Umræðan um verðlag á Íslandi þyrfti að byggja oftar á staðreyndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 10:39 Hér ber að líta ávexti í íslenskri verslun sem flytja þarf inn að utan. Vísir/Vilhelm Jón Björnsson, forstjóri Festi, segir umræðuna um verðlag á Íslandi ekki alltaf byggða á staðreyndum. Hann dregur þó ekkert úr því að upplifun viðskiptavina af verðlagi kunni að vera rétt en undirstrikar að það skipti máli hvar og hvernig fólk verslar. Rætt var við Jón í Bítinu í morgun þar sem honum var gert að svara fyrir Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli síðustu daga. Þar greinir ósáttur neytandi frá kynnum sínum af íslenskri verslun og gagnrýnir hátt verðlag og lök gæði, samanborið við verslanir erlendis. Færsluna má sjá hér að neðan.Magn og umhverfi „Það sem við skoðum og berum okkur saman við er hvernig álagning smásöluaðila á Íslandi sé samanborið við í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón og tekur Danmörku sem dæmi, þrátt fyrir að markaðurinn þar sé 17 sinnum stærri en hér. „Sem þýðir það að þegar ég kaupi eitt bretti af jarðaberjum þá kaupir danski aðilinn væntanlega 17,“ segir Jón og bætir við að það myndi eflaust skila honum betra innkaupsverði. Þegar kemur að álagningu verslana sé sagan hins vegar önnur. Hún sé, ef eitthvað er, lægri en í nágrannalöndum okkar.Jón Björnsson, forstjóri Festi.Vísir/EyþórVerðmunurinn byggist þó ekki einungis á magni innkaupanna heldur einnig því umhverfi sem íslenskir neytendur búa við að sögn Jóns. Hér eru til að mynda ekki margir framleiðendur í mörgum vöruflokkum, svo sem mjólkurvörum þar sem Mjólkursamsalan situr nær ein um hituna. Aðspurður um hvers vegna styrking krónunnar að undanförnu hafi ekki skilað sér betur í vasa neytenda segir Jón að samsetning matarkörfunnar spili þar rullu. Sjötíu prósent þeirra matvæla sem Íslendingar kaupa séu framleidd hér heima. Þrátt fyrir að aðföng að utan séu notuð í innlenda matvælaframleiðslu vegi „verulegar launahækkanir“ hér á landi að undanförnu upp á móti. Jón bendir sérstaklega á að landbúnaðarvörur hafi þannig ekki hækkað í verði svo neinu nemur á undanförnum árum. Hvað gæði vörunnar varðar segir Jón ekki hægt að líta hjá því að Ísland sé eftir allt saman eyja og að grænmeti og ávextir séu hingað flutt í einum gámi á viku. Þrátt fyrir að vörurnar séu af hæstu gæðum þegar í gáminn er komið þá sé óraunhæft að gera nákvæmlega sömu kröfu til gæðanna þegar til landsins er komið. Samanburðurinn við útlönd, þar sem hægt er panta vöruna og fá hana afhenta nær samdægurs, sé því óraunhæfur. Spjall þeirra Bítiskarla við Jón Björnsson má heyra í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Jón Björnsson, forstjóri Festi, segir umræðuna um verðlag á Íslandi ekki alltaf byggða á staðreyndum. Hann dregur þó ekkert úr því að upplifun viðskiptavina af verðlagi kunni að vera rétt en undirstrikar að það skipti máli hvar og hvernig fólk verslar. Rætt var við Jón í Bítinu í morgun þar sem honum var gert að svara fyrir Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli síðustu daga. Þar greinir ósáttur neytandi frá kynnum sínum af íslenskri verslun og gagnrýnir hátt verðlag og lök gæði, samanborið við verslanir erlendis. Færsluna má sjá hér að neðan.Magn og umhverfi „Það sem við skoðum og berum okkur saman við er hvernig álagning smásöluaðila á Íslandi sé samanborið við í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón og tekur Danmörku sem dæmi, þrátt fyrir að markaðurinn þar sé 17 sinnum stærri en hér. „Sem þýðir það að þegar ég kaupi eitt bretti af jarðaberjum þá kaupir danski aðilinn væntanlega 17,“ segir Jón og bætir við að það myndi eflaust skila honum betra innkaupsverði. Þegar kemur að álagningu verslana sé sagan hins vegar önnur. Hún sé, ef eitthvað er, lægri en í nágrannalöndum okkar.Jón Björnsson, forstjóri Festi.Vísir/EyþórVerðmunurinn byggist þó ekki einungis á magni innkaupanna heldur einnig því umhverfi sem íslenskir neytendur búa við að sögn Jóns. Hér eru til að mynda ekki margir framleiðendur í mörgum vöruflokkum, svo sem mjólkurvörum þar sem Mjólkursamsalan situr nær ein um hituna. Aðspurður um hvers vegna styrking krónunnar að undanförnu hafi ekki skilað sér betur í vasa neytenda segir Jón að samsetning matarkörfunnar spili þar rullu. Sjötíu prósent þeirra matvæla sem Íslendingar kaupa séu framleidd hér heima. Þrátt fyrir að aðföng að utan séu notuð í innlenda matvælaframleiðslu vegi „verulegar launahækkanir“ hér á landi að undanförnu upp á móti. Jón bendir sérstaklega á að landbúnaðarvörur hafi þannig ekki hækkað í verði svo neinu nemur á undanförnum árum. Hvað gæði vörunnar varðar segir Jón ekki hægt að líta hjá því að Ísland sé eftir allt saman eyja og að grænmeti og ávextir séu hingað flutt í einum gámi á viku. Þrátt fyrir að vörurnar séu af hæstu gæðum þegar í gáminn er komið þá sé óraunhæft að gera nákvæmlega sömu kröfu til gæðanna þegar til landsins er komið. Samanburðurinn við útlönd, þar sem hægt er panta vöruna og fá hana afhenta nær samdægurs, sé því óraunhæfur. Spjall þeirra Bítiskarla við Jón Björnsson má heyra í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira