Er orlof húsmæðra tímaskekkja árið 2017? Kristín Thoroddsen skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Árið er 2017, barátta kvenna stendur sem hæst og hver björninn á fætur öðrum er unninn í átt að jafnrétti. Konur sækja í það sem áður var kallað „karlastörf“ og öfugt. Ráðið er í stöður óháð kyni og konur láta til sín taka á sviðum sem ekki þekktist hér áður, konur í áhrifastörfum, konur í stjórnmálum og konur í forystu á nær öllum sviðum. Björninn er þó ekki alfarið unninn, eftir sitja mál eins og launamunur kynja og orlof húsmæðra svo dæmi sé tekið. Þegar talar er um jafnrétti þá þarf það að vera í báðar áttir, ekki satt? Í lögum okkar er að finna eitt og annað sem takmarkar frelsi okkar til að ganga alla leið til jafnréttis og eitt af því er orlof húsmæðra. Lög um húsmæðraorlof hafa með örlitlum breytingum verið frá því um 1960 en þar stendur meðal annars að „sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof. Tekið skal mið af félagslegum aðstæðum kvennanna og hafa skal til hliðsjónar barnafjölda.“ Lögin kveða á um að hverju sveitarfélagi sé gert að greiða 100 kr. á hvern íbúa í sínu sveitarfélagi í sjóðinn. Reglur um úthlutunina eru alveg skýrar, einungis er greitt til kvenna á aldrinum 18-65 ára og hver kona sem uppfyllir skilyrðin má að hámarki fara tvisvar sinnum og ég efast ekki um að eftir þessu sé farið við úthlutun úr sjóðnum. Þetta átti að auka virði húsmóðurstarfsins á sínum tíma og gera konum kleift að kynnast konum í sambærilegum aðstæðum. Ekki er það alveg svo að ferðirnar séu greiddar að fullu úr sjóðnum og eru þær sumar hverjar mjög dýrar sem gerir það að verkum að konur sem ekki hafa fjárhagslegt bakland eiga erfitt með að komast í umtalaðar ferðir, því ekki hafa þær haft laun eins og gefur að skilja. Íslenskar konur hafa barist hart fyrir réttlæti á hinum ýmsu sviðum og jafnrétti kynjanna er að margra mati á réttri leið. Horfa verður til þess að á þeim 56 árum sem lögin hafa verið í gildi hefur margt breyst í þjóðfélaginu, mun fleiri konur vinna nú utan heimilis og eiga því rétt á orlofi og ef horft er til nútímaviðhorfa þá samræmist þetta engan veginn gildum okkar þjóðfélags í dag. Það hlýtur því að vera krafa þeirra sem berjast fyrir jafnrétti að allar konur og allir karlar sitji við sama borð í þessu sem öllu öðru. Ég skora á Alþingi okkar allra að samþykkja frumvarp sem nú liggur fyrir um afnám laga um orlof húsmæðra og ganga þannig skrefið til fulls og afnema það ranglæti og óréttlæti sem felst í þessum lögum sem löngu er orðin tímaskekkja og gefur ranga mynd af baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Árið er 2017, barátta kvenna stendur sem hæst og hver björninn á fætur öðrum er unninn í átt að jafnrétti. Konur sækja í það sem áður var kallað „karlastörf“ og öfugt. Ráðið er í stöður óháð kyni og konur láta til sín taka á sviðum sem ekki þekktist hér áður, konur í áhrifastörfum, konur í stjórnmálum og konur í forystu á nær öllum sviðum. Björninn er þó ekki alfarið unninn, eftir sitja mál eins og launamunur kynja og orlof húsmæðra svo dæmi sé tekið. Þegar talar er um jafnrétti þá þarf það að vera í báðar áttir, ekki satt? Í lögum okkar er að finna eitt og annað sem takmarkar frelsi okkar til að ganga alla leið til jafnréttis og eitt af því er orlof húsmæðra. Lög um húsmæðraorlof hafa með örlitlum breytingum verið frá því um 1960 en þar stendur meðal annars að „sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof. Tekið skal mið af félagslegum aðstæðum kvennanna og hafa skal til hliðsjónar barnafjölda.“ Lögin kveða á um að hverju sveitarfélagi sé gert að greiða 100 kr. á hvern íbúa í sínu sveitarfélagi í sjóðinn. Reglur um úthlutunina eru alveg skýrar, einungis er greitt til kvenna á aldrinum 18-65 ára og hver kona sem uppfyllir skilyrðin má að hámarki fara tvisvar sinnum og ég efast ekki um að eftir þessu sé farið við úthlutun úr sjóðnum. Þetta átti að auka virði húsmóðurstarfsins á sínum tíma og gera konum kleift að kynnast konum í sambærilegum aðstæðum. Ekki er það alveg svo að ferðirnar séu greiddar að fullu úr sjóðnum og eru þær sumar hverjar mjög dýrar sem gerir það að verkum að konur sem ekki hafa fjárhagslegt bakland eiga erfitt með að komast í umtalaðar ferðir, því ekki hafa þær haft laun eins og gefur að skilja. Íslenskar konur hafa barist hart fyrir réttlæti á hinum ýmsu sviðum og jafnrétti kynjanna er að margra mati á réttri leið. Horfa verður til þess að á þeim 56 árum sem lögin hafa verið í gildi hefur margt breyst í þjóðfélaginu, mun fleiri konur vinna nú utan heimilis og eiga því rétt á orlofi og ef horft er til nútímaviðhorfa þá samræmist þetta engan veginn gildum okkar þjóðfélags í dag. Það hlýtur því að vera krafa þeirra sem berjast fyrir jafnrétti að allar konur og allir karlar sitji við sama borð í þessu sem öllu öðru. Ég skora á Alþingi okkar allra að samþykkja frumvarp sem nú liggur fyrir um afnám laga um orlof húsmæðra og ganga þannig skrefið til fulls og afnema það ranglæti og óréttlæti sem felst í þessum lögum sem löngu er orðin tímaskekkja og gefur ranga mynd af baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun