framkvæmdum til og frá höfuðborginni og búa jafnframt til fjárhagslegt svigrúm fyrir ríkið til að ráðast hraðar í aðrar framkvæmdir víðs vegar á landsbyggðinni. Tæma verður þá umræðu sem fyrst og taka jafnframt mið af ýmsum viðkvæmum álitaefnum sem þar skjóta upp kollinum. Aðalatriðið í þeirri umræðu er að hún sé sett í rétt samhengi; að leita leiða hvernig við getum byggt upp vegakerfi landsins hraðar en fram kemur í núverandi ríkisfjármálaáætlun.Tiltekt En verulegur árangur í uppbyggingu samgönguinnviða á næstu tveimur til fjórum árum getur náðst ef ráðist verður í umfangsmikla tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs til að lækka skuldir og losa um fé. Of mikið af fjármunum ríkissjóðs er bundið fast í ýmsum verkefnum sem ekki geta öll talist jafn nauðsynleg samgönguinnviðum og einnig verkefnum sem aðrir væru betur til þess fallnir til að fjármagna en ríkið. Hátt í 500 milljarðar af fé ríkisins er bundið í eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Með vandaðri og skipulagðri sölu á stórum hluta þeirra eigna má losa um mikið fé til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og spara þannig tugi milljarða á ári hverju í vaxtagreiðslur. Þannig skapast alvöru svigrúm til að styrkja grunnþjónustuna og byggja upp innviði. Fleiri dæmi er hægt að nefna um rekstur sem losa mætti ríkið úr og verja afrakstrinum til að hraða uppbyggingu samgöngumannvirkja. Til dæmis verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem varla getur talist til grunnþjónustu af hálfu ríkisins og einnig gætu allt að sex milljarðar áunnist með því að selja eignir ÁTVR. Sumar þessara hugmynda þykja umdeildar og ólíklegt að hægt verði að losa um allar þessar eignir og draga úr umsvifum á skömmum tíma. En með einhverjum hætti verður að stíga skrefi framar, og það fljótt, ef raunverulegur vilji er hjá þingheimi og ríkisstjórn að ráðast af krafti í nauðsynlegar samgönguumbætur. Tillögur um að draga úr umsvifum ríkisins í minna mikilvægum verkefnum, greiða niður skuldir til að spara vaxtagreiðslur og fjárfesta þess í stað í samgönguinnviðum eru einfaldlega valkostir í stöðunni sem nauðsynlegt er að horfa til. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur komið fram að töluverða fjármuni skortir í fjárlögum yfirstandandi árs til að hægt verði að ráðast í brýnar vegaumbætur víðs vegar um landið í samræmi við nýsamþykkta samgönguáætlun. Vart þarf að fjölyrða að samgöngukerfið er ein grundvallarforsenda öflugs atvinnulífs og búsetugæða. Niðurskurður á framkvæmda- og viðhaldsfé til vegamála á árunum eftir hrun samhliða nú stórauknum fjölda ferðamanna á vegum úti hefur haft þau áhrif að þrátt fyrir aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds á undanförnum árum er ástandið enn langt í frá boðlegt. Skiptir engu hvar borið er niður. Þjóðvegur 1 á sunnanverðum Austfjörðum getur trauðla kallast þjóðvegur hvað þá vegur númer eitt. Þá er ekki í boði að löngu tímabær uppbygging á vegleysum á Vestfjörðum frestist enn frekar. Sem dæmi eru tafir á framkvæmdum á Vestfjarðarvegi nr. 60 um Gufudalssveit ein samfelld hörmungarsaga sem spannar um hálfan annan áratug. Ýmsa aðra vegkafla á Snæfellsnesi og í Dölum, í Húnavatnssýslum, á Suðurlandi eða í Borgarfirði mætti lengi áfram telja. Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá skrefi framar. Þessi gamla speki þegar eitthvað þykir á skorta á vel við hér. Það verður ekki mikið lengur búið við óviðunandi ástand vegakerfisins og því blasir við að leita þarf lausna til að ná frekari árangri í að byggja upp vegi landsins. Sú uppbygging verður að ganga hraðar en ráðgert er. En hvar er hægt að stíga skrefi framar til að bæta það sem upp á vantar? Nærtækast er að ríkisstjórnin svari því hvort tilefni gefist til nýrra ákvarðana um fjármögnun vegaframkvæmda við endurmat á forsendum fjárlaga 2017 vegna framlagningar ríkisfjármálaáætlunar til næstu fimm ára nú í lok mars. Fordæmin fyrir þess háttar ákvörðunum eru til staðar. Benda má á í því sambandi að fjárlög 2017 voru sett undir afar óvenjulegum kringumstæðum og tímapressu á Alþingi fyrir áramót og því viðbúið að endurskoða þurfti ýmsa viðkvæma þætti þess á árinu. Þá er samgönguráðherra á réttri leið úr þröngri stöðu með því að setja umræðu um veggjöld að nýju af stað og samstarf með einkaaðilum um fjármögnun verkefna. Þannig væri hægt að flýta fyrir stórum og nauðsynlegum framkvæmdum til og frá höfuðborginni og búa jafnframt til fjárhagslegt svigrúm fyrir ríkið til að ráðast hraðar í aðrar framkvæmdir víðs vegar á landsbyggðinni. Tæma verður þá umræðu sem fyrst og taka jafnframt mið af ýmsum viðkvæmum álitaefnum sem þar skjóta upp kollinum. Aðalatriðið í þeirri umræðu er að hún sé sett í rétt samhengi; að leita leiða hvernig við getum byggt upp vegakerfi landsins hraðar en fram kemur í núverandi ríkisfjármálaáætlun.Tiltekt En verulegur árangur í uppbyggingu samgönguinnviða á næstu tveimur til fjórum árum getur náðst ef ráðist verður í umfangsmikla tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs til að lækka skuldir og losa um fé. Of mikið af fjármunum ríkissjóðs er bundið fast í ýmsum verkefnum sem ekki geta öll talist jafn nauðsynleg samgönguinnviðum og einnig verkefnum sem aðrir væru betur til þess fallnir til að fjármagna en ríkið. Hátt í 500 milljarðar af fé ríkisins er bundið í eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Með vandaðri og skipulagðri sölu á stórum hluta þeirra eigna má losa um mikið fé til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og spara þannig tugi milljarða á ári hverju í vaxtagreiðslur. Þannig skapast alvöru svigrúm til að styrkja grunnþjónustuna og byggja upp innviði. Fleiri dæmi er hægt að nefna um rekstur sem losa mætti ríkið úr og verja afrakstrinum til að hraða uppbyggingu samgöngumannvirkja. Til dæmis verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem varla getur talist til grunnþjónustu af hálfu ríkisins og einnig gætu allt að sex milljarðar áunnist með því að selja eignir ÁTVR. Sumar þessara hugmynda þykja umdeildar og ólíklegt að hægt verði að losa um allar þessar eignir og draga úr umsvifum á skömmum tíma. En með einhverjum hætti verður að stíga skrefi framar, og það fljótt, ef raunverulegur vilji er hjá þingheimi og ríkisstjórn að ráðast af krafti í nauðsynlegar samgönguumbætur. Tillögur um að draga úr umsvifum ríkisins í minna mikilvægum verkefnum, greiða niður skuldir til að spara vaxtagreiðslur og fjárfesta þess í stað í samgönguinnviðum eru einfaldlega valkostir í stöðunni sem nauðsynlegt er að horfa til. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun