Er orlof húsmæðra tímaskekkja árið 2017? Kristín Thoroddsen skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Árið er 2017, barátta kvenna stendur sem hæst og hver björninn á fætur öðrum er unninn í átt að jafnrétti. Konur sækja í það sem áður var kallað „karlastörf“ og öfugt. Ráðið er í stöður óháð kyni og konur láta til sín taka á sviðum sem ekki þekktist hér áður, konur í áhrifastörfum, konur í stjórnmálum og konur í forystu á nær öllum sviðum. Björninn er þó ekki alfarið unninn, eftir sitja mál eins og launamunur kynja og orlof húsmæðra svo dæmi sé tekið. Þegar talar er um jafnrétti þá þarf það að vera í báðar áttir, ekki satt? Í lögum okkar er að finna eitt og annað sem takmarkar frelsi okkar til að ganga alla leið til jafnréttis og eitt af því er orlof húsmæðra. Lög um húsmæðraorlof hafa með örlitlum breytingum verið frá því um 1960 en þar stendur meðal annars að „sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof. Tekið skal mið af félagslegum aðstæðum kvennanna og hafa skal til hliðsjónar barnafjölda.“ Lögin kveða á um að hverju sveitarfélagi sé gert að greiða 100 kr. á hvern íbúa í sínu sveitarfélagi í sjóðinn. Reglur um úthlutunina eru alveg skýrar, einungis er greitt til kvenna á aldrinum 18-65 ára og hver kona sem uppfyllir skilyrðin má að hámarki fara tvisvar sinnum og ég efast ekki um að eftir þessu sé farið við úthlutun úr sjóðnum. Þetta átti að auka virði húsmóðurstarfsins á sínum tíma og gera konum kleift að kynnast konum í sambærilegum aðstæðum. Ekki er það alveg svo að ferðirnar séu greiddar að fullu úr sjóðnum og eru þær sumar hverjar mjög dýrar sem gerir það að verkum að konur sem ekki hafa fjárhagslegt bakland eiga erfitt með að komast í umtalaðar ferðir, því ekki hafa þær haft laun eins og gefur að skilja. Íslenskar konur hafa barist hart fyrir réttlæti á hinum ýmsu sviðum og jafnrétti kynjanna er að margra mati á réttri leið. Horfa verður til þess að á þeim 56 árum sem lögin hafa verið í gildi hefur margt breyst í þjóðfélaginu, mun fleiri konur vinna nú utan heimilis og eiga því rétt á orlofi og ef horft er til nútímaviðhorfa þá samræmist þetta engan veginn gildum okkar þjóðfélags í dag. Það hlýtur því að vera krafa þeirra sem berjast fyrir jafnrétti að allar konur og allir karlar sitji við sama borð í þessu sem öllu öðru. Ég skora á Alþingi okkar allra að samþykkja frumvarp sem nú liggur fyrir um afnám laga um orlof húsmæðra og ganga þannig skrefið til fulls og afnema það ranglæti og óréttlæti sem felst í þessum lögum sem löngu er orðin tímaskekkja og gefur ranga mynd af baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið er 2017, barátta kvenna stendur sem hæst og hver björninn á fætur öðrum er unninn í átt að jafnrétti. Konur sækja í það sem áður var kallað „karlastörf“ og öfugt. Ráðið er í stöður óháð kyni og konur láta til sín taka á sviðum sem ekki þekktist hér áður, konur í áhrifastörfum, konur í stjórnmálum og konur í forystu á nær öllum sviðum. Björninn er þó ekki alfarið unninn, eftir sitja mál eins og launamunur kynja og orlof húsmæðra svo dæmi sé tekið. Þegar talar er um jafnrétti þá þarf það að vera í báðar áttir, ekki satt? Í lögum okkar er að finna eitt og annað sem takmarkar frelsi okkar til að ganga alla leið til jafnréttis og eitt af því er orlof húsmæðra. Lög um húsmæðraorlof hafa með örlitlum breytingum verið frá því um 1960 en þar stendur meðal annars að „sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof. Tekið skal mið af félagslegum aðstæðum kvennanna og hafa skal til hliðsjónar barnafjölda.“ Lögin kveða á um að hverju sveitarfélagi sé gert að greiða 100 kr. á hvern íbúa í sínu sveitarfélagi í sjóðinn. Reglur um úthlutunina eru alveg skýrar, einungis er greitt til kvenna á aldrinum 18-65 ára og hver kona sem uppfyllir skilyrðin má að hámarki fara tvisvar sinnum og ég efast ekki um að eftir þessu sé farið við úthlutun úr sjóðnum. Þetta átti að auka virði húsmóðurstarfsins á sínum tíma og gera konum kleift að kynnast konum í sambærilegum aðstæðum. Ekki er það alveg svo að ferðirnar séu greiddar að fullu úr sjóðnum og eru þær sumar hverjar mjög dýrar sem gerir það að verkum að konur sem ekki hafa fjárhagslegt bakland eiga erfitt með að komast í umtalaðar ferðir, því ekki hafa þær haft laun eins og gefur að skilja. Íslenskar konur hafa barist hart fyrir réttlæti á hinum ýmsu sviðum og jafnrétti kynjanna er að margra mati á réttri leið. Horfa verður til þess að á þeim 56 árum sem lögin hafa verið í gildi hefur margt breyst í þjóðfélaginu, mun fleiri konur vinna nú utan heimilis og eiga því rétt á orlofi og ef horft er til nútímaviðhorfa þá samræmist þetta engan veginn gildum okkar þjóðfélags í dag. Það hlýtur því að vera krafa þeirra sem berjast fyrir jafnrétti að allar konur og allir karlar sitji við sama borð í þessu sem öllu öðru. Ég skora á Alþingi okkar allra að samþykkja frumvarp sem nú liggur fyrir um afnám laga um orlof húsmæðra og ganga þannig skrefið til fulls og afnema það ranglæti og óréttlæti sem felst í þessum lögum sem löngu er orðin tímaskekkja og gefur ranga mynd af baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar