Taugakerfið og gervigreindin Auður Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar