Ólafía Þórunn upp um meira en hundrað sæti á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að standa sig frábærlega á fyrstu LPGA mótum sínum. Vísir/Getty Frábær frammistaða Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur er heldur betur farin að skila sér í stöðu hennar á heimslistanum í golfi. Ólafía Þórunn tók sannkallað risastökk á heimslistanum í golfi eftir að hafa endað í 30.til 39. sæti á ISPS Handa LPGA mótinu í Ástralíu um helgina. Þetta kemur fram í frétt á golf.is. Ólafía Þórunn fór upp um heil 103 sæti á listanum og er núna í 503. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir fór upp um eitt sæti á heimslistanum og er núna í 692. sæti. Á síðastliðnu ári hefur Ólafía Þórunn farið upp um 354 sæti á heimslistanum en Valdís Þóra hefur farið upp um 74 sæti. 30. sætið um helgina en besti árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni en hún er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur fyrstu mótum sínum á sterkustu atvinnumótaröð heims. Fyrir árangurinn á mótinu í Ástralíu fékk Ólafía um eina milljón kr. í verðlaunafé. Hún hefur unnið sér um 12.000 Bandaríkjadali eða sem nemur 1,3 milljónum kr. í fyrstu tveimur mótunum á LPGA. Ólafía Þórunn er með sjötta besta árangurinn af nýliðum ársins 2017 á LPGA og er í 51. sæti á peningalistanum á LPGA. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum er efst á peningalistanum með um 24 milljónir kr. í verðlaunafé eftir tvö fyrstu mótin á LPGA. Til þess að halda keppnisrétti sínum á LPGA þarf Ólafía að vera í einu af 90 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Næsta mót hennar á LPGA verður að öllum líkindum í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan mars. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Frábær frammistaða Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur er heldur betur farin að skila sér í stöðu hennar á heimslistanum í golfi. Ólafía Þórunn tók sannkallað risastökk á heimslistanum í golfi eftir að hafa endað í 30.til 39. sæti á ISPS Handa LPGA mótinu í Ástralíu um helgina. Þetta kemur fram í frétt á golf.is. Ólafía Þórunn fór upp um heil 103 sæti á listanum og er núna í 503. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir fór upp um eitt sæti á heimslistanum og er núna í 692. sæti. Á síðastliðnu ári hefur Ólafía Þórunn farið upp um 354 sæti á heimslistanum en Valdís Þóra hefur farið upp um 74 sæti. 30. sætið um helgina en besti árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni en hún er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur fyrstu mótum sínum á sterkustu atvinnumótaröð heims. Fyrir árangurinn á mótinu í Ástralíu fékk Ólafía um eina milljón kr. í verðlaunafé. Hún hefur unnið sér um 12.000 Bandaríkjadali eða sem nemur 1,3 milljónum kr. í fyrstu tveimur mótunum á LPGA. Ólafía Þórunn er með sjötta besta árangurinn af nýliðum ársins 2017 á LPGA og er í 51. sæti á peningalistanum á LPGA. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum er efst á peningalistanum með um 24 milljónir kr. í verðlaunafé eftir tvö fyrstu mótin á LPGA. Til þess að halda keppnisrétti sínum á LPGA þarf Ólafía að vera í einu af 90 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Næsta mót hennar á LPGA verður að öllum líkindum í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan mars.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira