Klamydía í frímínútum Óskar Steinn Ómarsson skrifar 8. febrúar 2017 00:00 Þegar ég var í menntaskóla fékk ég allar námsbækur sem ég þurfti ókeypis. Skólinn gaf mér fartölvu sem ég greiddi fyrir um 15 þúsund krónur á ári og mátti svo eiga að lokinni útskrift. Þá fékk ég 30 þúsund króna styrk mánaðarlega fyrir það eitt að vera í skóla. Allt var þetta gert til að jafna stöðu okkar nemenda og láta okkur líða sem best í skólanum. Nemendur komu allir að sama borði, voru lausir við áhyggjur af námskostnaði og útskrifuðust flestir á tilsettum tíma. Mikilvægust fannst mér þó heilsugæslan sem starfrækt var innan veggja skólans. Þangað gátu nemendur skólans og önnur ungmenni í bænum sótt þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga. Þangað leitaði maður þegar manni leið illa og þurfti einhvern til að tala við. Þar gat maður sótt eins marga smokka og maður þurfti og stúlkur fengu lyfseðil fyrir getnaðarvarnarpillum. Eftir annasama helgi gat maður svo bankað upp á í frímínútunum og tekið kynsjúkdómapróf ef svo bar undir. Allt var þetta að sjálfsögðu nemendum að kostnaðarlausu. Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið. Stjórnvöld verða að bregðast við þessu með því að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri fyrir ungmenni. Í framhaldsskólum gætu hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar unnið að forvörnum og veitt ýmsa aðstoð á sviði geð- og kynheilbrigðis og hjálpað nemendum með áfengis- og vímuefnavanda, svo eitthvað sé nefnt. Í dag fer það algjörlega eftir fjárhagsstöðu skólanna og forgangsröðun skólastjórnenda hvort slík þjónusta sé í boði og því sitja ekki allir nemendur við sama borð hvað þetta varðar. Stjórnvöld eiga að forgangsraða í þágu heilbrigðis ungs fólks og tryggja að í öllum framhaldsskólum sé þessi þjónusta í boði. Með auknu aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu gætum við dregið úr útbreiðslu kynsjúkdóma, bætt geðheilsu ungmenna og minnkað brottfall úr skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var í menntaskóla fékk ég allar námsbækur sem ég þurfti ókeypis. Skólinn gaf mér fartölvu sem ég greiddi fyrir um 15 þúsund krónur á ári og mátti svo eiga að lokinni útskrift. Þá fékk ég 30 þúsund króna styrk mánaðarlega fyrir það eitt að vera í skóla. Allt var þetta gert til að jafna stöðu okkar nemenda og láta okkur líða sem best í skólanum. Nemendur komu allir að sama borði, voru lausir við áhyggjur af námskostnaði og útskrifuðust flestir á tilsettum tíma. Mikilvægust fannst mér þó heilsugæslan sem starfrækt var innan veggja skólans. Þangað gátu nemendur skólans og önnur ungmenni í bænum sótt þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga. Þangað leitaði maður þegar manni leið illa og þurfti einhvern til að tala við. Þar gat maður sótt eins marga smokka og maður þurfti og stúlkur fengu lyfseðil fyrir getnaðarvarnarpillum. Eftir annasama helgi gat maður svo bankað upp á í frímínútunum og tekið kynsjúkdómapróf ef svo bar undir. Allt var þetta að sjálfsögðu nemendum að kostnaðarlausu. Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið. Stjórnvöld verða að bregðast við þessu með því að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri fyrir ungmenni. Í framhaldsskólum gætu hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar unnið að forvörnum og veitt ýmsa aðstoð á sviði geð- og kynheilbrigðis og hjálpað nemendum með áfengis- og vímuefnavanda, svo eitthvað sé nefnt. Í dag fer það algjörlega eftir fjárhagsstöðu skólanna og forgangsröðun skólastjórnenda hvort slík þjónusta sé í boði og því sitja ekki allir nemendur við sama borð hvað þetta varðar. Stjórnvöld eiga að forgangsraða í þágu heilbrigðis ungs fólks og tryggja að í öllum framhaldsskólum sé þessi þjónusta í boði. Með auknu aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu gætum við dregið úr útbreiðslu kynsjúkdóma, bætt geðheilsu ungmenna og minnkað brottfall úr skólum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun