Er stærsta ferðamannaár sögunnar hafið? Kristín Hrönn Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2017 14:48 Eftir mikinn vöxt íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum er útlit fyrir að vöxtur greinarinnar verði einnig hraður í ár. Í nýútgefinni skýrslu okkar um íslenska ferðaþjónustu spáum við því að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30% frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þús. milli áranna 2016 og 2017 sem er mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Fjölgun ferðamanna elur af sér mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og reiknum við með að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði um 560 ma.kr. í ár, eða sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Mikilvægi greinarinnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins mun því aukast enn frekar á þessu ári. Saga ferðaþjónustunnar er saga samgangna. Í ljósi landfræðilegrar stöðu Íslands eru góðar flugsamgöngur íslenskri ferðaþjónustu og hagkerfinu öllu mjög mikilvægar. Rúmlega 90% erlendra ferðamanna ferðast hingað til lands með flugi. Til samanburðar er þetta hlutfall um 54% í ríkjum OECD. Erlend flugfélög hafi aukið komur sínar hingað síðustu ár og eru þau mikilvægur sveiflujafnari fyrir innlenda ferðaþjónustu auk þess sem þau draga úr rekstaráhættu í greininni. Þrátt fyrir fjölgun erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll má engu að síður reikna með að um þrír af hverjum fjórum ferðamönnum ferðist hingað til lands með íslensku flugfélögunum tveimur. Ferðaþjónustan sem og íslenska þjóðin á því mikið undir rekstri þessara tveggja íslensku flugfélaga.Hótelgisting ein sú dýrasta á Norðurlöndum Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga á sviði flugsamgangna en einnig á öðrum sviðum s.s. í gistirými, bifreiðum, veitingaþjónustu og afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Hefur þessi fjárfesting verið sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Þannig má rekja um helming þeirra starfa sem skapast hafa í hagkerfinu frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar beint eða óbeint. Þá er hvert starf innan ferðaþjónustunnar einnig að skila auknum virðisauka og hefur framleiðni vinnuafls innan greinarinnar aukist talsvert síðustu ár. Greinin glímir um þessar mundir við skort á vinnuafli og er þeim skorti í vaxandi mæli mætt með erlendu vinnuafli. Ætla má að hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu verði u.þ.b. þrefalt hærra en í íslensku atvinnulífi almennt á þessu ári. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hefur umtalsverð aukning orðið í framboði hótelherbergja. Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna hefur þó verið fjórfalt meiri en fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja á því svæði er með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og hótelgisting í Reykjavík er orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Á móti hefur önnur gistiþjónusta vaxið hratt og þá sérstaklega í gegnum deilihagkerfið. Tölurnar sýna að deilihagkerfið hefur átt stóran þátt í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja hér á landi. Útlit er fyrir sambærilega þróun í ár en áætluð fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 nemur að okkar mati um þriðjung af áætlaðri þörf. Mun það að öðru óbreyttu, stuðla að hærri nýtingu hótelherbergja og auknu umfangi deilihagkerfisins og annars konar gistiþjónustu.Gerist ekki yfir nóttu Mikil umræða hefur skapast um gengi krónunnar sem hefur styrkst talsvert undanfarið. Hækkun á gengi krónunnar hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja í útflutningi sem mörg hver verja ekki gengisáhættu í rekstrinum. Hækkun á gengi krónunnar ætti einnig að öllu jafna að draga úr vilja ferðamanna til að koma hingað, stytta dvalarlengd og draga úr útgjöldum þeirra hér í krónum talið. Þetta gerist þó ekki yfir nóttu heldur koma áðurgreind áhrif gengisbreytinga fram með töf. Því verður að teljast líklegt að áhrifin af styrkingu krónunnar undanfarið eigi ennþá eftir að koma að fullu fram í íslenskri ferðaþjónustu. Ennþá sér ekki fyrir endann á uppgangi ferðaþjónustunnar og verður áhugavert að fylgjast með þróun greinarinnar og hvernig henni tekst til við þær áskoranir og þau tækifæri sem hún stendur frammi fyrir um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eftir mikinn vöxt íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum er útlit fyrir að vöxtur greinarinnar verði einnig hraður í ár. Í nýútgefinni skýrslu okkar um íslenska ferðaþjónustu spáum við því að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30% frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þús. milli áranna 2016 og 2017 sem er mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Fjölgun ferðamanna elur af sér mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og reiknum við með að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði um 560 ma.kr. í ár, eða sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Mikilvægi greinarinnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins mun því aukast enn frekar á þessu ári. Saga ferðaþjónustunnar er saga samgangna. Í ljósi landfræðilegrar stöðu Íslands eru góðar flugsamgöngur íslenskri ferðaþjónustu og hagkerfinu öllu mjög mikilvægar. Rúmlega 90% erlendra ferðamanna ferðast hingað til lands með flugi. Til samanburðar er þetta hlutfall um 54% í ríkjum OECD. Erlend flugfélög hafi aukið komur sínar hingað síðustu ár og eru þau mikilvægur sveiflujafnari fyrir innlenda ferðaþjónustu auk þess sem þau draga úr rekstaráhættu í greininni. Þrátt fyrir fjölgun erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll má engu að síður reikna með að um þrír af hverjum fjórum ferðamönnum ferðist hingað til lands með íslensku flugfélögunum tveimur. Ferðaþjónustan sem og íslenska þjóðin á því mikið undir rekstri þessara tveggja íslensku flugfélaga.Hótelgisting ein sú dýrasta á Norðurlöndum Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga á sviði flugsamgangna en einnig á öðrum sviðum s.s. í gistirými, bifreiðum, veitingaþjónustu og afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Hefur þessi fjárfesting verið sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Þannig má rekja um helming þeirra starfa sem skapast hafa í hagkerfinu frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar beint eða óbeint. Þá er hvert starf innan ferðaþjónustunnar einnig að skila auknum virðisauka og hefur framleiðni vinnuafls innan greinarinnar aukist talsvert síðustu ár. Greinin glímir um þessar mundir við skort á vinnuafli og er þeim skorti í vaxandi mæli mætt með erlendu vinnuafli. Ætla má að hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu verði u.þ.b. þrefalt hærra en í íslensku atvinnulífi almennt á þessu ári. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hefur umtalsverð aukning orðið í framboði hótelherbergja. Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna hefur þó verið fjórfalt meiri en fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja á því svæði er með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og hótelgisting í Reykjavík er orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Á móti hefur önnur gistiþjónusta vaxið hratt og þá sérstaklega í gegnum deilihagkerfið. Tölurnar sýna að deilihagkerfið hefur átt stóran þátt í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja hér á landi. Útlit er fyrir sambærilega þróun í ár en áætluð fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 nemur að okkar mati um þriðjung af áætlaðri þörf. Mun það að öðru óbreyttu, stuðla að hærri nýtingu hótelherbergja og auknu umfangi deilihagkerfisins og annars konar gistiþjónustu.Gerist ekki yfir nóttu Mikil umræða hefur skapast um gengi krónunnar sem hefur styrkst talsvert undanfarið. Hækkun á gengi krónunnar hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja í útflutningi sem mörg hver verja ekki gengisáhættu í rekstrinum. Hækkun á gengi krónunnar ætti einnig að öllu jafna að draga úr vilja ferðamanna til að koma hingað, stytta dvalarlengd og draga úr útgjöldum þeirra hér í krónum talið. Þetta gerist þó ekki yfir nóttu heldur koma áðurgreind áhrif gengisbreytinga fram með töf. Því verður að teljast líklegt að áhrifin af styrkingu krónunnar undanfarið eigi ennþá eftir að koma að fullu fram í íslenskri ferðaþjónustu. Ennþá sér ekki fyrir endann á uppgangi ferðaþjónustunnar og verður áhugavert að fylgjast með þróun greinarinnar og hvernig henni tekst til við þær áskoranir og þau tækifæri sem hún stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun