Bisnessinn og börnin Páll Valur Björnsson skrifar 9. febrúar 2017 00:00 Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins árið 1992 og skuldbatt sig þar með til að tryggja að lög og reglur og öll stjórnsýsluframkvæmd sé í fullu samræmi við markmið hans og ákvæði. Og ekki nóg með það. Árið 2013 var Barnasáttmálinn tekinn í íslensk lög. Meginmarkmið Barnasáttmálans er að tryggja að stjórnvöld gæti þess sérstaklega að virða hagsmuni og réttindi barna og forgangsraði í þeirra þágu. Árið 2014, á 25 ára afmæli Barnsáttmálans, voru sérstakir talsmenn barna á Alþingi tilnefndir af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, Barnaheillum og Umboðsmanni barna til að standa vörð um hagsmuni og réttindi barna og undirrituðu þeir yfirlýsingu þar að lútandi. Af því tilefni sagði framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi: „Börn eiga sér oft fáa málsvara. Því er einstaklega ánægjulegt að sáttmálanum sé gert hátt undir höfði á þessum degi og að þverpólitískur hópur þingmanna heiti börnum og réttindum þeirra stuðningi sem mun hafa áhrif um allt samfélagið.“ Af því tilefni kom þetta einnig fram: „Með því að gerast talsmenn barna á Alþingi er þingmönnum ennfremur gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum barna á framfæri við undirbúning lagasetningar og við stefnumótun á þingi sem og í stjórnsýslunni. Markmiðið með þingmannahópinum er að þeir tali máli barna í starfi sínu og setji þannig upp „barnagleraugun“ þegar teknar eru ákvarðanir á Alþingi sem varða börn með einum eða öðrum hætti.“ Og hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér? Jú, vegna þess að þessar skuldbindingar um forgangsröðun í þágu hagsmuna og réttinda barna gleymast allt of oft í íslensku samfélagi. Frumvarp sem nú er komið fram um að auka aðgengi að áfengi með því að leyfa sölu þess í matvöruverslunum er enn eitt dæmið um það.Bitnar allt illa á börnum Rannsóknir sýna, svo að ekki verður um villst, að aukinn aðgangur að áfengi leiðir til aukinnar neyslu og aukin neysla leiðir til aukinna félagslegra vandamála og verri heilsu, líkamlega og andlega. Allt bitnar þetta sérstaklega illa á börnum sem eru öðrum háð um svo margt og eiga þroska sinn og tækifæri í framtíðinni svo mikið undir öðrum. Undir þetta taka Landlæknir og aðrir sérfæðingar á sviði lýðheilsu og forvarna. Og samtök sem vinna sérstaklega að réttinda- og hagsmunamálum barna vara mjög við að þetta frumvarp verði samþykkt. Árið 2013 lagði þáverandi heilbrigðisráðherra fram stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Þar kemur m.a. fram að ein mikilvægasta aðgerðin til að draga úr skaðlegum áhrifum og vandamálum tengdum neyslu áfengis og annarra vímugjafa er að takmarka aðgengi að áfengi. Þetta var ekki gert að tilefnislausu. Þessi stefna studdist við bestu rannsóknir og ráð færustu sérfræðinga á sviði lýðheilsu og forvarna. Frjáls viðskipti eru mikilvæg en eru ekki börnin mikilvægari. Verða ekki hagsmunir frjálsra viðskipta að víkja þegar þeir ganga gegn hagsmunum barnanna okkar, líðan þeirra, þroska og framtíð og hamingju? Hvort vegur þyngra? Hvað finnst þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins árið 1992 og skuldbatt sig þar með til að tryggja að lög og reglur og öll stjórnsýsluframkvæmd sé í fullu samræmi við markmið hans og ákvæði. Og ekki nóg með það. Árið 2013 var Barnasáttmálinn tekinn í íslensk lög. Meginmarkmið Barnasáttmálans er að tryggja að stjórnvöld gæti þess sérstaklega að virða hagsmuni og réttindi barna og forgangsraði í þeirra þágu. Árið 2014, á 25 ára afmæli Barnsáttmálans, voru sérstakir talsmenn barna á Alþingi tilnefndir af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, Barnaheillum og Umboðsmanni barna til að standa vörð um hagsmuni og réttindi barna og undirrituðu þeir yfirlýsingu þar að lútandi. Af því tilefni sagði framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi: „Börn eiga sér oft fáa málsvara. Því er einstaklega ánægjulegt að sáttmálanum sé gert hátt undir höfði á þessum degi og að þverpólitískur hópur þingmanna heiti börnum og réttindum þeirra stuðningi sem mun hafa áhrif um allt samfélagið.“ Af því tilefni kom þetta einnig fram: „Með því að gerast talsmenn barna á Alþingi er þingmönnum ennfremur gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum barna á framfæri við undirbúning lagasetningar og við stefnumótun á þingi sem og í stjórnsýslunni. Markmiðið með þingmannahópinum er að þeir tali máli barna í starfi sínu og setji þannig upp „barnagleraugun“ þegar teknar eru ákvarðanir á Alþingi sem varða börn með einum eða öðrum hætti.“ Og hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér? Jú, vegna þess að þessar skuldbindingar um forgangsröðun í þágu hagsmuna og réttinda barna gleymast allt of oft í íslensku samfélagi. Frumvarp sem nú er komið fram um að auka aðgengi að áfengi með því að leyfa sölu þess í matvöruverslunum er enn eitt dæmið um það.Bitnar allt illa á börnum Rannsóknir sýna, svo að ekki verður um villst, að aukinn aðgangur að áfengi leiðir til aukinnar neyslu og aukin neysla leiðir til aukinna félagslegra vandamála og verri heilsu, líkamlega og andlega. Allt bitnar þetta sérstaklega illa á börnum sem eru öðrum háð um svo margt og eiga þroska sinn og tækifæri í framtíðinni svo mikið undir öðrum. Undir þetta taka Landlæknir og aðrir sérfæðingar á sviði lýðheilsu og forvarna. Og samtök sem vinna sérstaklega að réttinda- og hagsmunamálum barna vara mjög við að þetta frumvarp verði samþykkt. Árið 2013 lagði þáverandi heilbrigðisráðherra fram stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Þar kemur m.a. fram að ein mikilvægasta aðgerðin til að draga úr skaðlegum áhrifum og vandamálum tengdum neyslu áfengis og annarra vímugjafa er að takmarka aðgengi að áfengi. Þetta var ekki gert að tilefnislausu. Þessi stefna studdist við bestu rannsóknir og ráð færustu sérfræðinga á sviði lýðheilsu og forvarna. Frjáls viðskipti eru mikilvæg en eru ekki börnin mikilvægari. Verða ekki hagsmunir frjálsra viðskipta að víkja þegar þeir ganga gegn hagsmunum barnanna okkar, líðan þeirra, þroska og framtíð og hamingju? Hvort vegur þyngra? Hvað finnst þér?
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun