Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 15:00 Þeir Hreiðar Már, Magnús og Skúli voru dæmdir í málinu í héraði en sá dómur hefur nú verið ómerktur. vísir/gva Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þetta þýðir að aðalmeðferð málsins þarf nú að fara fram á ný í héraðsdómi. Verjendur í málinu töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæi sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna ýmissa deilinga á samfélagsmiðlinum Facebook. Er þetta í annað sinn sem dómur í svokölluðum hrunmálum er ómerktur vegna vanhæfis dómara en árið 2015 var dómur héraðsdóms í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Ágúst Brynjar Torfason.Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í héraði Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi átt félagið Marple Holding en hann hefur mótmælt við meðferð málsins, voru allir dæmdir til refsingar í héraði en Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Var Skúli sýknaður af þessu í héraði en dæmdur fyrir peningaþvætti af gáleysi. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Hann var sýknaður af þeim ákærulið. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48 Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þetta þýðir að aðalmeðferð málsins þarf nú að fara fram á ný í héraðsdómi. Verjendur í málinu töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæi sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna ýmissa deilinga á samfélagsmiðlinum Facebook. Er þetta í annað sinn sem dómur í svokölluðum hrunmálum er ómerktur vegna vanhæfis dómara en árið 2015 var dómur héraðsdóms í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Ágúst Brynjar Torfason.Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í héraði Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi átt félagið Marple Holding en hann hefur mótmælt við meðferð málsins, voru allir dæmdir til refsingar í héraði en Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Var Skúli sýknaður af þessu í héraði en dæmdur fyrir peningaþvætti af gáleysi. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Hann var sýknaður af þeim ákærulið. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48 Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17
Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48
Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00