Hvað er kynbundinn launamunur? Helgi Tómasson skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Algeng skilgreining á kynbundnum launamun er að hann sé prósentutala unnin upp úr launakönnun þar sem borin eru saman laun karla og kvenna. Aðferðin byggir á því að störf, menntun og starfsreynsla séu eins verðlögð hjá öllum einstaklingum í öllum fyrirtækjum og stofnunum. Laun þessa staðlaða einstaklings eru borin saman við laun karla og kvenna. Munurinn á meðaltölum kynjanna er síðan kallaður kynbundinn launamunur. Þar sem niðurstöður eru yfirleitt þær að það halli á konur er ályktað að öll fyrirtæki og stofnanir mismuni konum (jafnmikið) í launum sem nemur þessari prósentu. Þetta er kolrangt af mörgum ástæðum. Má þar nefna að mikilvægir þættir sem áhrif hafa á laun eru ekki teknir með í reikninginn, s.s. færni, sjálfstæði, frumkvæði, ábyrgð og álag. Þessa þætti er ekki að finna í þeim launakönnunum sem ályktanir um kynbundinn launamun eru dregnar af en í vísindum hagrannsókna og tölfræði eru ýmsar leiðir til að takast á við slíkt. Annar stór galli á þessum könnunum er sá að hópar starfsfólks í mjög mismunandi fyrirtækjum eru lagðir saman. Sá möguleiki er fyrir hendi að ekkert fyrirtæki eða stofnun stundi þá mismunun gagnvart konum sem menn þykjast lesa út úr meðaltalinu um kynbundinn launamun. Gott innlent dæmi er launakönnun á vegum félagsmálaráðuneytisins frá árinu 2006 sem greindi frá meiri kynbundnum launamun á öllum vinnumarkaðnum (15,7%) en á hvorum hluta hans, þ.e. opinbera geiranum (11,8%) og einkageiranum (15,5%). Hluti kynbundins launamunar varð því til í samlagningu þessara tveggja markaða. Eðli vinnumarkaðarins er að laun eru mishá. Sama menntun er misverðmæt í mismunandi fyrirtækjum og stofnunum. Verkaskipting hjóna skiptir einnig máli. Giftir karlar hafa miklu hærri laun en ógiftir á sama aldri og áhrif hjónabands á laun eru miklu meiri hjá körlum en konum. Af framangreindum ástæðum (og fleirum) er sennilegt að vottun fyrirtækja samkvæmt jafnlaunastaðli muni hafa óveruleg áhrif á mat á kynbundnum launamun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Algeng skilgreining á kynbundnum launamun er að hann sé prósentutala unnin upp úr launakönnun þar sem borin eru saman laun karla og kvenna. Aðferðin byggir á því að störf, menntun og starfsreynsla séu eins verðlögð hjá öllum einstaklingum í öllum fyrirtækjum og stofnunum. Laun þessa staðlaða einstaklings eru borin saman við laun karla og kvenna. Munurinn á meðaltölum kynjanna er síðan kallaður kynbundinn launamunur. Þar sem niðurstöður eru yfirleitt þær að það halli á konur er ályktað að öll fyrirtæki og stofnanir mismuni konum (jafnmikið) í launum sem nemur þessari prósentu. Þetta er kolrangt af mörgum ástæðum. Má þar nefna að mikilvægir þættir sem áhrif hafa á laun eru ekki teknir með í reikninginn, s.s. færni, sjálfstæði, frumkvæði, ábyrgð og álag. Þessa þætti er ekki að finna í þeim launakönnunum sem ályktanir um kynbundinn launamun eru dregnar af en í vísindum hagrannsókna og tölfræði eru ýmsar leiðir til að takast á við slíkt. Annar stór galli á þessum könnunum er sá að hópar starfsfólks í mjög mismunandi fyrirtækjum eru lagðir saman. Sá möguleiki er fyrir hendi að ekkert fyrirtæki eða stofnun stundi þá mismunun gagnvart konum sem menn þykjast lesa út úr meðaltalinu um kynbundinn launamun. Gott innlent dæmi er launakönnun á vegum félagsmálaráðuneytisins frá árinu 2006 sem greindi frá meiri kynbundnum launamun á öllum vinnumarkaðnum (15,7%) en á hvorum hluta hans, þ.e. opinbera geiranum (11,8%) og einkageiranum (15,5%). Hluti kynbundins launamunar varð því til í samlagningu þessara tveggja markaða. Eðli vinnumarkaðarins er að laun eru mishá. Sama menntun er misverðmæt í mismunandi fyrirtækjum og stofnunum. Verkaskipting hjóna skiptir einnig máli. Giftir karlar hafa miklu hærri laun en ógiftir á sama aldri og áhrif hjónabands á laun eru miklu meiri hjá körlum en konum. Af framangreindum ástæðum (og fleirum) er sennilegt að vottun fyrirtækja samkvæmt jafnlaunastaðli muni hafa óveruleg áhrif á mat á kynbundnum launamun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar