Innlent eldsneyti í samgöngum Framleiðendur innlends eldsneytis skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Í upphafi árs 2014 tóku gildi lög hér á Íslandi um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Lögin kveða á um að frá og með 1. janúar 2015 skuli söluaðilar eldsneytis á Íslandi tryggja að minnst 5% af orkugildi árlegrar heildarsölu á eldsneyti til notkunar í samgöngum á öllu landinu séu endurnýjanlegt eldsneyti. Í þessari umræðu eins og annarri eru allmargir á öndverðum meiði og t.a.m. hafa verið skrifaðar greinar og haldnar ræður um ókosti þessarar lagasetningar. Þar er talað um að lögin þýði einungis að við flytjum inn miklu dýrara eldsneyti sem hafi að auki takmarkaðan umhverfisávinning eða m.ö.o. að fjármunir streymi úr landi í vafasamt eldsneyti og bíleigendur tapi milljörðum. Í fyrsta lagi er algerlega rangt að umhverfisávinningur sé ekki til staðar enda hefur endurnýjanlegt eldsneyti afar sterkar sjálfbærnikröfur. Það þýðir að það endurnýjanlega eldsneyti sem við flytjum inn dregur sannanlega úr losun miðað við áframhaldandi jarðefnaeldsneytisnotkun. Í öðru lagi hefur þessi söluskylda á umhverfisvænu eldsneyti markað mikil tímamót í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi, sér í lagi fyrir innlenda framleiðslu á eldsneyti. Vegferðin frá einokun jarðefnaeldsneytis er því hafin og innlend framleiðsla hefur tekið verulega við sér með tilheyrandi atvinnu- og verðmætasköpun. Þegar lögin tóku gildi var ekki mikið um innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti en lögin hafa skapað svigrúmið og galopnað markaðinn. Árleg eldsneytisnotkun í samgöngum á landi á Íslandi er í kringum 300 milljónir lítra, 5% af þeim markaði eru þá um 15 milljónir lítra. Í lögunum stendur einnig: „endurnýjanlegt eldsneyti sem unnið er úr lífrænum eða ólífrænum úrgangsefnum sem ekki er unnt að nýta til manneldis eða sem dýrafóður má telja tvöfalt.“ Þetta þýðir að t.d. metan framleitt úr lífrænu sorpi telur tvöfalt sem aftur þýðir að ef allt endurnýjanlega eldsneytið fellur undir þessa grein þarf 7,5 milljónir lítra til að uppfylla lögin.Innlendir framleiðendur Í dag framleiða nokkur fyrirtæki á Íslandi umhverfisvænt innlent eldsneyti sem uppfyllir áðurnefnd ákvæði um endurnýjanlega orku í samgöngum. Carbon Recycling International ehf. nýtir íslenska raforku, koltvísýring og vatn til framleiðslu metanóls sem nota má sem íblöndunarefni í bensín og notað er við framleiðslu á lífdísli. SORPA bs. og Norðurorka hf. framleiða metan úr lífrænum úrgangi. Framleiðsla SORPU er vottuð með svansmerki og er eina eldsneytið sem hlotið hefur þann umhverfisstimpil. Lífdísill ehf. og Orkey ehf. framleiða lífdísil úr dýrafitu og notaðri steikingarolíu. Miðað við núverandi framleiðslu og þau áform sem félögin hafa um framleiðsluaukningu eru líkur á að eftir 2–3 ár verði innlend framleiðsla yfir 10 milljónir lítra, sem þýðir að hún getur staðið undir öllu því magni sem þarf til að uppfylla lögin. Sem dæmi má nefna að öll olíufélögin á Íslandi velja að nota erlenda íblöndun í bensín frekar en að nota íslenskt metanól. Þess vegna er metanól sem framleitt er á Íslandi í dag flutt út og notað í lífdísilframleiðslu erlendis. Væri t.d. eitthvað óeðlilegt að styðja við innlenda og umhverfisvæna eldsneytisframleiðslu á sama hátt og við erum tilbúin að gera með innlenda og umhverfisvæna matvælaframleiðslu? Er ekki ávinningurinn sambærilegur? Er það í alvöru vilji einhverra að hætta þessari íblöndunarskyldu til að geta brennt meira af gömlu og ódýru en jafnframt ósjálfbæru, mengandi og loftlagsbreytandi olíunni?Guðmundur Haukur Sigurðarson stjórnarformaður Orkeyjar ehf.Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs.Benedikt Stefánsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI ehf.Sigurður Ingólfsson framkvæmdastjóri Lífdísils ehf.Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs 2014 tóku gildi lög hér á Íslandi um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Lögin kveða á um að frá og með 1. janúar 2015 skuli söluaðilar eldsneytis á Íslandi tryggja að minnst 5% af orkugildi árlegrar heildarsölu á eldsneyti til notkunar í samgöngum á öllu landinu séu endurnýjanlegt eldsneyti. Í þessari umræðu eins og annarri eru allmargir á öndverðum meiði og t.a.m. hafa verið skrifaðar greinar og haldnar ræður um ókosti þessarar lagasetningar. Þar er talað um að lögin þýði einungis að við flytjum inn miklu dýrara eldsneyti sem hafi að auki takmarkaðan umhverfisávinning eða m.ö.o. að fjármunir streymi úr landi í vafasamt eldsneyti og bíleigendur tapi milljörðum. Í fyrsta lagi er algerlega rangt að umhverfisávinningur sé ekki til staðar enda hefur endurnýjanlegt eldsneyti afar sterkar sjálfbærnikröfur. Það þýðir að það endurnýjanlega eldsneyti sem við flytjum inn dregur sannanlega úr losun miðað við áframhaldandi jarðefnaeldsneytisnotkun. Í öðru lagi hefur þessi söluskylda á umhverfisvænu eldsneyti markað mikil tímamót í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi, sér í lagi fyrir innlenda framleiðslu á eldsneyti. Vegferðin frá einokun jarðefnaeldsneytis er því hafin og innlend framleiðsla hefur tekið verulega við sér með tilheyrandi atvinnu- og verðmætasköpun. Þegar lögin tóku gildi var ekki mikið um innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti en lögin hafa skapað svigrúmið og galopnað markaðinn. Árleg eldsneytisnotkun í samgöngum á landi á Íslandi er í kringum 300 milljónir lítra, 5% af þeim markaði eru þá um 15 milljónir lítra. Í lögunum stendur einnig: „endurnýjanlegt eldsneyti sem unnið er úr lífrænum eða ólífrænum úrgangsefnum sem ekki er unnt að nýta til manneldis eða sem dýrafóður má telja tvöfalt.“ Þetta þýðir að t.d. metan framleitt úr lífrænu sorpi telur tvöfalt sem aftur þýðir að ef allt endurnýjanlega eldsneytið fellur undir þessa grein þarf 7,5 milljónir lítra til að uppfylla lögin.Innlendir framleiðendur Í dag framleiða nokkur fyrirtæki á Íslandi umhverfisvænt innlent eldsneyti sem uppfyllir áðurnefnd ákvæði um endurnýjanlega orku í samgöngum. Carbon Recycling International ehf. nýtir íslenska raforku, koltvísýring og vatn til framleiðslu metanóls sem nota má sem íblöndunarefni í bensín og notað er við framleiðslu á lífdísli. SORPA bs. og Norðurorka hf. framleiða metan úr lífrænum úrgangi. Framleiðsla SORPU er vottuð með svansmerki og er eina eldsneytið sem hlotið hefur þann umhverfisstimpil. Lífdísill ehf. og Orkey ehf. framleiða lífdísil úr dýrafitu og notaðri steikingarolíu. Miðað við núverandi framleiðslu og þau áform sem félögin hafa um framleiðsluaukningu eru líkur á að eftir 2–3 ár verði innlend framleiðsla yfir 10 milljónir lítra, sem þýðir að hún getur staðið undir öllu því magni sem þarf til að uppfylla lögin. Sem dæmi má nefna að öll olíufélögin á Íslandi velja að nota erlenda íblöndun í bensín frekar en að nota íslenskt metanól. Þess vegna er metanól sem framleitt er á Íslandi í dag flutt út og notað í lífdísilframleiðslu erlendis. Væri t.d. eitthvað óeðlilegt að styðja við innlenda og umhverfisvæna eldsneytisframleiðslu á sama hátt og við erum tilbúin að gera með innlenda og umhverfisvæna matvælaframleiðslu? Er ekki ávinningurinn sambærilegur? Er það í alvöru vilji einhverra að hætta þessari íblöndunarskyldu til að geta brennt meira af gömlu og ódýru en jafnframt ósjálfbæru, mengandi og loftlagsbreytandi olíunni?Guðmundur Haukur Sigurðarson stjórnarformaður Orkeyjar ehf.Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs.Benedikt Stefánsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI ehf.Sigurður Ingólfsson framkvæmdastjóri Lífdísils ehf.Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar