Íslensk framleiðsla til framtíðar Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 22. maí 2017 10:30 Mig dreymdi í nótt að ég væri kominn inn í nýsköpunar-/frumkvöðlasetur mjólkuriðnaðarins á Íslandi sem sett var upp á svipaðan hátt og sjávarklasinn fyrir sjávarútveginn og landbúnaðarklasinn fyrir landbúnaðinn. Auðhumla svf. og Matís ohf. hafa nú bætt í og ætla að styðja við frumkvöðlastarfsemi. Hér er á ferðinni flott framtak og vonandi verkefni sem á eftir að vinda upp á sig, mjólkuriðnaðinum til framdráttar, því við getum gert enn betur. Í Danmörku er horft í hvern millilítra af mysu og hvert gramm af osti sem fellur frá við framleiðslu, en ef það nýtist ekki til manneldis fer það í svínafóður. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að hægt sé að gera verðmæti úr aukaafurðum en frumkvöðlar á Íslandi hafa sýnt að möguleikarnir eru fyrir hendi sem sést t.d. á því hvernig andvirði þorsks hefur tvöfaldast á stuttum tíma. Við höfum alla burði til að gera betur og lykillinn að því er samvinna. Nú þegar er unnið að því að vinna úr þeim aukaafurðum sem falla til á Íslandi í mjólkurgeiranum. Próteindrykkurinn Hleðsla er t.a.m. afrakstur slíkrar vinnu og nokkur nýsköpunarfyrirtæki vinna með stuðningi MS og KS að aukinni nýtingu mysu og próteins sem núna fer forgörðum. Við getum þó gert betur ef fleiri aðilar horfa á nýsköpun í greininni.Í Danmörku kostar meira að framleiða úr mjólk Verð á mjólkurvörum er svipað á Íslandi og í Danmörku og mikið kapp lagt á að halda framleiðslukostnaði niðri hér á landi þrátt fyrir lítinn markað sem á ársgrundvelli nemur um 150 milljón lítrum. Árið 2016 vigtaði Arla í Danmörku t.d inn 3911 milljón lítra af mjólk og á eftir þeim kemur Thise mejeri/ Mejeriet Dybbækdal med 96 milljón lítra. Ég gerði smá verðsamanburð á þremur vörum í apríl og miðaði útreikninginn við gengið 15,71 (bæði danskar vörur og hrámjólkurverð). Upplýsingar um verð í Danmörku koma frá Fakta Odense og upplýsingar um verð á Íslandi koma frá verslun Kaupfélags Skagfirðinga Hofsósi. Klovborg ostur frá Arla kostar 77,07 dk.kr./kg eða 1210 ísl.kr./kg en Sveitabiti kostar 1598 kr./kg. Til að framleiða 1 kg. af osti þarf um 10 lítra af mjólk. Danskir bændur fá um 2,569 dk.kr. fyrir hvern lítra eða 40,36 ísl.kr. en íslenskir bændur fá 85 kr./l. Þar með borgar Arla 403,6 ísl.kr fyrir mjólk í sinn ost en á Íslandi kostar mjólkin 850 kr. í ostinn. Þarna munar 446,4 kr. á mjólkinni en munurinn á söluverði er 388 kr./kg. af osti. Jú, varan er ódýrari í Danmörku en samt sem áður er verið að halda framleiðslukostnaði niðri og borga vel fyrir mjólkina til bænda á Íslandi. Lurapac smjör sem er stolt Dana er á 91, dk.kr./kg eða 1442,18 ísl.kr./kg meðan íslenska smjörið er á 878 kr./kg. Ódýrara smjör var þó til á 57,5 dk.kr./kg eða 903,33 ísl.kr./kg.? Sødmælk 3,5% frá Arla kostar 6,95 dk.kr./l eða 109,18 ísl.kr/l en Nýmjólk kostar 149 kr./l á Íslandi sem er 39,82 kr. munur en eins og áður er munur á hráefnisverði mjólkur 44,64 ísl.kr./l. Bóndi á Íslandi er því að fá 53-57% af verði vörunnar út í búð meðan danski bóndinn fær 31-36%.Verum ekki hrædd við að standa með okkar framleiðslu. Ég heimsótti nýlega mjólkursamlag hjá Arla sem heittir Kruså mejeri og stendur nærri þýsku landamærunum. Kruså merjeri framleiðir 29 þúsund tonn af feta-/salatosti á ári, allt úr danskri mjólk. Hægt er að fá ódýrari mjólk frá Þýskalandi en fyrir þeim snýst það um að kaupa innlenda framleiðslu eða bíða álitshnekki. Í augum danskra neytenda er dönsk framleiðsla einfaldlega best. Njótum þess sem við höfum en reynum samt sem áður að gera enn betur með innlent hráefni að leiðarljósi. Getum við það? Já við getum það og það eru sannarlega tækifæri fyrir hendi!Höfundur er nemi í mjólkurfræði við Kold College og starfsmaður MS Búðardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi í nótt að ég væri kominn inn í nýsköpunar-/frumkvöðlasetur mjólkuriðnaðarins á Íslandi sem sett var upp á svipaðan hátt og sjávarklasinn fyrir sjávarútveginn og landbúnaðarklasinn fyrir landbúnaðinn. Auðhumla svf. og Matís ohf. hafa nú bætt í og ætla að styðja við frumkvöðlastarfsemi. Hér er á ferðinni flott framtak og vonandi verkefni sem á eftir að vinda upp á sig, mjólkuriðnaðinum til framdráttar, því við getum gert enn betur. Í Danmörku er horft í hvern millilítra af mysu og hvert gramm af osti sem fellur frá við framleiðslu, en ef það nýtist ekki til manneldis fer það í svínafóður. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að hægt sé að gera verðmæti úr aukaafurðum en frumkvöðlar á Íslandi hafa sýnt að möguleikarnir eru fyrir hendi sem sést t.d. á því hvernig andvirði þorsks hefur tvöfaldast á stuttum tíma. Við höfum alla burði til að gera betur og lykillinn að því er samvinna. Nú þegar er unnið að því að vinna úr þeim aukaafurðum sem falla til á Íslandi í mjólkurgeiranum. Próteindrykkurinn Hleðsla er t.a.m. afrakstur slíkrar vinnu og nokkur nýsköpunarfyrirtæki vinna með stuðningi MS og KS að aukinni nýtingu mysu og próteins sem núna fer forgörðum. Við getum þó gert betur ef fleiri aðilar horfa á nýsköpun í greininni.Í Danmörku kostar meira að framleiða úr mjólk Verð á mjólkurvörum er svipað á Íslandi og í Danmörku og mikið kapp lagt á að halda framleiðslukostnaði niðri hér á landi þrátt fyrir lítinn markað sem á ársgrundvelli nemur um 150 milljón lítrum. Árið 2016 vigtaði Arla í Danmörku t.d inn 3911 milljón lítra af mjólk og á eftir þeim kemur Thise mejeri/ Mejeriet Dybbækdal med 96 milljón lítra. Ég gerði smá verðsamanburð á þremur vörum í apríl og miðaði útreikninginn við gengið 15,71 (bæði danskar vörur og hrámjólkurverð). Upplýsingar um verð í Danmörku koma frá Fakta Odense og upplýsingar um verð á Íslandi koma frá verslun Kaupfélags Skagfirðinga Hofsósi. Klovborg ostur frá Arla kostar 77,07 dk.kr./kg eða 1210 ísl.kr./kg en Sveitabiti kostar 1598 kr./kg. Til að framleiða 1 kg. af osti þarf um 10 lítra af mjólk. Danskir bændur fá um 2,569 dk.kr. fyrir hvern lítra eða 40,36 ísl.kr. en íslenskir bændur fá 85 kr./l. Þar með borgar Arla 403,6 ísl.kr fyrir mjólk í sinn ost en á Íslandi kostar mjólkin 850 kr. í ostinn. Þarna munar 446,4 kr. á mjólkinni en munurinn á söluverði er 388 kr./kg. af osti. Jú, varan er ódýrari í Danmörku en samt sem áður er verið að halda framleiðslukostnaði niðri og borga vel fyrir mjólkina til bænda á Íslandi. Lurapac smjör sem er stolt Dana er á 91, dk.kr./kg eða 1442,18 ísl.kr./kg meðan íslenska smjörið er á 878 kr./kg. Ódýrara smjör var þó til á 57,5 dk.kr./kg eða 903,33 ísl.kr./kg.? Sødmælk 3,5% frá Arla kostar 6,95 dk.kr./l eða 109,18 ísl.kr/l en Nýmjólk kostar 149 kr./l á Íslandi sem er 39,82 kr. munur en eins og áður er munur á hráefnisverði mjólkur 44,64 ísl.kr./l. Bóndi á Íslandi er því að fá 53-57% af verði vörunnar út í búð meðan danski bóndinn fær 31-36%.Verum ekki hrædd við að standa með okkar framleiðslu. Ég heimsótti nýlega mjólkursamlag hjá Arla sem heittir Kruså mejeri og stendur nærri þýsku landamærunum. Kruså merjeri framleiðir 29 þúsund tonn af feta-/salatosti á ári, allt úr danskri mjólk. Hægt er að fá ódýrari mjólk frá Þýskalandi en fyrir þeim snýst það um að kaupa innlenda framleiðslu eða bíða álitshnekki. Í augum danskra neytenda er dönsk framleiðsla einfaldlega best. Njótum þess sem við höfum en reynum samt sem áður að gera enn betur með innlent hráefni að leiðarljósi. Getum við það? Já við getum það og það eru sannarlega tækifæri fyrir hendi!Höfundur er nemi í mjólkurfræði við Kold College og starfsmaður MS Búðardal.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun