Williams bíllinn afhjúpaður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. febrúar 2017 17:45 FW40 bíll Williams liðsins. Vísir/Autosport.com Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum. Tæknireglur Formúlu 1 taka talsverðum breytingum fyrir tímabilið. Markmið breytinganna er að gera bílana grimmilegri og töluvert hraðari. Gárungar spá allt að fimm sekúndna skemmri tíma á hverjum hring. Sjá einnig: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast. Nú þegar 10 dagar eru þangað til fyrsta æfingalotan fyrir komandi tímabil hefst hefur Williams riðið á vaðið og birt myndir af 2017 bíl sínum. Bíllinn ber nafnið FW40, sem er vísun til 40 ára afmælis Williams liðsins í ár.Séð framan á nýjan bíl Williams liðsins (FW40)Vísir/autosport.comBíllinn verður svo formlega kynntur þann 25. febrúar. Ökumenn liðsins í ár verða nýliðinn Lance Stroll og reynsluboltinn Felipe Massa. Massa snéri ákvörðun sinni um að hætta keppni í Formúlu 1 við til að aðstoða liðið sem missti Valtteri Bottas til Mercedes liðsins þegar heimsmeistarinn Nico Rosberg tilkynnti óvænt um að hann væri hættur í Formúlu 1. Vísir mun fylgjast náið með frumsýningum nýrra bíla á komandi dögum. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Williams: Leið illa yfir því að biðja Massa um að koma aftur Claire Williams, liðsstjóri Williams liðsins í Formúlu 1 segir að sér hafi liðið illa yfir að hringja í Felipe Massa og biðja hann um að hætta við að setjast í helgan stein. 20. janúar 2017 22:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum. Tæknireglur Formúlu 1 taka talsverðum breytingum fyrir tímabilið. Markmið breytinganna er að gera bílana grimmilegri og töluvert hraðari. Gárungar spá allt að fimm sekúndna skemmri tíma á hverjum hring. Sjá einnig: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast. Nú þegar 10 dagar eru þangað til fyrsta æfingalotan fyrir komandi tímabil hefst hefur Williams riðið á vaðið og birt myndir af 2017 bíl sínum. Bíllinn ber nafnið FW40, sem er vísun til 40 ára afmælis Williams liðsins í ár.Séð framan á nýjan bíl Williams liðsins (FW40)Vísir/autosport.comBíllinn verður svo formlega kynntur þann 25. febrúar. Ökumenn liðsins í ár verða nýliðinn Lance Stroll og reynsluboltinn Felipe Massa. Massa snéri ákvörðun sinni um að hætta keppni í Formúlu 1 við til að aðstoða liðið sem missti Valtteri Bottas til Mercedes liðsins þegar heimsmeistarinn Nico Rosberg tilkynnti óvænt um að hann væri hættur í Formúlu 1. Vísir mun fylgjast náið með frumsýningum nýrra bíla á komandi dögum.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Williams: Leið illa yfir því að biðja Massa um að koma aftur Claire Williams, liðsstjóri Williams liðsins í Formúlu 1 segir að sér hafi liðið illa yfir að hringja í Felipe Massa og biðja hann um að hætta við að setjast í helgan stein. 20. janúar 2017 22:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45
Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30
Williams: Leið illa yfir því að biðja Massa um að koma aftur Claire Williams, liðsstjóri Williams liðsins í Formúlu 1 segir að sér hafi liðið illa yfir að hringja í Felipe Massa og biðja hann um að hætta við að setjast í helgan stein. 20. janúar 2017 22:30