Er orlof húsmæðra tímaskekkja árið 2017? Kristín Thoroddsen skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Árið er 2017, barátta kvenna stendur sem hæst og hver björninn á fætur öðrum er unninn í átt að jafnrétti. Konur sækja í það sem áður var kallað „karlastörf“ og öfugt. Ráðið er í stöður óháð kyni og konur láta til sín taka á sviðum sem ekki þekktist hér áður, konur í áhrifastörfum, konur í stjórnmálum og konur í forystu á nær öllum sviðum. Björninn er þó ekki alfarið unninn, eftir sitja mál eins og launamunur kynja og orlof húsmæðra svo dæmi sé tekið. Þegar talar er um jafnrétti þá þarf það að vera í báðar áttir, ekki satt? Í lögum okkar er að finna eitt og annað sem takmarkar frelsi okkar til að ganga alla leið til jafnréttis og eitt af því er orlof húsmæðra. Lög um húsmæðraorlof hafa með örlitlum breytingum verið frá því um 1960 en þar stendur meðal annars að „sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof. Tekið skal mið af félagslegum aðstæðum kvennanna og hafa skal til hliðsjónar barnafjölda.“ Lögin kveða á um að hverju sveitarfélagi sé gert að greiða 100 kr. á hvern íbúa í sínu sveitarfélagi í sjóðinn. Reglur um úthlutunina eru alveg skýrar, einungis er greitt til kvenna á aldrinum 18-65 ára og hver kona sem uppfyllir skilyrðin má að hámarki fara tvisvar sinnum og ég efast ekki um að eftir þessu sé farið við úthlutun úr sjóðnum. Þetta átti að auka virði húsmóðurstarfsins á sínum tíma og gera konum kleift að kynnast konum í sambærilegum aðstæðum. Ekki er það alveg svo að ferðirnar séu greiddar að fullu úr sjóðnum og eru þær sumar hverjar mjög dýrar sem gerir það að verkum að konur sem ekki hafa fjárhagslegt bakland eiga erfitt með að komast í umtalaðar ferðir, því ekki hafa þær haft laun eins og gefur að skilja. Íslenskar konur hafa barist hart fyrir réttlæti á hinum ýmsu sviðum og jafnrétti kynjanna er að margra mati á réttri leið. Horfa verður til þess að á þeim 56 árum sem lögin hafa verið í gildi hefur margt breyst í þjóðfélaginu, mun fleiri konur vinna nú utan heimilis og eiga því rétt á orlofi og ef horft er til nútímaviðhorfa þá samræmist þetta engan veginn gildum okkar þjóðfélags í dag. Það hlýtur því að vera krafa þeirra sem berjast fyrir jafnrétti að allar konur og allir karlar sitji við sama borð í þessu sem öllu öðru. Ég skora á Alþingi okkar allra að samþykkja frumvarp sem nú liggur fyrir um afnám laga um orlof húsmæðra og ganga þannig skrefið til fulls og afnema það ranglæti og óréttlæti sem felst í þessum lögum sem löngu er orðin tímaskekkja og gefur ranga mynd af baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Árið er 2017, barátta kvenna stendur sem hæst og hver björninn á fætur öðrum er unninn í átt að jafnrétti. Konur sækja í það sem áður var kallað „karlastörf“ og öfugt. Ráðið er í stöður óháð kyni og konur láta til sín taka á sviðum sem ekki þekktist hér áður, konur í áhrifastörfum, konur í stjórnmálum og konur í forystu á nær öllum sviðum. Björninn er þó ekki alfarið unninn, eftir sitja mál eins og launamunur kynja og orlof húsmæðra svo dæmi sé tekið. Þegar talar er um jafnrétti þá þarf það að vera í báðar áttir, ekki satt? Í lögum okkar er að finna eitt og annað sem takmarkar frelsi okkar til að ganga alla leið til jafnréttis og eitt af því er orlof húsmæðra. Lög um húsmæðraorlof hafa með örlitlum breytingum verið frá því um 1960 en þar stendur meðal annars að „sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof. Tekið skal mið af félagslegum aðstæðum kvennanna og hafa skal til hliðsjónar barnafjölda.“ Lögin kveða á um að hverju sveitarfélagi sé gert að greiða 100 kr. á hvern íbúa í sínu sveitarfélagi í sjóðinn. Reglur um úthlutunina eru alveg skýrar, einungis er greitt til kvenna á aldrinum 18-65 ára og hver kona sem uppfyllir skilyrðin má að hámarki fara tvisvar sinnum og ég efast ekki um að eftir þessu sé farið við úthlutun úr sjóðnum. Þetta átti að auka virði húsmóðurstarfsins á sínum tíma og gera konum kleift að kynnast konum í sambærilegum aðstæðum. Ekki er það alveg svo að ferðirnar séu greiddar að fullu úr sjóðnum og eru þær sumar hverjar mjög dýrar sem gerir það að verkum að konur sem ekki hafa fjárhagslegt bakland eiga erfitt með að komast í umtalaðar ferðir, því ekki hafa þær haft laun eins og gefur að skilja. Íslenskar konur hafa barist hart fyrir réttlæti á hinum ýmsu sviðum og jafnrétti kynjanna er að margra mati á réttri leið. Horfa verður til þess að á þeim 56 árum sem lögin hafa verið í gildi hefur margt breyst í þjóðfélaginu, mun fleiri konur vinna nú utan heimilis og eiga því rétt á orlofi og ef horft er til nútímaviðhorfa þá samræmist þetta engan veginn gildum okkar þjóðfélags í dag. Það hlýtur því að vera krafa þeirra sem berjast fyrir jafnrétti að allar konur og allir karlar sitji við sama borð í þessu sem öllu öðru. Ég skora á Alþingi okkar allra að samþykkja frumvarp sem nú liggur fyrir um afnám laga um orlof húsmæðra og ganga þannig skrefið til fulls og afnema það ranglæti og óréttlæti sem felst í þessum lögum sem löngu er orðin tímaskekkja og gefur ranga mynd af baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun