Íslenska ríkið sér á báti ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR, ORRI HAUKSSON, INGVI HRAFN JÓNSSON og SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON OG RAKEL SVEINSDÓTTIR skrifa 13. febrúar 2017 05:00 Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun