2.551 bíll seldur á 3 vikum Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2017 15:24 Maí er ávallt drjúgur bílasölumánuður, enda mikil sala til bílaleiga þá. Mikil og góð sala er í nýjum bílum um þessar mundir og á fyrstu 3 vikum mánaðarins hafa verið skráðir 2.551 nýir bílar hjá Umferðarstofu. Á þessum fyrstu þremur vikum eru 14 virkir dagar en mánudagurinn 1. maí var frídagur, svo segja má að afgreiddir hafi verið 182 bílar á hverjum virkum degi mánaðarins hingað til. Í maí í fyrra seldust 3.392 nýir bílar og voru virkir dagar mánaðarins 20 talsins og því voru afgreiddir 170 bílar á hverjum virkum degi í sama mánuði í fyrra. Því er ekki mikill munur á maí mánuði í ár og í fyrra, þó örlítið meiri sala sé í ár. Búast má við að stór hluti þessarar góðu sölu bílaumboðanna sé til bílaleiga, en á þessum tíma árs eru þær að birgja sig upp af bílum fyrir annasamt sumarið. Af einstaka bílgerðum er Toyota söluhæst með 544 selda bíla, Hyundai með 324, Skoda með 231, Kia 220 og Volkswagen 183. Eins og hingað til í ár er BL söluhæsta umboðið í mánuðinum og er með 26,5% hlutdeild og 675 selda bíla. Næst á eftir kemur Toyota/Lexus með 548 bíla og 21,5% hlutdeild, Hekla með 449 bíla og 17,6% hlutdeild og Brimborg með 296 bíla og 11,6% hlutdeild. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent
Mikil og góð sala er í nýjum bílum um þessar mundir og á fyrstu 3 vikum mánaðarins hafa verið skráðir 2.551 nýir bílar hjá Umferðarstofu. Á þessum fyrstu þremur vikum eru 14 virkir dagar en mánudagurinn 1. maí var frídagur, svo segja má að afgreiddir hafi verið 182 bílar á hverjum virkum degi mánaðarins hingað til. Í maí í fyrra seldust 3.392 nýir bílar og voru virkir dagar mánaðarins 20 talsins og því voru afgreiddir 170 bílar á hverjum virkum degi í sama mánuði í fyrra. Því er ekki mikill munur á maí mánuði í ár og í fyrra, þó örlítið meiri sala sé í ár. Búast má við að stór hluti þessarar góðu sölu bílaumboðanna sé til bílaleiga, en á þessum tíma árs eru þær að birgja sig upp af bílum fyrir annasamt sumarið. Af einstaka bílgerðum er Toyota söluhæst með 544 selda bíla, Hyundai með 324, Skoda með 231, Kia 220 og Volkswagen 183. Eins og hingað til í ár er BL söluhæsta umboðið í mánuðinum og er með 26,5% hlutdeild og 675 selda bíla. Næst á eftir kemur Toyota/Lexus með 548 bíla og 21,5% hlutdeild, Hekla með 449 bíla og 17,6% hlutdeild og Brimborg með 296 bíla og 11,6% hlutdeild.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent