Erlent

Munu fjarlægja dóma um samkynhneigð úr sakaskrám

atli ísleifsson skrifar
Nýsjálenska þingið.
Nýsjálenska þingið. Vísir/AFP
Nýsjálensk stjórnvöld hafa ákveðið að fjarlægja skuli eldri dóma úr sakaskrá nýsjálenskra ríkisborgara sem dæmdir hafa verið fyrir samkynhneigð í samræmi við eldri lög. Ríkisstjórn landsins hefur beðið alla þá afsökunar sem hafa hlotið dóm vegna laganna.

SVT segir frá því að samkynhneigð hafi orðið lögleg á Nýja-Sjálandi árið 1986 en allir þeir sem hlutu dóma fyrir slík „brot“ hafa neyðst að burðast með þá á sakaskrám sínum til þessa dags. En nú skal breyting gerð á.

Dómsmálaráðherrann Amy Adams segir að nú verði komið fram við þessa einstaklinga líkt og þeir hafi aldrei fengið slíka dóma, en þetta hefur reynst mörgum erfitt, til dæmis þegar þeir hafa sótt um atvinnu þar sem hreins sakavottorðs er krafist.

„Okkur þykir leitt hvað þessir menn og fjölskyldur þeirra hafa þurft að þola og fyrir þau áhrif sem dómarnir hafa haft á þá síðan þeir féllu.

Um þúsund Nýsjálendingum verður nú gert kleift að sækja um að láta fjarlægja dómana úr sakaskrám sínum. Þá verður aðstandendum dæmdra, sem eru nú fallnir frá, látið fjarlægja dómana úr opinberum skrám.

Nýsjálendingar lögleddu hjónabönd samkynhneigðra árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×