Umræðan um verðlag á Íslandi þyrfti að byggja oftar á staðreyndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 10:39 Hér ber að líta ávexti í íslenskri verslun sem flytja þarf inn að utan. Vísir/Vilhelm Jón Björnsson, forstjóri Festi, segir umræðuna um verðlag á Íslandi ekki alltaf byggða á staðreyndum. Hann dregur þó ekkert úr því að upplifun viðskiptavina af verðlagi kunni að vera rétt en undirstrikar að það skipti máli hvar og hvernig fólk verslar. Rætt var við Jón í Bítinu í morgun þar sem honum var gert að svara fyrir Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli síðustu daga. Þar greinir ósáttur neytandi frá kynnum sínum af íslenskri verslun og gagnrýnir hátt verðlag og lök gæði, samanborið við verslanir erlendis. Færsluna má sjá hér að neðan.Magn og umhverfi „Það sem við skoðum og berum okkur saman við er hvernig álagning smásöluaðila á Íslandi sé samanborið við í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón og tekur Danmörku sem dæmi, þrátt fyrir að markaðurinn þar sé 17 sinnum stærri en hér. „Sem þýðir það að þegar ég kaupi eitt bretti af jarðaberjum þá kaupir danski aðilinn væntanlega 17,“ segir Jón og bætir við að það myndi eflaust skila honum betra innkaupsverði. Þegar kemur að álagningu verslana sé sagan hins vegar önnur. Hún sé, ef eitthvað er, lægri en í nágrannalöndum okkar.Jón Björnsson, forstjóri Festi.Vísir/EyþórVerðmunurinn byggist þó ekki einungis á magni innkaupanna heldur einnig því umhverfi sem íslenskir neytendur búa við að sögn Jóns. Hér eru til að mynda ekki margir framleiðendur í mörgum vöruflokkum, svo sem mjólkurvörum þar sem Mjólkursamsalan situr nær ein um hituna. Aðspurður um hvers vegna styrking krónunnar að undanförnu hafi ekki skilað sér betur í vasa neytenda segir Jón að samsetning matarkörfunnar spili þar rullu. Sjötíu prósent þeirra matvæla sem Íslendingar kaupa séu framleidd hér heima. Þrátt fyrir að aðföng að utan séu notuð í innlenda matvælaframleiðslu vegi „verulegar launahækkanir“ hér á landi að undanförnu upp á móti. Jón bendir sérstaklega á að landbúnaðarvörur hafi þannig ekki hækkað í verði svo neinu nemur á undanförnum árum. Hvað gæði vörunnar varðar segir Jón ekki hægt að líta hjá því að Ísland sé eftir allt saman eyja og að grænmeti og ávextir séu hingað flutt í einum gámi á viku. Þrátt fyrir að vörurnar séu af hæstu gæðum þegar í gáminn er komið þá sé óraunhæft að gera nákvæmlega sömu kröfu til gæðanna þegar til landsins er komið. Samanburðurinn við útlönd, þar sem hægt er panta vöruna og fá hana afhenta nær samdægurs, sé því óraunhæfur. Spjall þeirra Bítiskarla við Jón Björnsson má heyra í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Jón Björnsson, forstjóri Festi, segir umræðuna um verðlag á Íslandi ekki alltaf byggða á staðreyndum. Hann dregur þó ekkert úr því að upplifun viðskiptavina af verðlagi kunni að vera rétt en undirstrikar að það skipti máli hvar og hvernig fólk verslar. Rætt var við Jón í Bítinu í morgun þar sem honum var gert að svara fyrir Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli síðustu daga. Þar greinir ósáttur neytandi frá kynnum sínum af íslenskri verslun og gagnrýnir hátt verðlag og lök gæði, samanborið við verslanir erlendis. Færsluna má sjá hér að neðan.Magn og umhverfi „Það sem við skoðum og berum okkur saman við er hvernig álagning smásöluaðila á Íslandi sé samanborið við í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón og tekur Danmörku sem dæmi, þrátt fyrir að markaðurinn þar sé 17 sinnum stærri en hér. „Sem þýðir það að þegar ég kaupi eitt bretti af jarðaberjum þá kaupir danski aðilinn væntanlega 17,“ segir Jón og bætir við að það myndi eflaust skila honum betra innkaupsverði. Þegar kemur að álagningu verslana sé sagan hins vegar önnur. Hún sé, ef eitthvað er, lægri en í nágrannalöndum okkar.Jón Björnsson, forstjóri Festi.Vísir/EyþórVerðmunurinn byggist þó ekki einungis á magni innkaupanna heldur einnig því umhverfi sem íslenskir neytendur búa við að sögn Jóns. Hér eru til að mynda ekki margir framleiðendur í mörgum vöruflokkum, svo sem mjólkurvörum þar sem Mjólkursamsalan situr nær ein um hituna. Aðspurður um hvers vegna styrking krónunnar að undanförnu hafi ekki skilað sér betur í vasa neytenda segir Jón að samsetning matarkörfunnar spili þar rullu. Sjötíu prósent þeirra matvæla sem Íslendingar kaupa séu framleidd hér heima. Þrátt fyrir að aðföng að utan séu notuð í innlenda matvælaframleiðslu vegi „verulegar launahækkanir“ hér á landi að undanförnu upp á móti. Jón bendir sérstaklega á að landbúnaðarvörur hafi þannig ekki hækkað í verði svo neinu nemur á undanförnum árum. Hvað gæði vörunnar varðar segir Jón ekki hægt að líta hjá því að Ísland sé eftir allt saman eyja og að grænmeti og ávextir séu hingað flutt í einum gámi á viku. Þrátt fyrir að vörurnar séu af hæstu gæðum þegar í gáminn er komið þá sé óraunhæft að gera nákvæmlega sömu kröfu til gæðanna þegar til landsins er komið. Samanburðurinn við útlönd, þar sem hægt er panta vöruna og fá hana afhenta nær samdægurs, sé því óraunhæfur. Spjall þeirra Bítiskarla við Jón Björnsson má heyra í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira