Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 15:17 Hreiðar Már Sigurðsson við aðalmeðferð Marple-málsins. vísir/gva Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og einn sakborninga í Marple-málinu svokallaða, fer fram á að sérfróður meðdómandi í málinu víki sæti. Meðdómandinn, Ásgeir Brynjar Torfason, er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Auk hans sitja í fjölskipuðum dómi þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari og dómsformaður, og Kristrún Kristinsdóttir, héraðsdómari. Aðalmeðferð lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. september síðastliðinn og samkvæmt dagskrá á að kveða upp dóm í málinu á föstudaginn, sléttum fjórum vikum eftir að málið var dómtekið. Að sögn Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars, byggir krafan á upplýsingum sem bárust eftir að málið var dómtekið. Hann segir að svo þurfi ekki endilega að fara að dómsuppsagan frestist þar sem um tiltölulega einfalda kröfu sé að ræða. Málflutningur vegna kröfunnar fer fram á morgun. Dómsformaðurinn í málinu mun taka afstöðu til kröfu Hreiðars um að Ásgeir víki sæti. Meti hann það sem svo að meðdómandinn þurfi að víkja þarf aðalmeðferð málsins að fara fram á ný. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og einn sakborninga í Marple-málinu svokallaða, fer fram á að sérfróður meðdómandi í málinu víki sæti. Meðdómandinn, Ásgeir Brynjar Torfason, er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Auk hans sitja í fjölskipuðum dómi þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari og dómsformaður, og Kristrún Kristinsdóttir, héraðsdómari. Aðalmeðferð lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. september síðastliðinn og samkvæmt dagskrá á að kveða upp dóm í málinu á föstudaginn, sléttum fjórum vikum eftir að málið var dómtekið. Að sögn Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars, byggir krafan á upplýsingum sem bárust eftir að málið var dómtekið. Hann segir að svo þurfi ekki endilega að fara að dómsuppsagan frestist þar sem um tiltölulega einfalda kröfu sé að ræða. Málflutningur vegna kröfunnar fer fram á morgun. Dómsformaðurinn í málinu mun taka afstöðu til kröfu Hreiðars um að Ásgeir víki sæti. Meti hann það sem svo að meðdómandinn þurfi að víkja þarf aðalmeðferð málsins að fara fram á ný. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu.
Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30
Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19