Það vantar hjúkrunarheimili fyrir aldraða! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun