Íslenska ríkið sér á báti ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR, ORRI HAUKSSON, INGVI HRAFN JÓNSSON og SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON OG RAKEL SVEINSDÓTTIR skrifa 13. febrúar 2017 05:00 Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun