Er stærsta ferðamannaár sögunnar hafið? Kristín Hrönn Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2017 14:48 Eftir mikinn vöxt íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum er útlit fyrir að vöxtur greinarinnar verði einnig hraður í ár. Í nýútgefinni skýrslu okkar um íslenska ferðaþjónustu spáum við því að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30% frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þús. milli áranna 2016 og 2017 sem er mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Fjölgun ferðamanna elur af sér mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og reiknum við með að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði um 560 ma.kr. í ár, eða sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Mikilvægi greinarinnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins mun því aukast enn frekar á þessu ári. Saga ferðaþjónustunnar er saga samgangna. Í ljósi landfræðilegrar stöðu Íslands eru góðar flugsamgöngur íslenskri ferðaþjónustu og hagkerfinu öllu mjög mikilvægar. Rúmlega 90% erlendra ferðamanna ferðast hingað til lands með flugi. Til samanburðar er þetta hlutfall um 54% í ríkjum OECD. Erlend flugfélög hafi aukið komur sínar hingað síðustu ár og eru þau mikilvægur sveiflujafnari fyrir innlenda ferðaþjónustu auk þess sem þau draga úr rekstaráhættu í greininni. Þrátt fyrir fjölgun erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll má engu að síður reikna með að um þrír af hverjum fjórum ferðamönnum ferðist hingað til lands með íslensku flugfélögunum tveimur. Ferðaþjónustan sem og íslenska þjóðin á því mikið undir rekstri þessara tveggja íslensku flugfélaga.Hótelgisting ein sú dýrasta á Norðurlöndum Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga á sviði flugsamgangna en einnig á öðrum sviðum s.s. í gistirými, bifreiðum, veitingaþjónustu og afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Hefur þessi fjárfesting verið sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Þannig má rekja um helming þeirra starfa sem skapast hafa í hagkerfinu frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar beint eða óbeint. Þá er hvert starf innan ferðaþjónustunnar einnig að skila auknum virðisauka og hefur framleiðni vinnuafls innan greinarinnar aukist talsvert síðustu ár. Greinin glímir um þessar mundir við skort á vinnuafli og er þeim skorti í vaxandi mæli mætt með erlendu vinnuafli. Ætla má að hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu verði u.þ.b. þrefalt hærra en í íslensku atvinnulífi almennt á þessu ári. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hefur umtalsverð aukning orðið í framboði hótelherbergja. Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna hefur þó verið fjórfalt meiri en fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja á því svæði er með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og hótelgisting í Reykjavík er orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Á móti hefur önnur gistiþjónusta vaxið hratt og þá sérstaklega í gegnum deilihagkerfið. Tölurnar sýna að deilihagkerfið hefur átt stóran þátt í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja hér á landi. Útlit er fyrir sambærilega þróun í ár en áætluð fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 nemur að okkar mati um þriðjung af áætlaðri þörf. Mun það að öðru óbreyttu, stuðla að hærri nýtingu hótelherbergja og auknu umfangi deilihagkerfisins og annars konar gistiþjónustu.Gerist ekki yfir nóttu Mikil umræða hefur skapast um gengi krónunnar sem hefur styrkst talsvert undanfarið. Hækkun á gengi krónunnar hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja í útflutningi sem mörg hver verja ekki gengisáhættu í rekstrinum. Hækkun á gengi krónunnar ætti einnig að öllu jafna að draga úr vilja ferðamanna til að koma hingað, stytta dvalarlengd og draga úr útgjöldum þeirra hér í krónum talið. Þetta gerist þó ekki yfir nóttu heldur koma áðurgreind áhrif gengisbreytinga fram með töf. Því verður að teljast líklegt að áhrifin af styrkingu krónunnar undanfarið eigi ennþá eftir að koma að fullu fram í íslenskri ferðaþjónustu. Ennþá sér ekki fyrir endann á uppgangi ferðaþjónustunnar og verður áhugavert að fylgjast með þróun greinarinnar og hvernig henni tekst til við þær áskoranir og þau tækifæri sem hún stendur frammi fyrir um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir mikinn vöxt íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum er útlit fyrir að vöxtur greinarinnar verði einnig hraður í ár. Í nýútgefinni skýrslu okkar um íslenska ferðaþjónustu spáum við því að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30% frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þús. milli áranna 2016 og 2017 sem er mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Fjölgun ferðamanna elur af sér mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og reiknum við með að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði um 560 ma.kr. í ár, eða sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Mikilvægi greinarinnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins mun því aukast enn frekar á þessu ári. Saga ferðaþjónustunnar er saga samgangna. Í ljósi landfræðilegrar stöðu Íslands eru góðar flugsamgöngur íslenskri ferðaþjónustu og hagkerfinu öllu mjög mikilvægar. Rúmlega 90% erlendra ferðamanna ferðast hingað til lands með flugi. Til samanburðar er þetta hlutfall um 54% í ríkjum OECD. Erlend flugfélög hafi aukið komur sínar hingað síðustu ár og eru þau mikilvægur sveiflujafnari fyrir innlenda ferðaþjónustu auk þess sem þau draga úr rekstaráhættu í greininni. Þrátt fyrir fjölgun erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll má engu að síður reikna með að um þrír af hverjum fjórum ferðamönnum ferðist hingað til lands með íslensku flugfélögunum tveimur. Ferðaþjónustan sem og íslenska þjóðin á því mikið undir rekstri þessara tveggja íslensku flugfélaga.Hótelgisting ein sú dýrasta á Norðurlöndum Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga á sviði flugsamgangna en einnig á öðrum sviðum s.s. í gistirými, bifreiðum, veitingaþjónustu og afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Hefur þessi fjárfesting verið sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Þannig má rekja um helming þeirra starfa sem skapast hafa í hagkerfinu frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar beint eða óbeint. Þá er hvert starf innan ferðaþjónustunnar einnig að skila auknum virðisauka og hefur framleiðni vinnuafls innan greinarinnar aukist talsvert síðustu ár. Greinin glímir um þessar mundir við skort á vinnuafli og er þeim skorti í vaxandi mæli mætt með erlendu vinnuafli. Ætla má að hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu verði u.þ.b. þrefalt hærra en í íslensku atvinnulífi almennt á þessu ári. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hefur umtalsverð aukning orðið í framboði hótelherbergja. Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna hefur þó verið fjórfalt meiri en fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja á því svæði er með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og hótelgisting í Reykjavík er orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Á móti hefur önnur gistiþjónusta vaxið hratt og þá sérstaklega í gegnum deilihagkerfið. Tölurnar sýna að deilihagkerfið hefur átt stóran þátt í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja hér á landi. Útlit er fyrir sambærilega þróun í ár en áætluð fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 nemur að okkar mati um þriðjung af áætlaðri þörf. Mun það að öðru óbreyttu, stuðla að hærri nýtingu hótelherbergja og auknu umfangi deilihagkerfisins og annars konar gistiþjónustu.Gerist ekki yfir nóttu Mikil umræða hefur skapast um gengi krónunnar sem hefur styrkst talsvert undanfarið. Hækkun á gengi krónunnar hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja í útflutningi sem mörg hver verja ekki gengisáhættu í rekstrinum. Hækkun á gengi krónunnar ætti einnig að öllu jafna að draga úr vilja ferðamanna til að koma hingað, stytta dvalarlengd og draga úr útgjöldum þeirra hér í krónum talið. Þetta gerist þó ekki yfir nóttu heldur koma áðurgreind áhrif gengisbreytinga fram með töf. Því verður að teljast líklegt að áhrifin af styrkingu krónunnar undanfarið eigi ennþá eftir að koma að fullu fram í íslenskri ferðaþjónustu. Ennþá sér ekki fyrir endann á uppgangi ferðaþjónustunnar og verður áhugavert að fylgjast með þróun greinarinnar og hvernig henni tekst til við þær áskoranir og þau tækifæri sem hún stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun