Bjarni Ben stjórnmálasnillingur? Sverrir Björnsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Við sem erum ósammála Bjarna Ben í pólitík hljótum þó að viðurkenna að enginn er honum sleipari nú um stundir. Maðurinn hefur alla hljóma hins pólitíska tónstiga á valdi sínu, frá ljúfasta þyt yfir í gjallandi stríðslúðra. Það er langt síðan við sáum Bjarna spila á allra fínustu strengina, er hann táraðist í sjónvarpssal og hélt þannig velli fyrir Hönnu Birnu. Hneykslismál sem myndu enda feril flestra stjórnmálamanna hrindast af honum eins og fitubrák af teflonpönnu; Milljarða afskriftir, einkavinavæðing og Panamaskjöl, ekkert skilur eftir blett á bláu jakkafötunum. Í síðustu kosningum sáum við bálreiða Bjarna húðskamma fréttamenn í sjónvarpsumræðum fyrir að spyrja út í svik hans í stórmáli síðustu kosninga, ESB þjóðaratkvæðagreiðsluna. Augnabliki síðar var mjúki Bjarni mættur segjandi mildum rómi að nú væri einmitt kominn tími á að fátækir og sjúkir nytu góðærisins. Það breyttist þó strax á kosninganóttina þegar ljóst var að Lækjabrekku hrærigrauturinn náði ekki sínum vísa kosningasigri. Síðan fengum við að sjá brosmilda Bjarna á stuttermabolnum sjarmera Óttarr Proppé inn í einkavæðingar ríkisstjórnina. Það var reyndar létt verk því einn ekki síður klókur, Benedikt frændi, kom ríðandi í hlað með Óttar í taumi. Nýjustu tóndæmin eru að ljúfi Bjarni telur mjög miður að stóru skýrslurnar tvær – sem hann stakk sjálfur undir stól – hafi ekki komið fram fyrr!? Þá setur hann í brýrnar og segir algjörlega fráleitt að það hefði haft áhrif á kosningarnar ef fólk hefði vitað að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi með skipulegum hætti efnuðu fólki leið til skattaundanskota með því að innleiða ekki CFC og að 86% af skuldaleiðréttingunni fór til ríkari helmings þjóðarinnar. Bjarni er rétti maðurinn á tímum sjálfvalins sannleika, háll sem áll og fréttafólk nær engu taki á honum. Bestu kostir stjórnmálamanns eru þó heilindi og að fólk viti hvert erindi hans er. Bjarni Ben hefur aldrei minnist einu orði á raunverulegt erindi Sjálfstæðisflokksins: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Þá eru nú vinstriflokkarnir heiðarlegri, þeirra erindi liggur alveg ljóst fyrir: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við sem erum ósammála Bjarna Ben í pólitík hljótum þó að viðurkenna að enginn er honum sleipari nú um stundir. Maðurinn hefur alla hljóma hins pólitíska tónstiga á valdi sínu, frá ljúfasta þyt yfir í gjallandi stríðslúðra. Það er langt síðan við sáum Bjarna spila á allra fínustu strengina, er hann táraðist í sjónvarpssal og hélt þannig velli fyrir Hönnu Birnu. Hneykslismál sem myndu enda feril flestra stjórnmálamanna hrindast af honum eins og fitubrák af teflonpönnu; Milljarða afskriftir, einkavinavæðing og Panamaskjöl, ekkert skilur eftir blett á bláu jakkafötunum. Í síðustu kosningum sáum við bálreiða Bjarna húðskamma fréttamenn í sjónvarpsumræðum fyrir að spyrja út í svik hans í stórmáli síðustu kosninga, ESB þjóðaratkvæðagreiðsluna. Augnabliki síðar var mjúki Bjarni mættur segjandi mildum rómi að nú væri einmitt kominn tími á að fátækir og sjúkir nytu góðærisins. Það breyttist þó strax á kosninganóttina þegar ljóst var að Lækjabrekku hrærigrauturinn náði ekki sínum vísa kosningasigri. Síðan fengum við að sjá brosmilda Bjarna á stuttermabolnum sjarmera Óttarr Proppé inn í einkavæðingar ríkisstjórnina. Það var reyndar létt verk því einn ekki síður klókur, Benedikt frændi, kom ríðandi í hlað með Óttar í taumi. Nýjustu tóndæmin eru að ljúfi Bjarni telur mjög miður að stóru skýrslurnar tvær – sem hann stakk sjálfur undir stól – hafi ekki komið fram fyrr!? Þá setur hann í brýrnar og segir algjörlega fráleitt að það hefði haft áhrif á kosningarnar ef fólk hefði vitað að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi með skipulegum hætti efnuðu fólki leið til skattaundanskota með því að innleiða ekki CFC og að 86% af skuldaleiðréttingunni fór til ríkari helmings þjóðarinnar. Bjarni er rétti maðurinn á tímum sjálfvalins sannleika, háll sem áll og fréttafólk nær engu taki á honum. Bestu kostir stjórnmálamanns eru þó heilindi og að fólk viti hvert erindi hans er. Bjarni Ben hefur aldrei minnist einu orði á raunverulegt erindi Sjálfstæðisflokksins: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Þá eru nú vinstriflokkarnir heiðarlegri, þeirra erindi liggur alveg ljóst fyrir: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun